Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1988, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.03.1988, Blaðsíða 43
Tryggingar Þurfa trygginga- félögin að sameinast? Árið 1987 höfðu tuttugu og níu aðilar leyfi til vátrygginga- starfsemi á Islandi. Flestir geta verið sammála um að í litlu þjóð- félagi sem telur tæplega tvö hundruð og fimmtíu þúsund manns hljóti tryggingafélögin að teljast of mörg. Mörgum hef- ur þótt lítið fara fyrir hinni frjálsu samkeppni þegar iðgjöld eru annars vegar. Hugmyndin um sameiningu vátrygg- ingafélaganna er ekki ný af nálinni þótt hún liggi oft í láginni. Það er helst þegar illa árar hjá tryggingafélögunum og því er fylgt eftir með hækkuðum iðgjöldum — eins og gerðist nú í vetur þegar iðgjöld ökutækjatrygginga hækkuðu um allt að 90 - 100% — að umræðan um sameiningu félaganna fær byr undir báða vængi. En hvað er það sem veldur lélegri rekstrarafkomu tryggingafélaganna? Tekjustofnar vátryggingafélaga eru fyrst og fremst iðgjöid og fjármunatekjur - þ.e.a.s. vaxtatekjur og ávöxtunartekjur af sjóðum félaganna. Kostnaður félaganna er að sjálfsögðu fyrst og fremst mismunurinn milli iðgjalda og tjóna. í öðru lagi rekstrar- kostnaður og umboðslaun og í þriðja lagi hefur verðbólga alltaf komið illa við af- komu tryggingafélaganna. Síðast en ekki síst búa félögin við tvísköttun söluskatts. Söluskattur er bæði greiddur af viðgerð- um á tjónum svo og af iðgjöldum. Lauslega áætlað má gera ráð fyrir að fjörutíu krónur af hverjum hundrað renni í ríkiskassann í formi söluskatts. Afkoma tryggingafélaganna er að vísu misslæm eftir tryggingagreinum. Þar standa minni félögin ver að vígi en þau stóru sem eiga sterka sjóði sem skila um- talsverðum Qármunatekjum. Síðastliðið ár mun hafa verið mörgum félaganna þungt í skauti. Að sögn fróðra manna var það jafn- vel eitt hið tjónaþyngsta um langt skeið. Að sögn Benedikts Jóhannessonar, hjá Talnakönnun, höfundar skýrslunnar „ís- lenski tryggingamarkaðurinn 1986“, er rekstrarvandi tryggingafélaganna einkum fólginn í ökutækjatryggingunum. Hann segir að bilið milli iðgjalda og tjónakostn- aðar hafi farið sí breikkandi á undanförnum árum. Iðgjaldagrunnur félaganna sé mið- aður við kostnað þess félags sem hafi lægstan reksturskostnað sem óhjá- kvæmilega hljóti að gera kröfur til hinna félaganna um aðhald í rekstri. Benedikt sagði ennfremur að iðgjöldin væru sfst of há miðað við þá áhættu sem tryggingafyr- irtækin beri. í raun væru ökutækjatrygg- ingar með ódýrustu tryggingum miðað við áhættu. Reyndar er það ekki séríslenskt fyrirbæri að tap sé á ökutækjatrygging- um. Það er alþjólegt vandamál í trygginga- heiminum og allir sem eitthvað þekkja til trygginga erlendis vita að þar eru trygg- ingar síst ódýrari en á Islandi. En ef rekstrarafkoma tryggingafélag- anna er jafn slæm og af er látið er þá ekki kominn tími til að endurskoða stöðuna með hagkvæmni í huga? A undanfömum árum hefur átt sér stað vísir að samein- ingu milli nokkurra tryggingafélaga. Fyrir rúmum tveimur árum keypti Sjóvá Hag- tryggingu og er Hagtrygging rekin innan Sjóvár að nafninu til sem sjálfstætt fyrir- tæki. Áður hafði Sjóvá reynt að kaupa Tryggingu h/f sem skapaði töluverða and- úð og tortryggni og af þeim kaupum varð ekki. Tryggingamiðstöðin h/f keypti fyrir skömmu meirihlutann í Reykvískri endur- tryggingu. Líftryggingafélög Sjóvár og Tryggingamiðstöðvarinnar h/f voru sam- einuð í eitt félag og samstarf tókst með Brunabótafélagi íslands og Almennum Tryggingum urn sameiginlegan rekstur tjónaskoðunarstöðvar. En hvað myndi gerast ef af sameiningu yrði og almennu félögunum fækkaði á markaðinum? Myndi það hafa lækkun ið- gjalda í för með sér? Forsvarsmönnum þeirra þriggja tryggingafélaga sem rætt er við hér á eftir ber öllum saman um að æskilegt sé að tryggingafélögin væru færri og að sú hagkvæmni sem fengist með færri og sterkari rekstrareiningum ætti að koma viðskiptavinum félaganna til góða bæði í lægri iðgjöldum og betri þjón- ustu. TEXTI: UNNUR ÚLFARSDÓTTIR MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.