Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1988, Side 16

Frjáls verslun - 01.03.1988, Side 16
Samtíðarmaður TEXTI: ÞORSTEINN G. GUNNARSSON MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON Tryggvi Pálsson er maður nýrra tíma í íslenskum bankamálum. Ég fer ingar f — Rætt við Tryggi Tryggvi Pálsson er maður nýrra tíma í íslenskum bankamálum. Hann tilheyrir nýrri kynslóð manna sem er að taka við forystu í fjármálaheiminum. Eftir framhaldsnám í hagfræði tók hann til starfa í Landsbankanum og vann þar síðast sem framkvæmdastjóri fjár- málasviðs. Tryggvi þótti störfum sín- um vaxinn innan Landsbankans og kom fáum á óvart að hann skyldi koma til álita í bankastjórastöðu Lands- bankans þegar ljóst var að Jónas Har- alz mundi láta af starfinu. En Tryggvi fékk ekki nægan stuðning flokksfor- ystu Sjálfstæðisflokksins, hann varð undir í baráttu sem sumir kalla póli- tíska refskák. Sverrir Hermannsson fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðis- flokksins fékk stöðuna. Þegar sú nið- urstaða lá fyrir bauð bankaráð Verzl- unarbankans Tryggva Pálssyni stöðu bankastjóra við bankann. Tryggvi Pálsson er samtímamaður Frjálsrar verslunar. Ráðning Tryggva til Verzlun- arbankans gekk fljótt fyrir sig og hann dvaldi ekki lengi í Landsbankanum eftir að hann var ráðinn til Verzlunarbankans. Kom ekki annað til greina en að yfirgefa Landsbankann eftir að hafa verið und- ir í baráttunni um bankastjórastólinn? Tryggvi segir að þess beri að gæta að hann hafi verið búinn að starfa við Landsbankann í 12 ár „og því fannst mér eðlilegt að skoða hug minn á þessum tímamótum. Ég hafði fengið nokkur tilboð og var stöðuhækkun innan Landsbankans meðal þeirra. 16

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.