Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1988, Page 62

Frjáls verslun - 01.03.1988, Page 62
Skjalastjórnun TEXTI: JÓHANNES TÓMASSON MYNDIR: GRÍMUR BJARNASON Hvað á að geyma — hverju á að henda? — Rætt við James C. Bennet prófessor Síðustu árin hefur verið mjög ör þróun í Bandaríkjunum í öllu er snertir skjalamál, þ.e. skjala- myndun, stjórnun, grisjun og geymslu skjala og er það eðli- legt í nútímaþjóðfélagi. Umfang hvers kyns upplýsinga sem við þurfum að nota dags daglega eða að eiga auðveldan aðgang að er alltaf að aukast. Öll ákvarðana- taka í samfélagi nútímans bygg- ist á notkun upplýsinga og heim- ilda og það gildir bæði um stjórn- endur ríkisins og stofnana sem og einkafyrirtækja. Því þurfa upplýsingar í hvers kyns formi að vera vel skipulagðar og að- gengilegar. Þetta segir James C. Bennett pró- fessor frá Bandaríkjunum vera inntak skjalastjómunar nútímans en hann var nýverið í Reykjavík sem aðalfyrir- lesari á námstefnu um skjalastjórnun. Bennett sem hefur doktorsgráðu í viðskiptafræði og er löggiltur skjala- stjórnandi er prófessor í viðskipta- og hagfræðideild ríkisháskóla Kaliforníu. Hann hefur skrifað bækur og tíma- ritsgreinar um skjalastjórnun, kennt á námskeiðum og haldið fyrirlestra víða í Bandaríkjunum og Kanada undanfar- in ár. í lok janúar sl. var haldin fyrsta námstefna um skjalastjórnun hér á landi. Þátttakendur voru stjórnendur nokkurra stærstu fyrirtækja og stofn- ana hér á landi ásamt forstöðumönn- um skjalasafna. Fyrir henni stóð Áhugahópur um skjalastjórn, með stuðningi Menningarstofnunar Bandaríkjanna. Áhugahópur um skjalastjóm hefur nú starfað í tæpt ár og hittist reglulega. í hópnum eru for- stöðumenn skjalasafna, háskólakenn- ari í skjalastjórn og fleiri sem um skjalamál fjalla. Markmið hópsins er að vinna að framgangi skjalastjómun- ar hér á landi. James C. Bennet prófessor. ✓ Islendingar eiga margt ólært Stefanía Júlíusdóttir lektor í bóka- safns- og upplýsingafræðum og Svan- hildur Bogadóttir borgarskjalavörður sem eru í þessum áhugahópi segja að hér á landi sé nú farið að huga meira 62

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.