Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1987, Page 54

Frjáls verslun - 01.06.1987, Page 54
(2 vikur) og Developing World-Class Financial Institutions for the 1990s (1 vika). Nokkur ofantalinna námskeiða eru haldin 2-3svar á ári. Á hverju ári sækja um 900 stjórnendur frá 50 lönd- um námskeið IMEDE af þessu tagi. Meðan styttri námskeiðin standa yfir gefst nemendum í rekstrarhagfræði- deildinni tækifæri til kynna við þátttak- endur, sem eru oftast eldri (25-55 ára) og búa yfir dýrmætri reynslu við stjórn- un fyrirtækja. IMEDE í framtíð Eins og áður segir hefur IMEDE þeg- ar áunnið sér veigamikinn sess meðal rekstrarhagfræðiskóla í Evrópu. Stjórn skólans, sem skipuð er 20 stjórnarfor- mönnum og forstjórum fyrirtækja í Evrópu, hugsar sér að tryggja þá stöðu enn frekar með fjölgun kennara, aukn- um rannsóknar- og ráðgjafastörfum meðal fyrirtækja og byggingu nýs skóla- húss sem þegar er hafin og mun hýsa alla kennslustarfsemi skólans að ári loknu. Áhersla er hins vegar lögð á að fjölgun kennara verði ekki það mikil að hún leiði til deildaskiptingar þeirra eftir fögum og breyti þeirri áherslu sem lögð Nemendur koma víða að úr heiminum. Hér eru tveir nemendur frá Dan- er á samþættingu einstakra faga og mörku og Japan að bera saman bækur sínar. starfsviða í starfi stjórnandans. Aðrar námsbrautir að nýju starfi, á framfæri við fyrirtæki, aðstoða þá við undirbúning að starfs- vali og undirbúa heimsóknir fyrirtækja til skólans. Flestir nemenda kosta nám sitt sjálfir og ráða sig í nýtt starf að loknu námi en tæplega fimmtungur nemenda eru kostaður af vinnuveitend- um sínum og hverfa þangað aftur til starfa um samningsbundinn tíma a.m.k. Þrátt fyrir aðstoð skrifstofunnar hvílir þó megin þunginn við atvinnuleit á nem- endum sjálfum og er oft við ramman reip að draga, enda talið að um 65.000 rekstrarhagfræðingar (MBA) útskrifist á hverju ári í heiminum, þar af um 2.000 í Evrópu. Á endanum er reynslan sú að flestir IMEDE-nemendur hafa tryggt sér vellaunuð störf við sitt hæfi áður en skólaári lýkur. fyrirtækja, þ.e. Managing Finance and Control (2 vikur), Managing Marketing (3 vikur), Managing the Sales Force (1 vika) og Managing Manufacturing (2 vikur). Þá er boðið upp á sérhæft nám- skeið, s.s. Developing Strategic Competence (1 vika), Mobilizing People ÁIMEDE erindi til Islendinga? Ég hygg að þessari spurningu verði tvímælalaust að svara játandi og þá einkum af tveimur ástæðum. I fyrsta lagi verðum við íslendingar sífellt háð- Auk rekstrarhagfræðináms heldur skólinn styttri námskeið, 1-10 vikna, fyrir starfandi stjórnendur fyrirtækja. Alls er um að ræða 10 mismunandi námskeið á hverju ári. Þrjú eru ætluð framkvæmdastjórum fyrirtækja, þ.e. Program for Executive Development (2x5 vikur), Managing Corporate Resources (4 vikur) og Seminar for Executives (3 vikur). Fjögur eru ætluð framkvæmdastjórum starfssviða innan Umræöuhópar er snar þáttur í undirbúningi aö fyrirlestrum. Hér er einn slík- ur aö undirbúa tillögur sinar um fjármögnun verslunarfyrirtækis. Greinar- höfundur er annar frá vinstri (standandi). 54

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.