Frjáls verslun - 01.03.1988, Qupperneq 35
IBM Innskot — í öðru tölublaði Innskots eru áhugaverðar kynningar á notendum
mismunandi hugbúnaðar. Erlingur Friðriksson, Eldaskálanum, skýrir lesendum Inn-
skots frá tölvuvæðingunni hjá sér, en hann notar AutoCAD teikniforritið við hönnun
innréttinga. S/38 klúbburinn greinir frá tilgangi og starfsemi hópsins, en hann átti fimm
ára afmæli í febrúar sl. Einnig viljum við vekja athygli á nýja afgreiðslukerfinu, FBSS.
Iðnaðarbankinn er einn þeirra banka sem er að taka það í notkun til að auðvelda
þjónustu bankans. Bláa fyrirspurnarkortið vinsæla fylgir með að venju og þar geta
lesendur óskað eftir frekari upplýsingum um innihald Innskotsins og sent til IBM
ófrímerkt.
S/38 Notendaklúbburinn:
SKÝRR. Hugbúnaðurinn byggist fyrst og
fremst upp á nýju alhliða trygginga- og
tjónakerfi, verðbréfa- og víxlakerfi, bók-
haldskerfi og sérstöku kerfi fyrir bílaum-
W
boðin.
FIMM ARA AFMÆLI
Þegar IBM kynnti S/38 tölvuna seint á
síðasta áratug voru um leið kynntar
ýmsar grundvallarnýjungar í gerð henn-
ar og má segja að hún hafi verið langt á
undan sinni samtíð. Uppbygging vélar-
innar er mjög frábrugðin öðrum vélateg-
undum. Tölvan er gerð fyrir beinlínuum-
hverfi. Mikið hefur verið lagt upp úr auk-
inni framleiðni forrita, einfaldleika í
stjórnun tölvunnar sem og uppbygg-
ingu innbyggðs gagnagrunns. Allar nýj-
ungar í stýrikerfi, jaðartækjabúnaði o.fi.
er auðvelt að taka í notkun og engra i
brejd:inga er þörf á þeim hugbúnaðar- Æ
kerfum sem eru til staðar hverju sinni. *
Rekstrartækni hf. var fyrsta fyrirtækið
hér á landi sem útvegaði sér S/38 tölvu.
Það var haustið 1981 og fljótlega á eftir
fylgdu Sjóvá hf., Eimskip hf. og Bruna-
bótafélag íslands. Tölvan sem Rekstrar-
tækni átti upphaflega er nú í eigu Eim-
skipafélagsins, staðsett í Rotterdam og
tengd við móðurtölvuna hér heima.
Allt síðan fyrstu vélarnar komu hafa þær
stækkað með aukinni tölvuvæðingu og
umsvifum fyrirtækjanna.
I ársbyrjun 1983 var stofnaður not-
endaklúbburinn S/38, en hann var stofn-
aður af frumkvæði Bergþóru K. Ketils-
dóttur, kerfisfræðings hjá IBM og þáver-
andi S/38 notendum. S/38 klúbburinn er
starfræktur á þann hátt, að tveir-þrír aðil-
ar frá tölvudeildum hvers fyrirtækis og
IBM-starfsfólk hittast formlega þrisvar-
fjórum sinnum á ári og ræða sameigin-
leg mál. Á þessum samkomum eru nýj-
ungar kynntar, rædd vandamál ef einhver
hafa komið upp og skipst almennt á
skoðunum og upplýsingum um tölvu-
mál. Þar fá fyrirtækin líka möguleika á að
fylgja eftir sameiginlegum hagsmunum.
S/38 klúbbfyrirtækin skiptast á að reyna
og prófa nýjungar og gefa síðan hinum
aðilunum upplýsingar. Á þann hátt nýta
þau sér reynslu hvers annars og spara
um leið dýrmætan tíma. Tölvudeildir
S/38 fyrirtækjanna hafa oft samband sín
á milli, skiptast hiklaust á tæknilegum
upplýsingum og aðstoða hverja aðra ef
þörf krefur.
Haldið var upp á fimm ára afmæli
klúbbsins í febrúar s.l. og voru þar mættir
um 20 manns, eða nær allir starfsmenn
S/38 tölvudeilda.
NOTENDUR
HAFA ORÐIÐ
Sjóvá
Model 600, 8 MB minni
110 jaðartæki, þ.a. 80 skjáir og 30
prentarar. Tæki í fjarvinnslu eru samtals
25, hjá útibúum, 6 bílaumboðum og
Eimskip
Model 600,12 MB minni
166 jaðartæki, þ.a. 94 skjáir, 41 IBM
PC/FS með hermispjöldum og 30 prent-
arar og 7 önnur tæki. 31 tæki eru í fjar-
vinnslu, bæði vestan hafs og austan sem
og innanlands. Hugbúnaður Eimskips er
um 1500 forrit í tveimur meginkerfum,
þ.e. farmskrárkerfi og fjárhagskerfi sem
ná til flestra þátta í starfsemi fyrirtækisins.
Brunabót
Model 200, 6 MB minni
102 jaðartæki, þ.a. 75 skjáir, 20 prent-
arar og 7 önnur tæki. 31 tæki eru í fjar-
vinnslu við fimm staði á landinu, útibú og
SKÝRR. Helstu hugbúnaðarkerfi eru fyrir
tryggingarnar og tjónauppgjör, bókhald,
innheimtu, sölu o.fl. Einnig er tölvudeild
Brunabótar langt komin með hönnun og
forritun á nýju alhliða tryggingakerfi.
S/38 klúbbfélagar t.f.v.: Sturla Þengilsson, forstöðumaður tölvudeildar Sjóvá hf.,
Þórir Kr. Þórisson, tæknimaður hjá IBM, Bergþóra K. Ketilsdóttir, kerfisfræðingur hjá
IBM, Guðjón R. Jóhannesson, sölumaður IBM, Guðmundur Örn Ragnarsson, for-
stöðumaður tölvudeildar Brunabótar og Gylfi Hauksson, forstöðumaður tölvudeildar
Eimskips hf.