Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1987, Side 44

Frjáls verslun - 01.06.1987, Side 44
IFimmti hver spánskur verkamaður hefur einhverjar tekjur sem ekki eru taldar fram tii skatts og 460 þúsund manns af þeim, sem skráðir voru atvinnuiausir, hafa vinnu. lögleyfa hluta af svarta markaði landsins. Sérhver sem hefur greitt viðgerð á bílnum sínum með beinhörðum pen- ingum eða gert kjarakaup á götu- markaði hefur sennilega lagt sitt af mörkum til neðanjarðarhagkerfisins. Nýlegar upplýsingar gefa þó til kynna að svarti markaðurinn sé miklu víðfeðmari en einstakar greiðslur til iðnaðarmanna sem hvergi koma fram á skattframtölum. Svarti markaðurinn innifelur heldur ekki aðeins ólöglega innflytjendur sem eru að reyna að koma í veg fyrir að þeir náist með því að vinna gegn greiðslu í beinhörðum peningum í eldhúsum veitingastaða. Opinberir starfsmenn eru einnig þátttakendur í neðanjarðarhagkerfinu en sumir þeirra stunda tvö störf, bókarar í einkafyrirtækjum taka stundum að sér launuð störf utan vinnutíma sem hvergi koma fram, læknar og kenn- arar taka að sér störf á kvöldin og um helgar og þannig mætti lengi telja. Það sem meira er, mörg efnileg smáfyrirtæki eru að meira eða minna leyti á kafi í neðanjarðarhagkerfinu. Ýmsar aðstæður skjóta stoðum undir evrópska neðanjarðarhagkerf- ið. Skattundandráttur frá tekjuskatti er sennilega þeirra veigamest en alls ekki sú eina. Háir skattar og álagn- ing virðisaukaskatts á vörur og þjón- ustu hefur leitt til stóraukinna und- anskota. En það er líka freisting fyrir fyrirtæki að taka þátt í neðanjarðar- hagkerfinu til þess að losna við ýms- an fastakostnað, reglur verkalýðsfé- laga og skrifræði stjórnvalda. Auð- vitað eru margar af þessum reglum settar til að vernda launamenn og auka öryggið í þjóðfélaginu. Þessar reglur - hversu göfugur sem tilgang- ur þeirra er - geta komið mönnum í koll og orðið til þess að atvinnustarf- semin flyst yfir í neðanjarðarhag- kerfið. Ein meginskýring á vexti svarta markaðarins í Suður-Evrópu er óskilvirkni hjá opinberum stofnun- um og ráðuneytum sem oft eru yfir- mönnuð. Skattheimtan er ekki ein- asta hroðvirknisleg heldur neyða ýmsar reglur starfsmenn og atvinnu- rekendur til þess að starfa utan lag- anna. Virtur hagfræðingur í Aþenu kvartar yfir því að grískir embættis- menn haldi sig við bókstafinn fremur en raunveruleikann þannig að minnsta framkvæmd þarfnast fjall- hárra stafla af eyðublöðum og skriflegra heimilda. Hann segir að reglur um leigu, gjaldeyrisverslun og vinnulög séu brotnar í svo miklum mæli að svarti markaðurinn sé orð- inn 25-30% af opinberri landsfram- leiðslu. Vinnuafl í neöanjarðarhagkerfinu í París i því hverfi þar sem fataverslunin fer aöallega fram. Efri myndin sýnir menn sem eru að bíða eftir því að einhver vinna falli til en sú neðri sýnir verkamenn með fatarekka. 44

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.