Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1988, Side 10

Frjáls verslun - 01.03.1988, Side 10
Fréttir Bifreiðir í fjármögnunarleigu: Nýjar reglur hækka skattstofn um nokkur hundruð þúsund kr. Hætt er við að ýmsum hafi brugðið í brún þegar reglur ríkisskattstjóra um fyrningu fólksbifreiða, sem fengnar hafa verið í gegn- um fjármögnunarleigur, litu dagsins ljós í mars síð- astliðnum. Hér er um að ræða fólksbifreiðar sem notaðar eru í atvinnu- rekstri að leigubifreiðum og bílaleigubílum undan- skildum. Verða nýju regl- urnar til þess að skattstofn fyrirtækis vegna hverrar bifreiðar, sem keypt er með fjármögnunarleigu, getur hækkað um nokkur hundruð þúsund krónur á ári miðað við óbreyttar reglur. Nýju reglurnar fela það í sér að leigutaka er ekki lengur heimilt að færa út- gjöld vegna fjármögnunar- leigunnar til gjalda heldur getur hann reiknað sér fyrningar og vaxtakostnað. Kostnaðarverð bifreiðar- innar verður því bæði stofn til fyrningar hjá leigusala og leigutaka. Hjá leigutak- anum skal fyrningarhlut- fall vera 10% af því verði sem fjármögnunarleigufyr- irtækið greiðir fyrir bif- reiðina. Sú ákvörðun hefur Þau mistök urðu í síð- asta tölublaði Frjálsrar verslunar að rangt var far- ið með föðurnafn Oddrúnar Kristjánsdóttur fram- kvæmdastjóra afleysinga- og ráðningarþjónustunnar Liðsauka hf. I myndatexta verið tekin fyrir árið 1987 að vextir skuli reiknast 8% af fyrningargrunni. Eftirfarandi dæmi sýnir hvað er um að ræða. Fjár- mögnunarfyrirtæki kaupir bifreið á 1 milljón krónur. Kaupin fara fram á miðju ári og hefst þá leigutími sem stendur í 3 ár. Mánað- og fyrirsögn var hún sögð Björnsdóttir en í greininni sjálfri kom fram rétt föður- nafn. Þessi mistök leiðrétt- ast hér með og eru hlutað- eigendur beðnir velvirð- ingar á þeim. arlegt leigugjald er 42.250 krónur og breytist það í samræmi við lánskjara- vísitölu. Gengið er út frá því að verðlag hækki að meðaltali um 20% á ári og raunvextir séu að meðal- tali 8% á ári. í þessu dæmi lækka frá- dráttarbær gjöld hjá leigu- taka úr 264.320 krónum í 140.000 krónur á 1. ári. Munurinn er ekki meiri vegna þess að aðeins er um hálft ár á ræða. Ef bifreiðin hefði verið keypt og leigð út í byrjun árs hefði munur- inn strax orðið meiri. Mis- munurinn segir fyrst til sín á öðru ári en þá verða reiknuð fyrning og vextir 206.400 krónur en heild- arleigugreiðslur verða 614.370 krónur. Munurinn er því 407.970 krónur sem þýðir að skattstofn við- komandi hækkar um þá upphæð. A þriðja ári lækk- ar gjaldaliðurinn úr 749.450 krónum í 236.160 og á fjórða ári úr 434.424 krónum í 221.184 krónur. Af þessu sést að gjaldaliðir vegna bifreiðarinnar eru lækkaðir um nokkur hundruð þúsund á ári. I skattalegu tilliti hafa í aðalatriðum gilt þær meg- inreglur varðandi fjár- mögnunarleigusamninga að leigusali (fjármögnun- arfyrirtæki) hefur eignfært leigumuninn. Leigusalinn hefur þannig nýtt skatta- legar fyrningar vegna leigumunarins og talið til tekna heildartekjur á samningstímabilinu. Leigutakinn hefur hins vegar fært leigugjaldið að fullu til gjalda á samnings- tímabilinu. Með sérstökum lögum sem sett voru í byrj- un þessa árs ber að tak- marka leigugreiðslurnar til gjalda sé leigumunurinn fólksbifreið. Gildir þetta aftur fyrir sig vegna tekna og eigna ársins 1987. Varðandi bifreiðar sem að hluta til eru notaðar í atvinnurekstri eða sjálf- stæðri starfsemi kveða nýju reglurnar á um það að ekki megi gjaldfæra leigu- greiðslur. Við ársuppgjör á heildarrekstrarkostnaði slíkra bifreiða ber að reikna með fastri ársfyrn- ingu sem er vegna skatt- framtals 1988, 52.854 krónur. Vaxtakostnaður heimilast ekki til frádrátt- ar. Leiðrétting 10

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.