Frjáls verslun - 01.03.1988, Qupperneq 30
Sjávarútvegur
íslandi boðin aðild að EB
Um það leyti sem við gengum frá samn-
ingum við EFTA var íslandi og öðrum
aðildarlöndum samtakanna, boðin aðild að
Evrópubandalaginu. Hófust viðræður í lok
árs 1970 undir forystu Gylfa Þ. Gíslasonar
þáverandi viðskiptaráðherra.
Strax var því slegið föstu af íslands
hálfu að bein aðild að EB kæmi ekki til
greina. Olli þar mestu um ákvæði Rómar-
samningsins um frjálst flæði vinnuafls og
fjármagns á milli landanna auk þess sem
íslendingar voru ekki reiðubúnir að veita
útlendingum aðild að okkar fiskiauðlind-
um, eins og áður var að vikið. Hins vegar
lagði ríkisstjórnin áherslu á að ná sam-
komulagi sem varðveitti hefðbundin
tengsl milli íslands og Evrópu, að fríversl-
unin næði til allra sjávarafurða og síðast en
ekki síst: að sömu skilmálar yrðu settir og
voru í samningi íslands og EFTA.
Viðræðumar stóðu í hálft annað ár og
var samningur við EB undirritaður 22. júlí
1972. Jafnframt var undirrituð sérstök
bókun vegna fiskveiðideilunnar, sem þá
stóð yfir við Breta og V-Þjóðverja. Kom
ákvæði Bókunar 6 til framkvæmda 1. júlí
1976, eftir að samningar í landhelgisdeil-
unum höfðu náðst.
Þessi Bókun 6 þýddi einhliða tollfríðindi
á innflutningi einstakra sjávarafurða til
ríkja Evrópubandalagsins. Má þar nefna
freðfiskflök, lýsi, niðursoðin hrogn, fiski-
mjöl, skelfisk og kavíar. Eins og áður
sagði höfðum við sótt um slík fríðindi á
öllum sjávarafurðum, en ekki tókst að ná
því öllu fram. Hins vegar var samið um
verulega lækkun tolla á fjórum árum á
ísvörðum karfa, þorski, ýsu og ufsa auk
niðursoðinnar síldar.
Þessi samningur við Evrópubandalagið
hafði gífurleg áhrif á útflutning okkar til
Evrópu enda um 70% heildarútflutnings
landsmanna til þessara svæða án tolla eða
með afar litlum hindrunum.
Landamæri þurrkuð út
Síðan þessir samningar voru gerðir
fyrir hálfum öðrum áratug síðan er mikið
vatn runnið til ‘ jávar. Skömmu eftir að við
gengum frá samningum við EB gengu
Bretland, Danmörk og írland í Evrópu-
bandalagið. Norsk stjórnvöld ætluðu að
leiða Noreg sömu leið en því var hafnað í
þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1973. Grikk-
land fékk svo inngöngu árið 1981 og loks
Spánn og Portúgal fimm árum síðar. Þar
með eru aðildarríkin orðin 12 talsins og
flölgað um helming frá því við gerðum okk-
ar samninga.
Ekki einasta er Evrópubandalagið
stærra heldur hafa á síðustu árum bæst
við ríki sem eru afar mikilvæg viðskipta-
ríki íslendinga í verslun með saltfisk. Má
til dæmis nefna að Portúgal hefur verið 3.
mikilvægasta viðskiptaland okkar, næst á
eftir Bandaríkjunum og Sovétríkjunum.
Saltfiskur hefur verið um 15% af útflutn-
ingi landsmanna og nú fara um 90% hans til
EB landa. Tollur á saltfisk hjá banadalag-
inu hefur verið um 13% en mun lægri á
tiltekinn kvóta sem ákveðinn er frá ári til
árs. Útflutningur íslands á þessari mikil-
vægu afurð hefur rúmast innan þessa
kvóta en nú er ljóst að hann er allt of lítill
sem hefur í för með sér minna verð fyrir
okkar útflutning. Spurning er hvernig við
viljum mæta þeim nýju aðstæðum.
Flestir eru sammála um að ef við ís-
lendingar viljum ná hagstæðari samning-
um við EB, sérstaklega varðandi saltfísk-
inn af fyrrgreinum ástæðum, verðum við
að veita Evrópubandalaginu fiskveiðirétt-
indi innan íslenskrar fiskveiðilandhelgi í
staðinn. Ekki virðast hins vegar mörg
teikn á lofti sem benda til að slfkt verði
heimilað enda verið að draga úr veiðiheim-
ildum íslenskra skipa og því vart á bætandi
að hleypa útlendum skipum inn fyrir mörk-
in.
Til að forvitnast um viðhorf manna í
þessum efnum snerum við okkur til
tveggja sérfræðinga á þessu sviði og innt-
um þá álits á því hvað íslendingum bæri að
gera gagnvart hinu endumýjaða og þrótt-
mikla Evrópubandalagi. Friðrik Pálsson
forstjóri SH er þessum hnútum gjörkunn-
ugur, bæði í núverandi starfi sínu en ekki
síður frá þeim tíma sem hann var fram-
kvæmdastjóri Sölusambands íslenskra
fiskframleiðenda. Sveinn Björnsson starf-
ar í viðskiptadeild utanríkisráðuneytisins
og var hann einkum spurður út í þá sálma
sem lúta að tollaívilnunum vegna samn-
inga okkar við EFTA og EB og hvaða
afleiðingar innganga Portúgals og Spánar
hafði fyrir okkar viðskipti á Evrópumörk-
uðum.
Gámar
Útvegum nýja og notaða frysti- og kæligáma
(containers) 20 og 40 feta.
Leigjum einnig út 20 feta kæli- og frystigáma.
Bakkavör hf.
Mýrargötu 2,101 Reykjavík,
sími (91)-25775
30