Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1988, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.03.1988, Blaðsíða 45
Einar Sveinsson: Iðgjöld duga ekki fyrir tjónum ekki óeðlilegt að sameina einhver þeirra fjölmörgu smærri félaga sem starfa eftir sérstökum lögum.“ — Ef um samkeppni er að ræða á milli tryggingafélaganna hversvegna verða menn ekki varir við hana? „Það er fyrst og fremst vegna öku- tækjatrygginganna. Ef um stórfellt tap er að ræða eins og var á síðastliðnu ári, sem rekja má til þess að iðgjöld hafa ekki verið nógu hagstæð, þá kemur að því fyrr eða síðar að taka verður á þessu vandamáli og ákveða iðgjöldin í samræmi við áhættuna sem í þessu tilfelli liggur ljós fyrir. í þessu tilfelli vantar neytandann inn í myndina. Tökum sem dæmi skipatryggingarnar. Við gerum samning við LIU sem báðir aðilar telja sér hag í. Annar aðilinn getur að vísu tapað á samningnum eins og gerðist árin 1985 og ’86 þegar tjónin fóru fram úr þeirri tjónareynslu sem miðað var við. Ar- ið 1987 var þessi samningur hinsvegar hagstæður og er búinn að vinna að mestu upp gömlu töpin. Ef þessar tryggingar væru alltaf reknar með tapi er þá nokkur von til þess að viðskiptavinurinn fengi tjón sitt bætt? Þessvegna er nauðsynlegt að Tryggingaeftirlitið komi til sögunnar og tryggi hag neytandans. Það má líka deila um hvort vátryggingar eigi að vera einka- rekstur. Eflaust má þjóðnýta þetta allt saman þó ekki hafi ég mikla trú á að ríkið myndi reka þetta betur.“ — Nú keypti Tryggingamiðstöðin meirihlutann í Reykvískri endurtryggingu sem bendir til þess að sameiningarhug- myndir séu ykkur ekki með öllu framandi. Ef sameining er lausnin. Hvemig sjá menn hana gerast og hvað finnst þér persónu- lega um slíka lausn? „Það er opinbert leyndarmál að Hag- trygging leitaði fyrst til okkar. Þegar upp úr þeim viðræðum slitnaði fóm þeir til Sjóvár. Reykvísk endurtrygging kom einnig til okkar. Fjárhagsstaða þeirra var slæm. Við keyptum ekki af hluthöfum heldur komum með nýtt fjármagn inn í fyrirtækið sem gekk óskert til fyrirtækis- ins. Hlutaféð var aukið og sú aukning gekk til okkar og þar með áttum við 51 prósent í fyrirtækinu. Hvað sameiningu varðar get ég aðeins endurtekið það sem ég sagði áðan að eflaust eru félögin of mörg. Eg á hinsvegar eftir að sjá til hvaða hagsbóta sameining yrði fyrir alla aðila. Hvað myndi sparast? Sá sparnaður ætti að geta gert félagið betur samkeppnishæft. En allir að- ilar sem eru að tala um sameiningu tala eins og þeir ætli allir að halda áfram. Ég er hinsvegar ekki reiðubúinn til að svara því hvort ég væri tilbúinn að kaupa eitthvert tryggingafélag, segjum t.d. félag sem væri í bullandi taprekstri, einungis til að Tryggingamiðstöðin yrði stærra fyrirtæki hvað iðgjaldamagn varðaði." Einar Sveinsson brosti góðlát- lega þegar hann var spurður hvort slæm rekstrarafkoma og há iðgjöld kölluðu á sameiningu tryggingafélaga. „Ætli það væri ekki nær að tala um lélega af- komu og lág iðgjöld því ef út- koman væri léleg en iðgjöldin há þá væri eitthvað meira en lítið að í rekstri félaganna,“ sagði Einar. „Staðan er einfaldlega sú að iðgjöldin duga ekki fyrir tjónunum. Astæðumar eru margskonar. Verðbólga hefur m.a. alltaf komið illa við útkomu tryggingafélaganna. A móti kemur að félögin hafa þá hærri fjármunatekjur sem stundum megna að vinna upp tapið en það er mismunandi eftir tryggingagreinum og félögum. Á síðasta 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.