Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1988, Síða 21

Frjáls verslun - 01.03.1988, Síða 21
Samtíðarmaður Bankaráð Verzlunarbankans er fljótt má hiklaust tala um stökkbreytingar. Ég tel að rekja megi helstu breyting- arnar frá desembermánuði 1983. Bankakerfið sem var við lýði fyrir þann tíma einkenndist af miklum höft- um á allri fjármálastarfsemi og var hugarfarið í anda þeirra. Menn töldu allt bannað annað en það sem beinlínis var leyft lögum samkvæmt. Nú er hugarfarið annað og inenn telja allt leyfilegt nema það sem bannað er með lögum. Fyrir þennan tíma bjugg- um við í þjóðfélagi þar sem mikil að- greining ríkti milli atvinnugreina. Allir voru nánast hokrandi í sínu hólfi á markaðinum og kerfið einkenndist af mikilli skriffinnsku. Reyndar var ég fyrir þessa breytingu ritari starfsskil- yrðanefndar sem Jóhannes Nordal var formaður fyrir. Nefndin átti að bera saman starfsskilyrði iðnaðar, sjávarútvegs og landbúnaðar. Nefnd- in skilaði áliti sínu í janúar 1982 og skoðaði hún aðstöðumun og verð- myndunarskilyrði atvinnugreinanna að taka ákvarðanir enda tók ráðning mín ekki nema nokkra daga. sem hafa breyst verulega frá því sem var á tímum nefndarinnar.“ Hverjar eru helstu breytingarnar? Það hefur heldur dregið úr stýringu og mismunun ríkis- ins. Tekjuöflun hins opin- bera, framlög og þjónusta hefur breyst að því leyti að nú er ekki leng- ur greint eins mikið á milli aðila eftir atvinnugreinum. Lánsfjármarkaður- inn hefur þó breyst einna mest. Við lýði var kerfi sem var ákaflega illa farið vegna neikvæðra raunvaxta en ástandið var einna verst á verðbólgu- árunum 1972 til 1976. Þá var fólki ekki akkur í því að eiga fé í bönkum, raun- vextirnir voru það neikvæðir á þess- um tíma að menn gátu tapað fjórðungi sparifjár síns á einu ári þrátt fyrir við- bót vaxta. Tími sparifjárrýrnunarinn- ar var afar slæmt tímabil. Frjáls ráð- stöfun fjár til lántakenda var erfið eða jafnvel ómöguleg. Eldri fyrirtæki og frumatvinnugreinarnar gengu fyrir lánum. Afurðalánin með endursölu í Seðlabanka sáu til þess að frum- vinnslugreinarnar, landbúnaður og sjávarútvegur, fengu sjálfvirkt að- gang að fé sem auk þess var niður- greitt. Þess vegna varð lánakerfið uppspretta mikillar mismununar. A þessuin tíma var einnig mikil mismun- un hjá fjárfestingarlánasjóðunum. Sumir sjóðir nutu meiri framlaga frá því opinbera en aðrir og gátu niður- greitt fé sitt. Árið 1975 var farið að reyna að samræma útlánskjör fjár- festingarlánasjóðanna og fjármagns- kostnað þeirra. Þetta voru nauðsyn- legar ráðstafanir því finna mátti sjóði sem hreinlega voru að þorna upp. Og það sama átti við um lífeyrissjóðina. S Aþeim árum sem liðin eru hefur bæði orðið mikil jöfn- un á starfsskilyrðum at- vinnugreina og í vaxandi mæli eru stjórnendur fyrirtækja farnir að líta á 21

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.