Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1988, Page 33

Frjáls verslun - 01.03.1988, Page 33
Tolla- ívilnanir þrír millj- arðar á ári Með nýskipan mála eftir síðustu kosn- ingar hefur umsjón utanríkisviðskipta þjóðarinnar færst í sérstaka viðskiptadeild utanríkisráðuneytisins. Við gengum á fund Sveins Bjömssonar sem þar starfar og hann var fyrst spurður um ávinninga þá sem íslenskur sjávarútvegur hefði haft af samningum við Evrópubandalagið. „Fríverslunarsamningurinn við EB hef- ur haft mikla þýðingu fyrir íslenskan sjáv- arútveg. Án þeirra miklu fríðinda, sem fengust með samningnum fyrir íslenskar sjávarafurðir, væri samkeppnisstaða hans óviðunandi gagnvart keppinautum okkar á markaði Evrópubandalagsins. Samningurinn nær til okkar mikilvæg- ustu sjávarafurða og eru þær tilgreindar í bókun nr. 6 við samninginn. Má þar nefna fryst fiskflök, rækju, lagmeti, lýsi, fiski- mjöl, hrogn, hvalkjöt og nýjan, kældan og heilfrystan þorsk, ýsu, ufsa og karfa. Ým- ist féllu tollar alveg niður eða lækkuðu vemlega. Þannig fóru fryst fiskflök úr 15% tolli í 0%, fryst rækja úr 20% í 0%, lýsi úr 11% í 0%, hrogn úr 10% í 0% og fiskimjöl úr 2% í 0%. Hins vegar lækkuðu tollar á lagmeti almennt úr 20% í 10% en þó lækk- aði tollur á grásleppukavíar úr 30% í 0%. Tollar af nýjum, köldum og heilfrystum þorski, ýsu og ufsa úr 15% í 3.7%. Tollar af nýjum, köldum og heilfrystum karfa lækkuðu hins vegar úr 8% í 2%.“ Nú gefa ef til vill prósentutölur af þessu tagi ekki nægjanlega skýra mynd af þýð- ingu samningsins við EB. Hvað hafa tolla- ívilnanimar gefið þjóðarbúinu mikið í krón- um talið? ALLIR í EINNI BÓK ÞÚ FLETTIR OG FINNUR ÞAÐ ÍSLENSK FYRIRTÆKI SÍMI 82300 Sveinn Bjömsson. „Það er erfitt að meta nákvæmlega tollaívilnanir samkvæmt samningum við EB í krónum. En miðað við samsetningu útflutnings til Evrópubandalagsins árið 1987 vom tollaívilnanir fyrir íslenskar sjávarafurðir lauslega áætlaðar um 3 milj- arðar króna.“ Stækkun Evrópubandalagsins árið 1986 hafði veruleg áhrif í för með sér fyrir ís- lendinga að sumra mati þar sem „saltfisk- þjóðimar" Spánn og Portúgal gengu í sam- tökin. En hvað segir Sveinn Bjömsson um þá hluti? „í tengslum við aðild Spánar og Port- úgals að EB hafa komið upp ýmsir erfið- leikar vegna ákvörðunar EB um að leggja að nýju toll á saltfisk, saltfiskflök og skreið og tilrauna EB að tengja saman viðskipta- fríðindi og fiskveiðiréttindi. Eins og kunn- ugt er ná ákvæði fríverslunarsamnings Is- lands og Evrópubandalagsins ekki til salt- fisks, en bandalagið hefur veitt innflutningskvóta á lækkuðum tolli til skamms tíma í senn, en ekki viljað leysa þessi mál til lengri tfrna nema að fá tilslak- anir varðandi fiskveiðiréttindi. Árið 1987 var svipað fyrirkomulag á tollum á saltfiski og fyrri ár, þ.e. 25.000 tonna tollfrjáls kvóti bundinn við GATT, 6.000 tonna tollfrjáls kvóti samkvæmt samningum EB og Kanada sem jafnframt nýtist öðmm ríkjum og 40.000 tonna kvóti með 5% tolli. Umfram þessa kvóta er toll- ur á saltfiski 13%. Þá er ennfremur 4000 tonna tollfrjáls kvóti fyrir saltfiskflök sam- kvæmt samningum EB og Kanada. Á árinu 1988 hefur Evrópubandalagið ákveðið 52.500 tonna kvóta með 5% tolli til viðbótar GATT kvótanum. Þá hefur EB einnig ákveðið 4000 tonna kvóta fyrir sölt- uð ufsaflök með 5% tolli og 1000 tonna kvóta fyrir skreið með 10% tolli." Gufukatlar frá Englandi í miklu úrvali, á mjög hagstæðu verði. Einnig tæringarvarnarefni fyrir kalta og díselvélar. KEMHYDRO-salan Pósthólf 4080,124 Rvík. Slmi91-12521 33

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.