Frjáls verslun - 01.03.1988, Page 9
Fréttir
Veitingamaðurinn seldur
— söluverð 25 milljónir króna
Um mánaðamótinn mars
og apríl tóku nýir eigendur,
hjónin Stefán Jóhannsson
og Asta Björg Tómasdóttir,
við rekstri Veitingamanns-
ins.
Að sögn Stefáns Jó-
hannssonar í Veitinga-
manninum mun reksturinn
vera áþekkur og hann var
hjá Kjötmiðstöðinni;
veisluþjónusta og gerð
matarbakka fyrir vinnu-
staði. Meiri áhersla verður
reyndar lögð á pizzugerð,
hrásalöt og fleira í þeim
dúr.
Um tuttugu manns vinna
hjá Stefáni og Ástu „og er
það að mestu sama starfs-
fólk og fyrir eigendaskipt-
inn.“ Stefán segir að full-
komin tæki til matvæla-
gerðar hafi fylgt
kaupunum, „einhver þau
fullkomnustu sem til eru á
landinu.“ Samkvæmt
heimildum Frjálsrar versl-
unar var kaupverð Veit-
ingamannsins 25 milljón-
ir.
Stefán Jóhannsson var
um árabil trommuleikari í
Hljómsveit Ragnars
Bjarnasonar. Þegar hljóm-
sveitin var lögð niður hóf
Stefán störf í söluturni sem
Ragnar Bjarnason festi
kaup á. Síðar keyptu Stef-
án og Ásta skyndibitastað-
inn og söluturninn Kandís í
Breiðholti. Þau hjónin
ráku Kandís þar til þau
festu kaup á Veitinga-
manninum.
Samhliða Veitinga-
manninun rak Kjötmið-
stöðin veislusalinn Goð-
heima við Sigtún en hann
hefur einnig verið seldur.
Samkvæmt heimildum
Frjálsrar verslunar er
Benedikt Backman, bróðir
Hrafns Backmans í Kjöt-
miðstöðinni nýi eigandi
veislusalarins.
Útgjöld til félagsmála hækka
Útgjöld ríkissjóðs urðu
51.688 milljarðar króna á
árinu 1987 eða 28.9%
hærri en árið 1986. Til
samanburðar má nefna að
þjóðarframleiðslan er talin
hafa hækkað um 31% milli
ára en framfærsluvísitalan
um tæp 19%.
Á útgjaldahliðinni urðu
verulegar áherslubreyt-
ingar að því er fram kemur
í Hagtölum mánaðarins.
Útgjöld til félags-,
mennta-, menningar-,
kirkju-, heilbrigðis- og
húsnæðismála hækkuðu
um 36.7% á milli ára en út-
gjöld til atvinnumála
hækkuðu aðeins um 11%.
Niðurgreiðslur á vöru-
verði hækkuðu um 17%
eða heldur minna en fram-
færsluvísitalan en uppbæt-
ur á útfluttar landbúnaðar-
afurðir hækkuðu um 31% á
milli ára. Önnur útgjöld til
Útgjöld til atvinnumála lækka.
landbúnaðarmála lækkuðu
um 5%.
Útgjöld til útvegsmála
hækkuðu aðeins um 3.6%
á milli ára og greiðslur til
iðnaðar-og orkumála lækk-
uðu um 22% en þess má
geta að ríkissjóður hefur á
móti yfirtekið skuldir úr
orkugeiranum. Sé tekið til-
lit til þeirra skuldbyndinga
hefðu útgjöld til iðnaðar-
og orkumála hækkað um 7-
15% á milli ára.
9