Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1988, Page 36

Frjáls verslun - 01.03.1988, Page 36
Tölvuvædd hönnun ryður sér til rúms hérlendis Hér á landi fer það í vöxt að fyrirtæki og einstaklingar sem mikið þurfa að vinna við hönnun og teikningar noti CAD (Computer aided design) hug- búnað, sem á íslensku er oft nefndur „tölvustudd hönnun“. Tveir söluaðil- ar IBM á íslandi hafa lagt kapp á að veita þjónustu við CAD notendur, en það eru fyrirtækin Magnus s.f. og Ör- tölvutækni hf. (Jm mörg CAD forrit er að velja, en hér á landi hefur AutoCAD náð hvað mestri útbreiðslu fyrir einmennings- tölvur, en það er teikniverkfæri fyrir alia þá sem vilja á tiltölulega auðveld- an hátt gera hugmyndir eða óskir manna um einhverja hönnun, sýni- legar í þrívíddarmynd á tölvuskjá eða prenta þær út. Hér er um að ræða mynd sem forritið gefur kost á að stækka eða minnka bæði hlutföll og víddir í næstum óendanlegum út- færslum. Til að nýta sér AutoCAD, þarf frekar stóra einmenningstölvu, teiknitæki, - annaðhvort mús eða hnitaborð, grafískan skjá og prentara. Arnlaugur Quðmundsson hjá Ör- tölvutækni sagði í samtali við Innskot að AutoCAD væri mjög opið forrit í þeim skilningi að auðvelt sé að laga það að einstökum notendum, t.d. með stöðluðum táknmyndum og/ eða til að auðvelda útreikning tilboða. Högni Jónsson hjá Magnus sagði að AutoCad hentaði sérlega vel fyrir verkfræðinga, arkitekta, innanhús- hönnuði, auglýsingastofur og raunar alla þá sem þurfa mikið að vinna með teikningar í daglegum störfum. Arnlaugur og Högni eru sammála um að AutoCAD sé nokkuð dýrt forrit, en á móti komi að það spari mikla vinnu og sé því fljótt að borga sig. TÖLVUVÆÐINGIN INN í ELDHÚS Erlingur Friðriksson framkvæmda- stjóri Eldaskálans, hefur hannað eldhús og aðrar innréttingar í 12 ár. Nú nota hann og starfsmenn hans nýjustu tækni við þessa hönnun. Hann er búinn að tölvuvæða starfsemina, teiknar og hannar allar innréttingar með PS/2 tölv- unni og CAD teikniforritinu sem hann tók í notkun í nóvember á síðasta ári. Það er reyndar rúmt ár síðan Erlingur pantaði kerfið, en síðan ákvað hann að bíða þar til IBM PS/2 tölvan væri komin á markaðinn. Kerfið kemur frá Invita í Danmörku, en Eldaskálinn er umboðs- aðili þess fyrirtækis hér á landi. Erlingur sagði í viðtali við Innskot að hann hafi verið búinn að hugsa um tölvu- væðinguna lengi og gert sér vel grein fyrir að þetta væri það sem koma skyldi. Reyndar hefði hann fundið fyrir smá- vægilegri hræðslu í sambandi við þessa nýjung þar sem hann hefði lítið sem ekk- ert unnið við tölvur áður og í byrjun hefði hann verið mest hræddur við að eyði- leggja allt sem væri í tölvunni. Núna væru allir byrjunarörðugleikar að baki og Erlingur þegar farinn að skipuleggja áframhaldandi þróun í sambandi við þessa þjónustu sína. Bylting frá gömlu planteikningunum Tölvukerfið hjá Eldaskálanum býður upp á grunn- og útlitsteikningar af t.d. eldhúsi, teikningum af hverjum vegg fyrir sig og þrívíddarteikningum frá hvaða sjónarhomi sem er. Síðan er hægt að fá þessar teikningar litprentaðar úr teiknar- anum (plotter). Erlingur segir að þetta sé algjör bylting frá gömlu planteikningun- um. „Nú geta viðskiptavinir t.d. fengið þrívíddarteikningu í lit af innréttingu á nokkrum mínútum og séð hvernig vænt- 4 LAUSNIR anleg innrétting lítur út. Það sem tölvan gerir einnig er að hún reiknar út allar stærðir og verð jafnóðum og allir út- reikningar verða því mun nákvæmari en áður.“ Erlingur segir að tölvan stytti ekki þjónustutímann sem fer í hvern við- skiptavin, heldur eru helstu kostirnir allir þeir möguleikar sem kerfið býður upp á. „Nú getum við gert svo miklu meira fyrir hvern og einn. Við getum stillt upp ýmsum kostum á fyrirhuguðum innrétt- ingum og viðskiptavinurinn sér jafnóð- um hvernig þeir líta út á tölvuskerminum og hvað þeir muni kosta. Eldaskálinn leggur sérstaka áherslu á sérsmíði og með þessari tölvutækni eigum við mikið auðveldara með að sýna hvernig hún fellur að óskum viðskiptavinanna. Eins Erlingur Friðriksson er það, ef vafaatriði koma upp eða við erum ekki 100% vissir um hugmyndir viðskiptavina okkar, er ekkert auðveldara en að nota tölvuna til að finna réttar úr- lausnir." Áframhaldandi þróun Fljótlega tekur Eldaskálinn næsta skref í tölvuþróuninni þegar hann verður í beinlínusambandi við móðurtölvu Invita í Danmörku gegnum mótald, en hingað til hefur telefax verið notað við allar pant-

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.