Frjáls verslun - 01.06.1987, Page 58
utan
Japanir á góöri ieiö meö aö
leggja undir sig Hong Kong
Áður en íbúar Hong
Kong hafa fengið tíma til
að átta sig á hvað verður
um þá þegar Kínverjar
taka yfir smáríkið 1997
verða þeir að taka afstöðu
til síaukinna áhrifa Jap-
ana í bresku krúnuný-
Iendunni. Japönsk stór-
fyrirtæki hafa komið auga
á góð fjárfestingartæki-
færi í nýlendunni og
fjárfesta þar í stórum stíl.
Japanir hafa sérstaklega
augastað á byggingafyrir-
tækjum, bönkum, fast-
eignum og siðast en ekki
síst verksmiðjum, sem
framleiða ódýra vöru til
að vega upp á móti sterku
yeni. Japanir sjá sér
einnig leik á borði að fara
í kringum mögulega
verndartolla Bandaríkja-
manna með því að nota
merkilappann: “Made in
Hong Kong“.
Japönsk fyrirtæki hafa
á síðustu árum haft mikil
umsvif í Hong Kong en
undanfarið hafa þeir stór-
aukið fjárfestingar sínar
og kemur það mörgum á
óvart þegar tekið er tillit
til yfirtöku Kínverja
1997. í Hong Kong eru
25 japanskir bankar og
hafa þeir fjárfest fyrir um
125 milljarða dollara í
smáríkinu. Ef þessi þróun
heldur áfram verða Jap-
anir ráðandi á fasteigna-
markaði og í iðnaði Hong
Kong, þegar Kínverjar
taka yfir 1997.
Nýjung / greiöslukortum
Nýja greiðslukortið frá
American Express hefur
vakið athygli í Bandaríkj-
unum. Með „Optima"
greiðslukortinu fá við-
skitpavinir Amexco yfir-
36 skref til
nýsköpunar
Þeir sem vilja auka
framleiðni og vörugæði
verða fyrst að ýta undir
sköpunarhæfileika sam-
starfsmanna sinna, þar
sem þetta tvennt er ná-
tengt. Til að auðvelda
þetta hefur Princeton
Creative Research Inc.
þróað 36 þrepa stjórnun-
araðferð, sem nú er fáan-
leg í bókarformi: “How to
Create New Ideas: For
Corporate Profit and
Personal Success“. Bóka-
pantanir sendist til:
Eugene Raudsepp, 10
Nassau Street, P.O.- Box
122, Princeton, New
Jersey 08540, Tel.:
609-924-3215. Dæmi-
gerð atriði fyrir þessa
stjómunaraðferð eru:
Árangur hópvinnu getur
verið þýðingarmikill, en
það á ekki að sniðganga
framlag einstakra starfs-
manna fyrir utan hópinn
jafnvel þó þar sé um að
ræða aðrar skoðanir en
hópurinn hefur.
Hvíldarherbergi ætluðu
starfsfólki virkar hvetj-
andi fyrir sköpunarhæfi-
leika fólks.
dráttarheimild og geta
borgað úttektir með af-
borgunum. Fyrir þessa
þjónustu tekur Amexco
5% lægri vexti en bankar
almennt. Optimakortið
verður bara boðið traust-
um viðskiptavinum sem
hafa verið Amexco kort-
hafar í minnst eitt ár.
Amexco tekur nokkuð
hátt iðgjald og mun það
mögulega hefta út-
breiðslu Optimakortsins
(45$ á kort á ári og 3,5%
veltuþóknun til umboðs-
manna Amexco). Við-
brögð VISA Intemational
Inc. sýna að keppinautar
Amexco eru varir um sig,
og hefur VISA t.d. farið
fram á að þær 5500 pen-
ingastofnanir sem eru
tengdar VISA fyrirtækinu
hætti að selja Amexco
þjónustu, þar á meðal
ferðaávísanir American
Express.
.. .og Kínverjar
yfirgefa Hong Kong
Japanir líta björtum
augum á framtíð Hong
Kong, en það er ekki sömu
sögu að segja um efnaðri
Hong Kong Kínverja. Þeir
flytja frá Hong Kong í
síauknum mæli og flestir
fara til Kanada. Fjármála-
sérfræðingar segja að það
sem af er þessu ári hafi
Hong Kong Kínverjar
fjárfest fyrir að meðaltali
200 milljónir dollara á
mánuði í Kanada. Áhrifa-
ríkustu og auðugustu
fjölskyldur í Hong Kong
eru meðal þeirra sem
yfirgefa smáríkið. í Kan-
ada fjárfesta Hong Kong
Kínverjar helst í vefnað-
ar- og olíuiðnaði, bönkum
og fasteignum.
58