Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1988, Síða 19

Frjáls verslun - 01.03.1988, Síða 19
deild Seðlabankans hjá Kristni Hall- grímssyni og það kom vel til greina að ég sækti um starf þar að náminu loknu án þess að nokkuð væri ákveðið í þeim efnum.“ En þekktist þú starfið sem Jónas Haralz bauð þér í anddyri Westbury hótelsins? „Ég þekktist ekki boðið þarna í anddyrinu. Jónas bað mig urn að hugsa málið og næstu mánuðina á eft- ir skrifuðumst við á og það var mjög gaman að fá bréf frá honum því hann var fullur áhuga á verkefnunum sem fram undan voru og á endanum var það afráðið að ég tæki stöðuna að mér. Ég var ráðinn til bankans 1. mars 1976 en hélt þó áfram námi í skólanum; ég var með námskeið við skólann og tók að mér dálitla kennslu. Urn vorið hóf ég svo störf við bankann og byrjaði á því að heimsækja banka gegnum þau sambönd sem Jónas Har- alz og Landsbankinn höfðu erlendis. Ég dvaldi lengi hjá National West- minster Bank en einnig hjá Royal Bank of Scotland, Bank of England og fleiri bönkum. Ég var nokkrar vikur í þessum heimsóknum og voru þær ákaflega gagnlegar. Þessir bankar voru löngu búnir að taka upp ýmislegt Allir voru nánast hokrandi í sínu hólfi á markabinum sem við tókum ekki upp fyrr en ára- tugi síðar, svo sem kröfukaup og fjár- mögnunarleigu. Um sumarið kom ég heim til vinnu. Ég fór reyndar aftur út um haustið og þá í kynnisferð til Norðurlandanna. Samtals var ég úti í níu vikur og heimsótti fjóra banka sem var einnig ákaflega gagnlegt. Og um haustið hófst uppbyggingarstarfið í Landsbankanum. Jón ívarsson og Guðjón Skúlason unnu með mér að verkefninu í upphafi og var hópvinnan mjög skemmtileg. Við gengum í verk- efnið af hugsjón og eldmóði." Tryggvi var forstöðumaður hagfræði- og áætlunardeild- ar Landsbankans fram til ársins 1984. I desember það ár fóru fram nokkrar skipulagsbreytingar innan Landsbankans. Þær leiddu af sér stofnun fjármálasviðs sem Tryggvi veitti síðan forstöðu þar til hann lét af störfum við Landsbankann 3. mars síðastliðinn. Tryggvi segir árin 12 í Landsbankanum góðan tíma — en hverjar voru helstu breyting- arnar á íslenska bankakerfinu á þess- um tíma? „Þær voru mjög miklar og Bankastjórar Verzlunarbankans, Kristján Oddsson, Tryggvi Pálsson og Höskuldur Ólafsson. 19

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.