Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1988, Side 46

Frjáls verslun - 01.03.1988, Side 46
Tryggingar ári náði Sjóvá að sýna hagnað upp á tutt- ugu og þrjár milljónir króna þrátt fyrir slæma afkomu ökutækjatrygginganna en þær eru sem kunnugt er ein aðalorsökin fyrir slæmri rekstrarafkomu tryggingafé- laganna. Þú spyrð hvaða breytingar sameining félaga myndi hafa í för með sér. Ég get svarað því með einföldu dæmi. Sjóvá- tryggingarfélagið keypti meirihlutann í Hagtryggingu fyrir rúmum tveimur árum. Fyrirtækið sem er hreint ökutækjatrygg- ingafélag var á síðasta ári rekið með hálfr- ar milljón króna tapi. Astæðan fyrir því að tapið var ekki meira en raun ber vitni er sú að Sjóvátryggingarfélagið annast allan rekstur Hagtryggingar samkvæmt sér- stökum samningi og okkur hefur tekist að ná rekstrarkostnaði Hagtryggingar niður svo um munar. Það sem við getum haft einhverja stjórn á er rekstrarkostnaður og þar standa minni félögin ver að vígi en þau stóru. Þegar við tókum við rekstri Hag- tryggingar var hlutfallið milli rekstrar- kostnaðar og iðgjalda tvö síðustu árin á bilinu 30-38%. Til samanburðar má geta þess að á sama tíma var þetta hlutfall hjá Sjóvá 16,4% A einu ári tókst okkur að ná kostnaði Hagtryggingar niður í 21%. Þetta er áþreifanlegur árangur og hér kemur hagkvæmni stærri rekstrareininga vel í ljós. En tjónin eru atriði sem við ráðum ekki við. Við vaxandi tjónakostnaði, og hann hefur aukist gífurlega, eigum við því miður aðeins eitt svar — hærri iðgjöld. Hvað þessa síðustu hækkun iðgjalda í ábyrgðartryggingum ökutækja varðar, þá erum við aðeins að fara eftir þeim leikregl- um sem okkur eru settar af Alþingi. Auð- vitað er það alvörumál fyrir viðskiptavin- ina að fá iðgjaldsreikning sem hækkar um 90-100% á milli ára. Fækkun tjóna er því þjóðamauðsyn. A síðastliðnu ári námu ökutækjaiðgjöldin 304 milljónum króna hjá Sjóvá. Að frádregnum tjónakostnaði og umboðslaunum var um 100 milljóna króna tap að ræða. Þá er eftir að greiða allan rekstrarkostnað. Á móti koma síðan fjár- munatekjur og vextir af iðgjöldum. Það er alveg sama hvemig þessu dæmi er velt til og frá, það er tug milljóna tap á þessari tryggingagrein." — Hvaða hagræðing væri fólgin í sam- einingu? „í fyrsta lagi lækkun rekstrarkostnað- ar. í öðru lagi þá bera stærri einingar meiri áhættu og félögin þurfa minna að endur- tryggja sig sem væri þjóðhagslega hag- kvæmt vegna þess að slíkar tryggingar eru að miklu leyti keyptar erlendis. Hvaða áhrif sameining hefur á iðgjöldin? Ja, minni kostnaður, minna tap — sjáðu til, menn eru alltaf að tala um að hér sé engin sam- keppni á milli félaga vegna þess hvemig staðið er að iðgjaldsákvörðun í ökutækja- tryggingum og þess vegna sé rétt að fækka félögunum. Trygging er huglægur hlutur. Fólk er að kaupa ákveðna vernd sem snertir fyrst og fremst pyngjuna. Ég vísa þvf alveg á bug að ekki sé nein sam- keppni fyrir hendi. Hún er bæði mikil og hörð. Samkeppnin er fyrst og fremst sjá- anleg í þjónustunni. Og hvenær reynir á hana? Hvað varðar fyrirtæki þá má nefna rétta tryggingavemd á samkeppnisfæm iðgjaldi. Mikilvægi þjónustunnar kemur ávallt skýrast fram í tjónum bæði hvað varðar fyrirtæki og einstaklinga og þá verðum við líka að standa okkur. Þá gildir bæði sanngirni í uppgjöri og að rétt sé að því staðið. Tjónauppgjörið er andlit félags- ins út á við.“ — Hvaða aðstæður þurfa að vera fyrir hendi til að félög sameinist? „Neyðin getur rekið menn út í samein- ingu. Segjum að fyrirtækið hafi ekki það lágmarks gjaldþol sem krafist er af Trygg- ingaeftirlitinu. Þá má leita ýmissa leiða. Ef um hlutafélag er að ræða er hægt að auka hlutafé. Annaðhvort meðal hluthafa eða með því að leita út á markaðinn. Einnig má nefna annars konar hagræðingu sem fólgin er í samstarfssamningi eins og þekkist milli Sjóvár og Hagtryggingar. Það athygl- isverðasta er e.t.v. sú hugarfarsbreyting sem orðið hefur. Nú tala menn um það sem raunhæfan möguleika að félög geti sameinast. Þetta var hreinlega ekki til um- ræðu hér áður fyrr. En hvernig það ætti að gerast? Ég hef enga „patent“lausn á því. Þar eru ýmsir valkostir fyrir hendi. Persónulega tel ég óæskilegt að sameina tvö eða fleiri félög undir einn hatt nema því fylgi alger uppstokkun og þá á ég við alveg frá grunni.“ — Telur þú æskilegt að félögin samein- ist? „Já, ég er nú þeirrar skoðunar og hef ekki farið leynt með hana, að betra væri ef félögin væru færri. Okkar þjóðfélag er einfaldlega of lítið til að bera svona mörg tryggingafélög og þau geta ekki öll verið jafn sterk. Það versta sem gerist ef trygg- ingafélag verður gjaldþrota er ekki tap hluthafanna, því það er jú áhættufé, heldur tap tjónþolanna sem eiga eftir að fá tjón uppgerð hjá viðkomandi félagi. Það eru þeir sem tapa. Ef tryggingafélag á innlend- um markaði yrði gjaldþrota, en það hefur ekki gerst í seinni tíð, væri það verulegt áfall fyrir tryggingamarkaðinn hér. Trygg- ingastarfsemin er ríkur félagslegur þáttur. Það er verið að vemda fólk fyrir áföllum. Það eru jú fyrst og fremst tjónþolarnir sem verið er að hugsa um. Sterk trygg- ingafélög eru nauðsynleg og þau verða að vera fjárhagslega heilbrigð. Menn verða að geta treyst því að tryggingafélagið sem þeir eru tryggðir hjá sé til staðar þegar tjón verður og geti greitt tjónið í reiðufé. Þetta er gmndvallaratriði." — Hefur verið rætt um sameiningu á milli félaga? „Mér vitanlega hefur það ekki verið rætt f neinni alvöm. Menn hafa verið að slá þessu fram en það em engin svona mál í gangi, eftir því sem ég best veit. En það að umræðan skuli vera fyrir hendi — það er breytingin." TRYGOJUMMG A FERÐ OG FLUGI HÉR.ÞAR OG ALLSSTAÐAR 46

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.