Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1988, Page 54

Frjáls verslun - 01.03.1988, Page 54
Herratískan Karlmenn djarfari en áður — segir Guðmundur Blöndal í PÓ Herrafataverslunin PÓ er með eldri og þekktari herrafata- verslunum hér á landi en hún var stofnuð 10. apríl 1959 og á því þrjátíu ára afmæli á næsta ári. Fyrir einu og hálfu ári urðu eigendaskipti hjá PÓ og tveir ungir menn tóku við rekstrin- um. Þetta voru þeir Guðmundur Blöndal og Jón Ólafsson. Guð- mundur hafði þá unnið hjá PÓ frá árinu 1973 með hléum en verið samfellt frá árinu 1977. Guðmundur var spurður að því hvort tískan hefði breyst mikið á þessum árum. „Tískan hefur breyst ótrúlega mik- ið á þessum árum. Úrvalið af karl- mannafatnaði er mikið og eykst með hverju árinu, efnin eru klassískari en áður og mikið litaúrval er nú í bindum og skyrtum. Það sem hefur þó breyst einna mest er hvað karlmannaföt eru betri og vandaðri en áður tíðkaðist. Nú eru gjarnan keypt föt sem endast — menn vilja góða vöru og eru þá tilbúnir að borga fyrir hana. Flest öll bindin í dag eru úr silki en áður voru þau úr pólýester. Aður var ekki boðið upp á eins mörg merki og nú er gert en menn setja það ekkert fyrir sig þótt „merkin“ kosti peninga þar sem um hágæðavöru er í flestum tilfellum að ræða. Mér fmnst karlmenn eyða meiri peningum í fatnað nú en áður.“ Þegar Guðmundur og Jón tóku yfir rekstur PÓ var ákveðið að auka breiddina í fatnaðinum. „Við leggjum mikla áherslu á að halda í góðu gömlu viðskiptavinina en við vildum bæta fleirum inn. Hjá okkur versla nú menn á aldrinum 18-90 ára. Hér áður fyrr versluðu nánast eingöngu eldri menn í PÓ en síðustu árin hafa yngri menn verið að koma inn og við höfum reynt að vera með fatnað í boði fyrir þá. Áhersla er lögð á breidd í fatnaði en um leið vandaðan og glæsilegan fatn- að. Við kaupum inn föt frá ýmsum stöðum og þá helst frá Þýskalandi, Englandi, Frakklandi, Italíu, Austur- ríki og Finnlandi.“ Hverjir eru það sem eru „vel“ klæddir dags daglega? „Það er ótrúlega mikill fjöldi manna íviðskiptaheiminum, menn íáberandi störfum og menn í áhrifastöðum. Sumir þingmenn eru mjög vel klædd- ir, einnig yngri bankamenn, margir lögfræðingar og endurskoðendur svo eitthvað sé nefnt.“ Hverju klæðist „vel“ klæddur mað- ur? „I dag gengur allt. Klassísk jakka- föt með fallegri skyrtu og bindi standa alltaf fyrir sínu en stakur jakki og bux- ur er líka mikið notað. Nú er lagt mikið upp úr litum og menn eru ekki bara í dökkum fötum og hvítri skyrtu. Sumir „bissnes" menn vilja skera sig Fréttamenn sjónvarpsstöðv- anna hafa mikil áhrif á klæðnað manna úr — vilja vera áberandi — og þeir klæðast þá áberandi fötum. Þessir menn eru djarfir í litasamsetningum. Annars finnst mér áberandi hvað menn almennt — og þá ekki síst eldri menn — eru djarfari í klæðaburði en áður. Auðvitað eru alltaf margir sem ganga dags daglega í hlutlausum en vönduðum jakkafötum. Það eru ótrú- lega margir vel stæðir menn sem mega aldrei vera að því að kaupa sér föt — hvað þá að spá í fatnað almennt. Slíkir menn láta okkur þá gjarnan ráða hvað þeir kaupa þegar þeir mega vera að því að koma því þeir hafa hvorki tíma né áhuga á að velta slíku fyrir sér sjálfir. Það er mikil vinna að vera vel klæddur og vel hirtur. Bara að strauja skyrtu eða að bursta skó tekur tíma og margir karlmenn gefa sér hann ekki. Þó að margir menn séu vel til fara er ekki þar með sagt að þeir eyði miklum tíma í að hugsa um klæðnað- inn — þessir menn koma og versla og láta okkur sjá um valið. Svokallaðir „uppar“ hafa haft mikil áhrif á klæðaburð karlmanna og það má sjá glögg merki þess í mennta- skólum landsins. Þar eru fæstir druslulegir eða illa klæddir en slíkt var einmitt einkenni menntskælinga lengi vel. Fréttamenn sjónvarpsstöðvanna og menn sem eru í sviðsljósinu hafa einnig mikil áhrif á klæðnað manna. Það kemur mjög oft fyrir eftir að ein- hver fréttamaðurinn hefur verið áberandi klæddur að daginn eftir komi menn og kaupi samskonar eða svip- aða flík. í mörgum tilfellum eru það eiginkonurnar sem hvetja þá til að fá sér eitthvað svipað til að klæðast og sá sem var í sjónvarpinu." Koma menn einir þegar þeir versla sér föt eða eru konurnar þeirra með þeim? „Það hefur verið að breytast mikið og nú eru menn farnir að koma meira einir. Áður var það í yfirgnæfandi meirihluta að eiginkonurnar hefðu hönd í bagga þegar keypt voru föt en ég gæti trúað að nú væri það um helmingur karlamanna sem hafa kon- urnar með sér. Karlmenn eru sjálf- stæðari nú en áður hvað fatakaup varðar.“ Er einhver munur á „vel“ klædda manninum þegar hann fer síðan út að skemmta sér? „Nei, í sjálfu sér ekki. Viðkomandi maður er alltaf fínn og munurinn væri helst sá að það er meiri glansi yfir honum. Hann er þá í fötum sem hann fer sjaldan í og hann eyðir meiri tíma í að undirbúa sig fyrir kvöldið en dags daglega.“ Hvað er í tísku um þessar mundir? 54

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.