Frjáls verslun - 01.03.1988, Page 32
Sjávarútvegur
réttindum. Evrópubandalagið er risi í
menningarlegu og viðskiptalegu tilliti og
það hlýtur að vera styrkur fyrir smáþjóð
að hafa góð samskipti við hann. EB hleypti
Grikklandi, Spáni og Portúgal inn fyrir sína
virkismúra, ekki endilega vegna við-
skiptalegra sjónarmiða heldur byggðist
það á þeim pólitíska vilja að hafa þessar
þjóðir í hinu miðevrópska þjóðarsamfé-
lagi.“
Eins og áður hefur komið fram er samn-
ingurinn við EB mjög hagstæður og því
hlýtur sú spuming að vakna hvort ekki
þurfi að fóma miklu af okkar hálfu til að ná
enn betri samningi. Hvað segir forstjóri
SH um það?
„Einmitt, því megum við ekki gleyma
að samningurinn er okkur íslendingum
mjög hagstæður og í raun náðum við fram
flestu af því sem fólst í upphaflegum hug-
myndum þegar gengið var til viðræðna.
Jú, vitaskuld þurfum við að horfast í augu
við þá staðreynd að einhvers konar tilslak-
anir varðandi veiðar erlendra skipa í land-
helginni er það sem við yitum að farið
verður fram á ef við viljum ná hagstæðari
samningum. Allt frá dögum landhelgis-
stríða hefur ekki mátt minnast á slíka hluti
enda viðkvæmt pólitískt mál eftir alla þá
baráttu sem við þurftum að heyja til að fá
yfirráð yfir fiskimiðunum við landið.
* .......... 111 ..................
Netagerð
Vestflarða hf.
Sími 94-3413, ísafirði,
Utibú Hvammstanga
sími 95-1710
Afgreiðum með eins stuttum
fyrirvara og mögulegt er
RÆKJUVÖRPUR
og
FISKITROLL.
Höfum ávallt fyrirliggjandi:
LÁSA, KEÐJUR og VÍRA
og annað til togveiða.
- ----------------------------------
En þá má spyrja á móti: Ráðum við al-
gerlega yfir okkar fiskimiðum? Það er op-
inbert leyndarmál að æ stærri hluti ís-
lenskra skipa landa hluta eða öllum afla
sínum erlendis. Auðvitað er nokkur eðlis-
munur á þessu fyrirkomulagi og því ef
útlendingar væru með eigin skip að veið-
um hér á heimaslóð. Munurinn er sá að
íslenskir sjómenn draga aflann úr sjó en
vinnslan fer fram erlendis, veitir útlendu
verkafólki atvinnu og hagnaðurinn af veið-
unum lendir að verulegu leyti í hlut útlend-
inga. Sama má segja um hinn vaxandi út-
flutning á ferskum fiski til EB landanna.
Við tryggjum verkafólki þar atvinnu með
þessum hætti og veikjum stöðu okkar hér
heima fyrir að sama skapi.“
Eins og menn muna skapaðist mikil
andstaða gegn inngöngu Noregs í EB á
sínum tíma og var sá ráðahagur felldur í
þjóðaratkvæðagreiðslu. Hafa viðhorf eitt-
hvað breyst í Noregi frá þeim tíma og
hvaða afleiðingar hefði innganga Noregs í
EB í för með sér fyrir íslendinga?
„Viðhorf í Noregi gagnvart Evrópu-
bandalaginu hafa gjörbreyst. Talsmenn
sjávarútvegsins eru ekki lengur andsnúnir
aðild og Norðmenn hafa gert góða samn-
inga við EB gegn nokkrum ívilnunum
varðandi veiðar evrópskra skipa í norskri
fiskveiðilögsögu. Þrýstingurinn innan-
lands fer vaxandi og kemur m.a. fram í því
að norsk fyrirtæki reyna að kaupa sig inn í
dönsk til að eiga innhlaup í EB þá leiðina.
Sama hafa sænsk fyrirtæki gert.
Innganga Noregs í EB hefði alvarlegar
afleiðingar í för með sér fyrir okkur. ís-
lendingar myndu missa sterkan banda-
mann í samningum við bandalagið um sjáv-
arútvegsmál auk þess sem framboð sjáv-
arafurða innan EB ykist verulega með
aðild Noregs.“
„Allir þeir sem hafa mikil samskipti við
Evrópuþjóðimar á viðskiptasviðinu gera
sér grein fyrir því að þróunin í átt að sam-
einaðri Evrópu er afar hröð um þessar
mundir. Risinn í Brússel byltir sér ekki
mikið en það er langt frá þvf að hann sofi.
Evrópa er annar okkar megin útflutnings-
markaða og við höfum einfaldlega ekki
leyfi til að láta tækifæri til að ná þar betri
stöðu fara framhjá okkur. Við höfum
sterka samningsstöðu því við höfum byggt
upp fiskihafnimar í Bremerhaven og á
Humbersvæðinu fyrir Evrópubandalagið
og í annan stað er staða okkar á saltfisk-
mörkuðum S-Evrópu afar sterk. Síðast en
ekki síst hef ég þá bjargföstu trú að stór
hluti þjóða Evrópu sækist eftir því að hafa
ísland innan vébanda þess vaxandi banda-
lags sem EB óneitanlega er,“ sagði
Friðrik Pálsson að lokum.
32