Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1988, Qupperneq 12

Frjáls verslun - 01.03.1988, Qupperneq 12
Fréttir Herrahúsið I nýtt húsnæði — Fullbúið kostar húsið um 20.3 milljónir eigandi að Herrahúsinu en meðeigandi er Guðgeir Þórarinsson klæðskera- meistari. Þorvaröur Amason framkvæmdastjóri Nú í maí flytur Herrahús- ið í nýtt húsnæði við Laugaveg 47. Húsið er á fjórum hæðum, alls um 800 fermetrar að stærð. Það er byggt á eignarlóð Herrahússins og er áætlað að húsið kosti fullbúið um 20.3 milljónir króna. Hús- ið er reyndar byggt við og ofan á verslunina Adam sem er í eigu Herrahúss- ins. Báðar verslanirnar verða nú reknar undir sama þaki. Herrahúsið við Bankastræti verður rekið áfram fram á mitt sumar en þá verður verslunin þar lögð niður. „Við höfum átt þessa lóð frá 1974 og það hefur alltaf staðið til að við byggðum þar enda vorum við í leigu- húsnæði í Bankastrætinu. Við teljum að við getum veitt betri þjónustu með því að hafa báðar verslan- irnar á einum stað auk þess sem skrifstofur fyrirtækis- ins verða á rishæðinni. Laugavegurinn er einnig vaxandi verslunarsvæði í borginni ekki síst með til- komu nýrrar íbúðabyggðar í grenndinni," sagði Þor- varður Arnason fram- kvæmdastjóri Herrahúss- ins í samtali við Frjálsa verslun. Þorvarður er aðal- og Adam undir einu þaki. Herrahúsið er með eldri herrafataverslana í borg- inni. Það var stofnað upp- haflega árið 1965 til þess að selja framleiðslu Sport- vers sem saumaði meðal annars Kóróna fötin sem nutu mikilla vinsælda á sínum tíma. Sportver varð hins vegar að láta undan síga í samkeppninni við innfluttan fatnað eins og fleiri fyrirtæki í fatafram- leiðslu. Því var aðaláherslan lögð á verslunina enda er samkeppni í verslun með tískufatnaði ekki síður harðari en í framleiðslu hans. En hvernig fara verslanir að því að lifa þessa ströngu samkeppni? Að sögn Þorvarðar byggist það fyrst og fremst á því að vera með góð viðskipta- sambönd erlendis. „Við kappkostum að selja gæða- vöru á góðu verði og það laðar viðskiptavinina að. Meðal framleiðenda í Evrópu sem Herrahúsið og Adam selja vörur frá eru Van Gils í Belgíu, Marzotto á Ítalíu og Falbe Hansen í Danmörku. „Þetta eru allt vörur sem eru framleiddar í Vestur-Evrópu en ekki í Austur-Evrópu eða í Aust- urlöndum. Þótt ýmsir þekktir fataframleiðendur hafi brugðið á það ráð að láta framleiða fyrir sig í Austur-Asíu hefur reynst erfitt að halda sömu gæð- um á framleiðslunni og í Vestur-Evrópu,“ sagði Þor- varður. 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.