Frjáls verslun - 01.03.1988, Page 12
Fréttir
Herrahúsið I nýtt húsnæði
— Fullbúið kostar húsið um 20.3 milljónir
eigandi að Herrahúsinu en
meðeigandi er Guðgeir
Þórarinsson klæðskera-
meistari.
Þorvaröur Amason framkvæmdastjóri
Nú í maí flytur Herrahús-
ið í nýtt húsnæði við
Laugaveg 47. Húsið er á
fjórum hæðum, alls um
800 fermetrar að stærð.
Það er byggt á eignarlóð
Herrahússins og er áætlað
að húsið kosti fullbúið um
20.3 milljónir króna. Hús-
ið er reyndar byggt við og
ofan á verslunina Adam
sem er í eigu Herrahúss-
ins. Báðar verslanirnar
verða nú reknar undir
sama þaki. Herrahúsið við
Bankastræti verður rekið
áfram fram á mitt sumar en
þá verður verslunin þar
lögð niður.
„Við höfum átt þessa lóð
frá 1974 og það hefur alltaf
staðið til að við byggðum
þar enda vorum við í leigu-
húsnæði í Bankastrætinu.
Við teljum að við getum
veitt betri þjónustu með
því að hafa báðar verslan-
irnar á einum stað auk þess
sem skrifstofur fyrirtækis-
ins verða á rishæðinni.
Laugavegurinn er einnig
vaxandi verslunarsvæði í
borginni ekki síst með til-
komu nýrrar íbúðabyggðar
í grenndinni," sagði Þor-
varður Arnason fram-
kvæmdastjóri Herrahúss-
ins í samtali við Frjálsa
verslun. Þorvarður er aðal-
og Adam undir einu þaki.
Herrahúsið er með eldri
herrafataverslana í borg-
inni. Það var stofnað upp-
haflega árið 1965 til þess
að selja framleiðslu Sport-
vers sem saumaði meðal
annars Kóróna fötin sem
nutu mikilla vinsælda á
sínum tíma. Sportver varð
hins vegar að láta undan
síga í samkeppninni við
innfluttan fatnað eins og
fleiri fyrirtæki í fatafram-
leiðslu.
Því var aðaláherslan
lögð á verslunina enda er
samkeppni í verslun með
tískufatnaði ekki síður
harðari en í framleiðslu
hans. En hvernig fara
verslanir að því að lifa
þessa ströngu samkeppni?
Að sögn Þorvarðar byggist
það fyrst og fremst á því að
vera með góð viðskipta-
sambönd erlendis. „Við
kappkostum að selja gæða-
vöru á góðu verði og það
laðar viðskiptavinina að.
Meðal framleiðenda í
Evrópu sem Herrahúsið og
Adam selja vörur frá eru
Van Gils í Belgíu, Marzotto
á Ítalíu og Falbe Hansen í
Danmörku. „Þetta eru allt
vörur sem eru framleiddar
í Vestur-Evrópu en ekki í
Austur-Evrópu eða í Aust-
urlöndum. Þótt ýmsir
þekktir fataframleiðendur
hafi brugðið á það ráð að
láta framleiða fyrir sig í
Austur-Asíu hefur reynst
erfitt að halda sömu gæð-
um á framleiðslunni og í
Vestur-Evrópu,“ sagði Þor-
varður.
12