Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1987, Page 50

Frjáls verslun - 01.06.1987, Page 50
Menntun IMEDE í Sviss Valinn annar af tveimur bestu rekstrar- hagfræðiskólum í Evrópu Á undanförnum árum hefur færst í vöxt að íslendingar afli sér viðskiptamenntunar og/eða starfsreynslu erlendis og flytji hana með sér heim. Þessi þróun er samfara síauknum viðskipt- um Islendinga erlendis og við- urkenningu á nauðsyn þess að Islendingar tileinki sér nýjung- ar og strauma í viðskiptalífi erlendis hverju sinni. Mönnum er einnig ljóst að við þurfum í auknum mæli að taka þátt í al- þjóðaviðskiptum ef við ætlum okkur að standa jafnfætis ná- grannaþjóðum okkar í almenn- um lífskjörum og standast vax- andi samkeppni á erlendum mörkuðum. Hingað til hafa flestir þeirra sem farið hafa erlendis til náms í rekstrarhag- fræði sótt menntun sína til Norðurland- anna, Bretlands og Bandaríkjanna. Athyglin hefur hins vegar í auknum mæli beinst að þeim skólum sem Inter- national Management tímaritið flokkaði í maí s.l. sem tvo bestu rekstrarhag- fræðiskóla Evrópu, sniðna fyrir nútíma viðskiptalíf, þ.e. INSEAD í Fontain- bleau í Frakklandi og IMEDE í Laus- anne í Sviss. IMEDE varð fyrst kunnur á íslandi eftir að farið var að nota verkefni frá skólanum til kennslu í stefnumótun fyr- irtækja í viðskiptadeild Háskóla íslands fyrr á þessum áratug. Arið 1983 kom út bókin In Search of Excellence, sem er talin hafa valdið straumhvörfum í hug- myndum manna um stjórnun fyrir- tækja, en Tom Peters, annar höfunda bókarinnar (og síðar bókarinnar Passion for Excellence), var prófessor við IMEDE um það leyti sem hann skrif- aði bókina. í þessari grein verður fjallað um IMEDE skólann og leitast við að svara þeim spurningum sem beint hefur IMEDE-skólinn er í viröulegum húsakynnum í fallegu umhverfi Lausanne viö verið til greinahöfundar að undanförnu Genfar-vatn. um IMEDE. 50

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.