Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1988, Qupperneq 9

Frjáls verslun - 01.03.1988, Qupperneq 9
Fréttir Veitingamaðurinn seldur — söluverð 25 milljónir króna Um mánaðamótinn mars og apríl tóku nýir eigendur, hjónin Stefán Jóhannsson og Asta Björg Tómasdóttir, við rekstri Veitingamanns- ins. Að sögn Stefáns Jó- hannssonar í Veitinga- manninum mun reksturinn vera áþekkur og hann var hjá Kjötmiðstöðinni; veisluþjónusta og gerð matarbakka fyrir vinnu- staði. Meiri áhersla verður reyndar lögð á pizzugerð, hrásalöt og fleira í þeim dúr. Um tuttugu manns vinna hjá Stefáni og Ástu „og er það að mestu sama starfs- fólk og fyrir eigendaskipt- inn.“ Stefán segir að full- komin tæki til matvæla- gerðar hafi fylgt kaupunum, „einhver þau fullkomnustu sem til eru á landinu.“ Samkvæmt heimildum Frjálsrar versl- unar var kaupverð Veit- ingamannsins 25 milljón- ir. Stefán Jóhannsson var um árabil trommuleikari í Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar. Þegar hljóm- sveitin var lögð niður hóf Stefán störf í söluturni sem Ragnar Bjarnason festi kaup á. Síðar keyptu Stef- án og Ásta skyndibitastað- inn og söluturninn Kandís í Breiðholti. Þau hjónin ráku Kandís þar til þau festu kaup á Veitinga- manninum. Samhliða Veitinga- manninun rak Kjötmið- stöðin veislusalinn Goð- heima við Sigtún en hann hefur einnig verið seldur. Samkvæmt heimildum Frjálsrar verslunar er Benedikt Backman, bróðir Hrafns Backmans í Kjöt- miðstöðinni nýi eigandi veislusalarins. Útgjöld til félagsmála hækka Útgjöld ríkissjóðs urðu 51.688 milljarðar króna á árinu 1987 eða 28.9% hærri en árið 1986. Til samanburðar má nefna að þjóðarframleiðslan er talin hafa hækkað um 31% milli ára en framfærsluvísitalan um tæp 19%. Á útgjaldahliðinni urðu verulegar áherslubreyt- ingar að því er fram kemur í Hagtölum mánaðarins. Útgjöld til félags-, mennta-, menningar-, kirkju-, heilbrigðis- og húsnæðismála hækkuðu um 36.7% á milli ára en út- gjöld til atvinnumála hækkuðu aðeins um 11%. Niðurgreiðslur á vöru- verði hækkuðu um 17% eða heldur minna en fram- færsluvísitalan en uppbæt- ur á útfluttar landbúnaðar- afurðir hækkuðu um 31% á milli ára. Önnur útgjöld til Útgjöld til atvinnumála lækka. landbúnaðarmála lækkuðu um 5%. Útgjöld til útvegsmála hækkuðu aðeins um 3.6% á milli ára og greiðslur til iðnaðar-og orkumála lækk- uðu um 22% en þess má geta að ríkissjóður hefur á móti yfirtekið skuldir úr orkugeiranum. Sé tekið til- lit til þeirra skuldbyndinga hefðu útgjöld til iðnaðar- og orkumála hækkað um 7- 15% á milli ára. 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.