Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1987, Page 48

Frjáls verslun - 01.06.1987, Page 48
um störfum Erlendur Hjaltason framkvæmdastjóri KÁESS aö Hesthálsi. Höfum lagt mikla áherslu á hönnun Texti: Ragnheiður Davíðsdóttir Myndir: Grímur Bjarnason r skrifstofu hans í hinum glæsi- legu húsakynnum KÁESS við Hestháls og spjallaði við hann um nýja starfið. „Þetta er í rauninni nýtt starf hjá fyr- irtækinu. Mitt starfssvið er fyrst og fremst yfirstjórn starfseminnar hér á Hesthálsi. Hér er rekin verksmiðja og verslun þar sem framleidd eru nær eingöngu skrifstofuhúsgögn. Verk- smiðjan sjálf er mjög fullkomin og er sennilega ein sú fullkomnasta sinnar tegundar á landinu. Hér er m.a. mjög háþróuð tölvustýrð lakkvél sem léttir mjög alla vinnu og eykur um leið gæði vörunnar." Erlendur segir húsgögnin vera framleidd í einingum og verksmiðjan byggð þannig að hvert framleiðslu- stig taki við af öðru. Þannig skapist meiri hagræðing og afköstin aukast. En nú er íslensk framleiðsla sífellt að vinna á í samkeppninni við þá inn- fluttu. Hefur verið hægt að anna eftirspurn? „Það er svona rétt á mörkun- um“, segir Erlendur. „Hér starfa 40 Nýlega tók Erlendur Hjaltason við stöðu framkvæmdastjóra yfir starfsemi Kristjáns Sig- geirssonar hf. að Hesthálsi 2 - 4 í Reykjavík. Erlendur lauk prófi frá Samvinnuskólanum árið 1978 en fór síðan til Kaup- mannahafnar og lauk prófi í rekstarhagfræði (cand merc). Eftir að hann lauk námi starf- aði hann hjá Eimskip. Frjáls verslun heimsótti Erlend á 48

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.