Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1987, Side 43

Frjáls verslun - 01.06.1987, Side 43
rlent Svarti markaðurinn blómstrar í Evrópu — óskráð, óskattlögð vinna gæti numið um 12% af tekjum atvinnulífsins Edward Heath fyrrverandi for- sætisráðherra Bretlands hefur gam- an að því að segja frá samtali sem hann átti eitt sinn við ítalskan iðn- rekanda. Heath vakti athygli hans á því að ítalskt atvinnulíf væri í vanda statt þar sem Efnahagsbandalagið stefndi að sameiginlegum markaði. Hvers vegna? spurði Italinn undr- andi. Vegna þess að allir vita, sagði Heath, að ítölsk fyrirtæki halda þre- falt bókhald; eitt fyrir ríkisstjórnina, eitt fyrir hluthafana og eitt fyrir framkvæmdastjórnina. Þegar ein lög eru komin yfir öll fyrirtæki í Evrópu þurfa ítölsk fyrirtæki að færa bók- haldið eins og allir aðrir. Ekkert vandamál, hrópaði Italinn upp. Við munum aðeins færa fjórða bókhaldið. Þessi saga Heaths fær hvarvetna góðar viðtökur en um alla Evrópu eru menn grínlaust að hagræða bók- haldinu. Þessi starfsemi hefur mörg nöfn svo sem svartur markaður, grár markaður, duldi markaðurinn, neð- anjarðarhagkerfið og óopinbera hag- kerfið. Hvað sem menn kjósa að kalla þetta fyrirbæri er ljóst að neðanjarð- arhagkerfið, sem margir stjórnmála- menn láta eins og sé ekki til, er miklu stærra en áður var talið ef til vill allt upp í 12% af þjóðartekjum í ríkjum efnahagsbandalagsins að því er tímaritið International Management áætlar. Margir sérfræðingar telja nú að þetta fyrirbæri sé farið að gera stjórnvöldum í Evrópu erfitt við stjórn „löglega“ hagkerfisins. Áætlanir um stærð neðanjarðar- hagkerfisins eru mjög mismunandi. Af augljósum ástæðum eru engar áreiðanlegar tölur til um stærð þess. Menn greinir jafnvel á um hvað eigi að teljast til neðanjarðarhagkerfis- ins. Til að flækja málið enn frekar er spilað á velferðarkerfið, skotið undan skatti og unnið utan kerfisins á ýmsa mismunandi vegu allt eftir því hvernig skattalög, vinnulöggjöf og fyrirtækjalöggjöf er í einstökum löndum. Það eina sem menn geta verið vissir um er að svarti markaðurinn er alls staðar. Fyrir suma er hann vettvangur tækifæranna þar sem menn geta fengið útrás fyrir athafna- semi. Fyrir aðra er hann neyðarúr- ræði; svo sem ólöglega innflytjendur, atvinnulausa og aðra hópa þjóðfé- lagsins sem verða að beita brögðum til þess að öðlast fjárhagslegt öryggi og sjálfsvirðingu. Tilvist neðanjarðarhagkerfisins kallar fram óþægilegar spurningar um réttmæti og virkni skattalaga, velferðarkerfis og vinnulöggjafar. Það vekur einnig efasemdir um ná- kvæmni opinberra skýrslna um stærð efnahagslífsins og hvernig það starfar. „Fólk er fundvíst á störf og það fljótt, hljóðlega og án þess að láta vita af því. Svo mikið er víst“, sagði Pehr Gyllenhammar stjórnarformað- ur Volvo nýlega á ráðstefnu í Sví- þjóð. „Ég held að vöxtur neðanjarð- arhagkerfisins sé vísbending um að eitthvað sé að í hefðbundna hagkerf- inu. Ef hagkerfið er ekki sveigjanlegt mun neðanjarðarhagkerfið halda áfram að vaxa. Það þýðir að áhrif formlegra valdhafa munu minnka." Evrópskir leiðtogar eru loksins farnir að taka við sér. Bettino Craxi fyrrum forsætisráðherra á Ítalíu hitti í mark þegar hann sagði að efna- hagslíf ítala yrði stærra en Breta og þar með það fimmta stærsta í Evrópu utan Sovétríkjanna ef neðan- jarðarhagkerfi ítala væri lagt við opinberar tölur. Stóraukin undanbrögð Á sama tíma hefur breska ríkis- stjórnin gefið í skyn að veitt verði al- menn sakaruppgjöf til að gefa þeim, sem nú vinna í neðanjarðarhagkerf- inu, kost á að koma upp á yfirborðið. Fyrr á þessu ári herti franska ríkis- stjórnin reglur gegn svarta vinnu- markaðnum og róttækar aðgerðir eru í gangi um allt land. Á Spáni olli skýrsla stjómskipaðrar rannsóknar- nefndar miklu fjaðrafoki á síðasta ári. Niðurstöður hennar vom þær að fimmti hver spánskur verkamaður hafði einhverjar tekjur sem ekki voru taldar fram til skatts og 460 þúsund manns af þeim sem skráðir voru at- vinnulausir höfðu vinnu. Og í Sovét- ríkjunum vonast Gorbachev til þess að geta örvað atvinnulífið með því að 43

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.