Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1988, Page 24

Frjáls verslun - 01.03.1988, Page 24
Samtiðarmaður magnsmarkað því framboð bankanna og verðbréfafyrirtækjanna er sífellt að líkjast hvert öðru. Það hefur þekkst í nokkurn tíma að bankar greiði misjafna ávöxtun eftir binditíma fjárins og nú er farið að bera á því að greiddir séu hærri vextir á hærri upp- hæð, óháð binditíma. Þetta fyrir- komulag hefur lengi þekkst erlendis en nú virðist að þeir sem eru með háar innistæður geti fengið betri kjör með sérsamningum við verðbréfafyr- irtæki og banka. Þetta er óumflýjan- leg þróun.“ Hvað þýðir þetta? „í heildina þýðir þetta að gjafvaxta- skeiðinu er lokið og bankarnir verða þar af leiðandi að gæta meiri hags í Vonandi fer ást okkar á steinsteypu dvínandi rekstri sínum og reyna að auka velt- una til að hafa úr stærri upphæðum að spila. Þetta á að þýða að innlán halda áfram að aukast umfram verðbólgu og um leið nálgast jafnvægið milli fram- boðs og eftirspurnar. Það jafnvægi verður samt aldrei þannig að hver sem er geti fengið hvaða lán sem er. Ætíð þarf að meta greiðslugetu þess er lánið tekur og hversu skynsamlegt það er fyrir lánadrottinn að leggja fé í framkvæmdina. Þetta verður vænt- anlega til þess að arðsemi fjárfestinga hér á landi mun aukast og vonandi erum við að losna úr því tímaskeiði er menn gátu orðið ríkir á nánast hvaða fjárfestingu sem var. að virðast fáir geta varist tárum þegar hugsað er til húsnæðismálanna en mín tár falla frekar vegna þess að ég sé eftir þeim peningum sem fara í allt þetta húsnæði og þá gengdarlausu fjárfest- ingu í innbúi og innanstokksmunum sem steinsteypan leiðir af sér. Ég tel að við Islendingar höfum lagt allt of mikið fjármagn í fasteignir og vonandi fer ást okkar á steinsteyp- unni að dvína. Þjóðin væri mun betur sett ef við hefðum lagt meira í mark- aðsöflun, framleiðslutæki og þjálfun og menntun starfsfólks." Hvað með fjárfestingarlánasjóð- ina? Villt þú þá meina að þeir þurfi endurskoðunar við? „Fjárfestingarlánasjóðirnir hafa staðnað að mínu áliti. Við erum með nítján fjárfestingarlánasjóði og þeir eru börn síns tíma. Sjóðirnir eru yfir- leitt með starfssvið sem tengist ákveðinni atvinnugrein og tilgreint nákvæmlega hvaða framkvæmdum er sinnt. Ég er viss um að fjárfestingarlána- sjóðirnir eiga eftir að taka miklum breytingum. Þeim á eftir að fækka. Sumir sjóðanna hafa þegar tekið við sér og breikkað starfssvið sitt og tek- ið upp nýja þjónustu, eins og Iðnlána- sjóður hefur gert. Iðnþróunarsjóður gekkst fyrir stofnun fjárfestingarfé- lagsins Draupnis og merkja má fleiri breytingar hjá fjárfestingarlánasjóð- unum en það á mikið eftir að gerast þar. Ég tel að bankarnir eigi í mörgum tilfellum að geta yfirtekið starfsemi „Það er ætlun okkar í Verzlunar- bankanum að byggja upp sérstöðu!“ fjárfestingarlánasjóðanna. Rekstrar- lán hafa einkennt lánastarfsemi ís- lenskra banka, þá hefur skort fé til annars. Ég held að eftir því sem styrkur bankanna eykst eigi þeir að fara meira út í fjárfestingarlán. Það er lengi hægt að tíunda breytingar síð- ustu ára í bankakerfinu en markvert þykir mér að bankar voru stofnanir þar sem bankastjórar gátu setið og beðið eftir lántakendum. Það var auð- velt fyrir þá að segja já og nei. Svörin fóru eftir tryggingunum sem í boði voru og helst voru veitt lán þar sem áhættan var lítil sem engin. ✓ þessum tíma hugsuðu, bankastjórar nær eingöngu um útlán og margir töldu að þeir væru fyrst og fremst ráðnir til að sjá um útlán. Breytingin varð hins- vegar um leið og samkeppni bank- anna hófst um innlán og aðra þjón- ustu. Núna þarf athygli stjórnenda ekki síður að beinast að innlánum en útlánum. Og athyglin beinist að fleiri þáttum. Það þarf að huga að markað- smálum og vöruþróun. Við þurfum að geta boðið þá þjónustu sem viðskipta- vinurinn þarf hverju sinni og helst þurfum við að vera á undan viðskipta- vininum að sjá hvar þörfin kemur til með að verða. Bankarnir verða að fylgjast vel með gæðum þjónustunn- ar. Hún þarf alls staðar að vera jafn góð og allar upplýsingar sem starfs- menn bankans gefa þurfa og eiga að vera réttar. Til þess að ná settum markmiðum er starfsfólkið orðið enn- þá mikilvægara en það var áður og allir starfsmenn bankans, yfirstjórn- endur sem aðrir, þurfa nú að vera sölumenn. í því sambandi má ekki gleyma að bankinn verður að hafa eitthvað til að selja. Það er gott og blessað að skapa góða ímynd með auglýsingum, fallegum útibúum og vönduðum skrifstofubúnaði en til þess að banki geti starfað þarf hann að hafa eitthvað að selja. Vænlegasta leiðin er að aðgreina arðbærustu markhópana og sníða þjónustuna að þeim. Það er ætlun okkar í Verzlunarbankanum að byggja upp sérstöðu!" 24

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.