Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1987, Page 39

Frjáls verslun - 01.06.1987, Page 39
i4-*4' Viö smíðar heima hjá sér. í fyrstu ætlaði Jón Þór að verða húsasmiður en smíðarnar urðu þess í stað tómstunda gaman. að mennta tölvufræðinga með meiri þekkingu á viðfangsefninu. Sú leið sem Verslunarskólinn ætlar að fara í tölvumenntun er rétt þótt deila megi um nafnið. Hins vegar hefur alltof miklu púðri verið eytt í deilur um nafnið. Það er inntak menntunarinn- ar sem skiptir máli. Ég sé mikla þörf í atvinnulífinu fyrir menn með þá menntun sem Verslunarskólinn ætl- ar að veita og ég vona að þeim takist vel til. Það er ekki nóg að senda starfs- fólkið á námskeið og búast siðan við að sjálfvirknin komi af sjálfu sér. Það er alltof algengt að starfsmenn, gjaman ritarar, eru sendir á tölvu- námskeið þar sem þeir þurfa að inn- byrða mikla þekkingu á skömmum tíma. Þeim tekst sjaldnast að vinna úr því magni upplýsinga sem þeir hafa fengið. Og loks þegar þeir koma á skrifstofuna aftur bíða þeirra svo mörg verkefni að þeir hafa ekki tíma til þess að nýta það sem þeir hafa lært. Forsvarsmenn verða að móta stefnuna um sjálfvirkni og ganga á undan með góðu fordæmi og hag- nýta sér hana. Það er líka nauðsyn- legt að tölvuáhugamenn finnist meðal starfsmanna sem hafa elju og nennu til að læra á tæknina og miðla samstarfsmönnum sínum af kunn- áttu sinni. En hvatning verður að koma ofan frá. Hér þarf að ganga skipulegar til verks. Það þarf að endurskipuleggja vinnuganginn á skrifstofum með til- liti til tölvuvæðingarinnar. Að öðrum kosti verður tölvan og vinnan í kringum hana meira eða minna við- bót við allt það sem fyrir var. Hin eiginlega sjálfvirkni á skrifstofum er enn vel flestum framandi og trúlega þarf nýja kynslóð til að koma sjálf- virkninni í höfn. Sjálfvirkni á skrif- stofum er bara fyrsta skrefið. Síðan kemur samtenging skrifstofuhalds og framleiðslu. Þar eigum við enn lengra í land. Við höfum haft oftrú á tækninni en vanrækt mannlega þáttinn. Það er maðurinn og tæknin sem skila ár- angri en tæknin ein skilar engum árangri. Við þurfum því að hrista manninn og tæknina betur saman.“ Jón Þór segir að stjórnendur eigi að ganga á undan með góðu for- dæmi í tölvuvæðingunni og það hef- ur hann sjálfur gert. Hann eins og aðrir starfsmenn SKÝRR er með tölvuskjá, sem hann notar við vinnslu margvíslegra verkefna. Hann getur til dæmis átt samskipti við aðra starfsmenn í gegnum tölvu- póst og hann gengur að mestu leyti sjálfur frá eigin bréfaskriftum eins og aðrir starfsmenn. í SKÝRR þar sem 130 manns starfa er til dæmis aðeins einn ritari. Útivist og smíðar — Hver skyldu svo vera áhugamál stjómandans og skólamannsins Jóns Þórs? „Ahugamálin em mörg og sum tengd starfinu en önnur ekki. Ég hef mikinn áhuga á sígildri tónlist og útivist. Mér finnst gott að hreyfa mig úti við. Ég er þó ekki einn af þeim sem hef gaman af golfi eða laxveiði heldur fer ég gjaman í gönguferðir. Ég hef einnig gaman af því að ferð- ast. Ég hef aldrei sagt alveg skilið við húsasmiðinn í mér og gríp oft til þess að gera hluti í höndunum. Það hefur komið sér vel því ég eins og fleiri ís- lendingar hef staðið í því að koma þaki yfir höfuðið. Jafnframt er það mikil tilbreyting að gera eitthvað í höndunum eftir erilsaman dag á skrifstofunni eða í skólanum." 39

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.