Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1987, Qupperneq 45

Frjáls verslun - 01.06.1987, Qupperneq 45
Innflytjendur vinna 12 tíma á dag í fataverslun. Launin eru greidd í seðlum og vinna þeirra kemur hvergi fram í opinberum skýrslum. Sérfræðingar norðan Alpafjalla hafa í áraraðir litið á svarta markað- inn sem þjóðaríþrótt Miðjarðarhafs- landanna en litið fram hjá þeirri stað- reynd að hann er einnig til staðar hjá þeim. Fyrst nú á síðustu árum eru þeir farnir að viðurkenna þá stað- reynd. „Neðanjarðarhagkerfið er það svið atvinnulífsins þar sem vöxtur- inn er mestur", segir Gabriele Klinge, lögfræðingur hjá Sambandi löggiltra iðngreina í Þýskalandi. Vaxandi atvinnuleysi í Evrópu hefur augljóslega ýtt undir neðan- jarðarhagkerfið. Milljónir skráðra atvinnulausra vinna hluta úr degi eða þau verk sem til falla en halda samt áfram að þiggja atvinnuleysis- bætur. Tengslin milli atvinnuleysis og neðanjarðarhagkerfisins eru hins vegar flókin. Margir sérfræðingar benda á að þeir sem verða atvinnu- lausir vegna vanhæfni, t.d. vegna skorts á menntun eða þjálfun, eiga einnig örðugt með að fá vinnu í neð- anjarðarhagkerfinu. Þeir sem eru virkastir í neðanjarðarhagkerfi nokkurra Evrópuríkja eru iðnaðar- menn og smáatvinnurekendur. Ónauðsynleg harka í skýrslu sem Hringborð iðnrek- enda, nefnd nokkurra helstu for- svarsmanna atvinnulífsins í Vestur- Evrópu, sendi frá sér 1986, „Making Europe Work“ standa þessi varnað- arorð: „Ef einstaklingar og fyrirtæki geta ekki fengið verk unnin með formlegum starfssamningum munu þeir finna aðrar leiðir til þess að ráða vinnuafl eða kaupa þjónustu. „Það er augljóst að stjórnvöld geta ekki horft fram hjá því að neðanjarðarhagkerf- ið veikir þjóðfélagið siðferðislega og grefur undan því hlutverki ríkisins að safna skatttekjum og ráðstafa þeim. Það er jafnljóst að stjórnvöld, atvinnurekendur og verkalýðsfélög geta ekki litið fram hjá þeim skila- boðum neðanjarðarhagkerfisins að störf eru til ef sköpun atvinnutæki- færa er ekki hindruð með óþarfa hörku. Það eru til fjölda dæma um það að neðanjarðarhagkerfið kemur alls staðar við sögu í daglegu lífi fólks. Á límmiða með sænskum höggdeyfi stendur: „Svíar eru litríkt fólk — they think blue, vote red, live green and work black“ — og er það ekki til bóta að þýða þennan orðaleik á ís- lensku. I Bonn svaraði garðyrkju- maður sem beðinn var um reikning: Ef þú þarft á honum að halda er það allt í lagi. Það verða 1500 mörk auk 14% virðisaukaskatts. Ef þú þarft ekki reikning láttu mig þá aðeins hafa 1400 mörk í seðlum. í Grikk- landi vildi sjúklingur greiða lækni með ávísun. Læknirinn var tregur til að taka við ávísuninni eða gefa kvitt- un og þegar hann opnaði skúffuna hjá sér var hún troðfull af peninga- seðlum. Mýmörg önnur dæmi má nefna úr daglega lífinu. Margir opinberir embættismenn sem sjá um skýrslugerð skopast að því þegar því er haldið fram að neð- anjarðarhagkerfið gæti farið fram úr 3 - 5% af þjóðartekjum. Þeir segja að ríkisumsvif séu svo snar þáttur í efnahagslífi flestra Evrópuríkja, sér- staklega í þungaiðnaði, að ólíklegt sé að þeir sem þar vinna taki þátt í neð- anjarðarhagkerfinu. En opinberir embættismenn hafa sjálfir hags- muna að gæta að verja nákvæmni þjóðhagsreikninga. Áætlanir af handahófi Á síðustu tíu árum hafa hagfræð- ingar verið að reyna að meta stærð svarta markaðarins af meiri ná- kvæmni en áður var. Hins vegar eru engar einhlítar aðferðir til sem geta gefið fullnægjandi niðurstöðu. Enda þarf engan að undra þótt áætlanir 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.