Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1988, Qupperneq 63

Frjáls verslun - 01.03.1988, Qupperneq 63
Hér er James C. Bennet ásamt Stefaníu Júlíusdóttur og Svanhildi Bogadóttur. að stjórnun á geymslu upplýsinga og skjala hjá stofnunum og fyrirtækjum. Margt ættum við þó ólært í þessum efnum og því hefði Áhugahópurinn ákveðið að standa fyrir þessu nám- stefnu. Síðar væri jafnvel fyrirhugað að stofna félag um skjalastjórnun og hafa samstarf við hliðstæð félög og samtök erlendis. — Hér á landi er kennd skjala- stjórnun á námskeiðum í bókasafns- fræði og sagnfræði en sérstök náms- braut í skjalastjórn er ekki fyrir hendi, segja þær Stefanía og Svanhildur. — Til að sérhæfa sig á þessu sviði verða menn að leita til útlanda og ég stund- aði til dæmis nám í Bandaríkjunum eftir að hafa verið í sagnfræði í háskól- anum hér, segir Svanhildur Boga- dóttir en hún er skjalfræðingur að mennt. Segir hún að menn fari oftast í nám í skjalfræðum eftir að hafa stund- að nám í sagnfræði, bókasafnsfræði eða taki það í tengslum við nám í við- skipta- eða hagfræði. Stefanía Júlíus- dóttir stundaði einnig framhaldsnám í Bandaríkjunum í bókasafns- og upp- lýsingafræði eftir að hafa lokið prófi í bókasafnsfræði og líffræði hér á landi. Dr. James C. Bennett er beðinn að lýsa nánar í hverju skjalastjórnun sé fólgin: — Þetta er náttúrlega mjög víð- tækt svið og spannar alla hluti frá því að skjal verður til og þar til því er eytt eða það sett í varanlega geymslu. Hér er um það að ræða að ákveða hvers konar skjöl og upplýsingar skal geyma, hvemig hægt er að geyma það og hverju má eyða. Með síaukinni tækni aukast möguleikarnir á geymsluformum og nú er ekki lengur eingöngu um það að ræða að geyma hlutina á pappír. Við höfum filmur, örfilmur, geisladiska og tölvur og hvaðeina tengt þeim. í sambandi við skjalastjórnun og grisjun er margs að gæta og margar spurningar sem við þurfum að spyrja. A að nota skjalið á næstunni? Á að nota það einhvern tíma? Þarf að geyma það tímabundið — mánuði, ár, áratugi — eða má henda því einhvem tíma? Svörin við þessum spumingum ráða því hvernig farið er með skjalið eða upplýsingamar og skjalastjómun felst í því að ákveða í samráði við stjórnendur stofnana og fyrirtækja hvernig best er að haga þessum mál- um. Þarna kemur líka fleira inn í ákvarð- anatöku en aðeins það hvemig fara má með skjölin — hvaða geymsluað- ferð er hagkvæmust fyrir viðkomandi fyrirtæki, ef það hefur nóg pláss þá er í lagi að geyma pappírinn, ef ekki þá huga menn að örfilmum og tölvu- geymslu og þar fram eftir götunum. Hér þarf líka að gæta trúnaðar og leyndar. Hverjir eiga að geta haft að- gang að hinum og þessum upplýsing- um og ef þær eru tölvugeymdar er þá hætta á að óvandaðir menn geti kom- ist í þær og notfært sér þær — þannig eru nánast óendanlega margir fletir á þessum málum. Það hefur verið sagt að árin milli 1960 og 70 hafi verið framleiðsluáratugurinn, sá næsti ára- tugur markaðssetningarinnar og nú lifum við á áratug upplýsinganna og fleiri hafa nú atvinnu af hvers konar upplýsingamiðlun en nokkru sinni áður. 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.