Frjáls verslun - 01.03.1988, Qupperneq 50
Bankar
tæknivæðingu og gildi hennar í framtíðar-
þróun markaðarins. Það var m.a. bent á
að tæknin gerði bönkum ekki aðeins kleift
að draga úr kostnaði og berjast í sam-
keppninni heldur skapaði hún möguleika á
að bjóða vörunýjungar sem og betri þjón-
ustu við viðskiptavini. Því væri afar mikil-
vægt að bankar reyndu að brúa hið svo-
kallaða markaðs - tækni bil, þ.e. að mark-
aðsfólk bankanna verður að læra mun
meira um tæknina og möguleika hennar í
vöruþróun og þjónustu en tæknimenn
verða aftur á móti að skilja áhuga mark-
aðsfólksins á tæknihliðinni og hvaða hlut-
verki tæknivæðingin gegnir í framtíð fyrir-
tækisins.
Alan Heuer frá Marine Midland Bank
taldi að tæknin ætti eftir að breyta eðli
samkeppninnar. Spáði hann m.a. auknum
fjölda hraðbanka, sem mætt hafa þörf
þeirra sem ekki hræðast tækninýjungar
og vilja sinna bankaviðskiptum fljótt á
hvaða tíma sólarhrings sem er. Leiddu
þessar vangaveltur hugann að dræmri
notkun hraðbanka á Islandi.
Heuter taldi hins vegar „Home Bank-
ing“ vera óskrifað blað og framtíð þeirrar
um viðskiptavina til starfsfólks bankanna í
eftirfarandi flokka:
— 8% töldu starfsfólkið áhugasamt og
hæfileikaríkt.
— 18% töldu starfsfólkið vingjamlegt
en minna hæfileikaríkt.
— 30% töldu starfsfólkið þægilegt en
ekki áhugasamt og stundum óöruggt.
— 15% töldu starfsfólkið hrokafullt.
— 6% töldu starfsfólkið ruddalegt,
óvingjarnlegt og hæfileikasnautt.
Þessar niðurstöður sýna svart á hvítu
hvaða máli það skiptir að byggja upp gott
starfslið. Bankaviðskipti eru eftir allt
byggð á samskiptum einstaklinga og við-
skiptavinurinn vill áfram fá samúð, sam-
skiptaandrúmsloft í bankanum, persónu-
lega þjónustu, svörun á staðnum, sam-
ræður og hlustun, ráðgjöf og einhvern
blóraböggul fyrir sínar eigin röngu ákvarð-
anir.
Vegna aukinnar samkeppni verða bank-
ar að leggja áherslu á styrk og hæfni
starfsmanna sinna og þjónusta viðskipta-
vininn betur en keppinautarnir. Þetta þýð-
ir aukna áherslu á markaðsstarfsemi allra
starfsmanna og undirstrikar mikilvægi
ráðningar, þjálfunar og hvatningar.
Peter Leslie frá Barcleys Bank lagði
áherslu á gæði þjónustunnar sem afar mik-
ilvægan þátt og þá um leið hæfni starfs-
fólks í sölu og markaðsmálum. Benti hann
á að þó auðvelt væri oft á tíðum að líkja
eftir nýjungum væri mun erfiðara að líkja
eftir gæðum þeirrar þjónustu sem veitt
er. Því verði áherslan í framtíðinni lögð á
að aðgreina sig frá keppinautunum með
því að bjóða afburðaþjónustu til viðskipta-
vina.
Hvers konar ráðgjöf á eftir að setja mark sitt á þjónustu bankanna.
Markaðshlutun
Herbert Boehm frá First Austrian Bank
flutti eitt af athyglisverðari erindum ráð-
stefnunnar og gerði markaðshlutun að
umfjöllunarefni.
Boehm taldi að í framtíðinni yrði mark-
aðshlutun líklega árangursríkasta tækið í
markaðsstarfseminni. En til þess að beita
markaðshlutun og greina þannig markað-
þjónustu óvissa einkum með tilliti til
kostnaðarþátta þ.e. að hár kostnaður væri
haft á almenna útbreiðslu þjónustunnar.
Að lokum bætti Heuter því við að sýn
manna um algjöra rafeindavæðingu banka-
viðskipta væri hvorki raunsæ né fýsileg.
Rowland Flemming frá Canadian Com-
mercial and Retail Banking áleit að tæknin
myndi hjálpa til að bæta þjónustuna við
viðskiptavini um leið og framleiðni ykist
innan bankanna.
Þáttur starfsfólksins
Þótt ráðstefnugestir væru e.t.v. ekki
sammála um gildi þess að hafa forystu í
vöruþróun eða um áhrif tækninnar á fram-
tíðarskipulag þá voru allir sammála um
mikilvægi þess að hafa gott og hæfileika-
ríkt starfsfólk. Herbert Bohem frá First
Austrian Bank sagði að þetta væru ekki ný
sannindi en þó væru ótrúlega mörg fyrir-
tæki, ekki síst bankar, sem ekkert gerðu
til þess að styrkja þennan mikilvæga sam-
keppnisþátt sinn. Það kom fram hjá
Boehm að samkvæmt könnun First
Austrian Bank var hægt að skipta viðhorf-
Sparisjóður Norðfjarðar
stofnsettur 1920
Símar 97-71125 og 71425 Pósthólf 58
Eflum heimabyggðina — skiptum við sparisjóðinn
50