Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1988, Blaðsíða 68

Frjáls verslun - 01.03.1988, Blaðsíða 68
Bréf frá útgefanda Hlutabréfamarkaður Aundanförnum árum hafa alltaf öðru hverju orðið umræður um eiginfjárstöðu íslenskra fyrirtækja. Menn eru yfirleitt sammála um að eigið fé fyrir- tækjanna sé of lítið en slíkt veikir vitanlega stöðu þeirra og gerir allan rekstur og fjárfestingar erfiðari. Astæður þess að eigið fé í fyrirtækjunum er ekki meira en raun ber vitni eru vitanlega nokkrar. Þar vega þó þrjár ástæður þyngst á metun- um. í fyrsta lagi er eiginfjárhlutfall lægra hér en í flestum samkeppnislöndum okkar. Hérlendis er það talið vera 20-35% að meðaltali, mismunandi eftir atvinnugreinum en á Vestur- löndum er þetta hlutfall víðast hvar 40-75% af heildarfjár- magni. í öðru lagi er lánsfé dýrara hérlendis en víðast í sam- keppnislöndum okkar og í þriðja lagi eru aðstæður á íslandi sérstæðar að því leyti að jafnan eru miklar sveiflur í atvinnu- lifinu, mun meiri en gerist víðast annars staðar. Það er stund- um sagt að hérlendis komi hálfgerð kreppa í atvinnulífið á fjögurra til sjö ára fresti. Þá má og nefna það sem ástæðu að við íslendingar höfum verið að byggja upp meðalstór og stór fyrirtæki á örfáum árum en hjá öðrum þjóðum hefur slíkt verið gert á mjög löngum tíma. Þar byggja flest stærstu fyrirtækin á gömlum merg og eiga sér langa þróunarsögu að baki. Af þeim sem tekið hafa þátt í umræðunum um þessi mál hafa langflestir verið þeirrar skoðunar að æskilegt væri að fyrir- tækin hefðu yfir að ráða mun meira eigin fé en nú er. Þar með væri rekstraröryggi þeirra meira, þau yrðu hæfari að taka þeim sveiflum sem virðast óhjákvæmilegar og þar með yrði atvinnuöryggið meira og unnt að greiða hærri laun. Þá hafa flestir verið þeirrar skoðunar að æskilegt væri að auka veru- lega eignaraðild almennings að fyrirtækjum en hún hefur jafnan verið mjög lítil hérlendis. Minni en víðast hvar annars staðar en víða um lönd er málum þannig fyrir komið að al- menningur sér sér hag af því að leggja sparifé sitt í fyrirtæki og hefur af því verulegan arð. Iðnþróunarsjóður og Seðlabanki íslands fengu erlenda sér- fræðinga frá Enskilda Securities til þess að gera úttekt á hlutabréfamarkaði á fslandi og hvað þyrfti að gera til þess að auka hana verulega — til þess að fá almenning til þess að vera virkari þátttakanda í fjármögnun fyrirtækja. Sérfræðingarnir hafa nú skilað áliti og hefur það að geyma tillögur til úrbóta. Margar af tillögum þeirra hafa áður komið fram og raunar verið ræddar um árabil án þess þó að af framkvæmdum hafi orðið. Ef tillögunum sem sérfræðingarnir leggja til yrði hrint í framkvæmd myndi hlutabréfasala tvímælalaust stóraukast. Út úr tillögunum má draga nokkur atriði sem iíklega skipta langmestu máli. Hér er fyrst og fremst um að ræða aðgerðir að hálfu hins opinbera sem gætu virkað sem nauðsynlegur hvati og að hlutabréfakaup í fyrirtækjum gætu orðið æskileg og aðgengileg leið fyrir eigendur sparifjár til að ávaxta fjármagn sitt. Ætla má að ef gerðar yrðu breytingar á skattalegri með- ferð hlutabréfa og arðs myndi öflugur hlutabréfamarkaður þróast tiltölulega hratt hérlendis. Benda má á fjögur atriði sem telja verður lykilatriði í þessu sambandi. í fyrsta Iagi er nauðsynlegt að skattalegur frádráttur á ári hverju verði þre- faldaður eða færður úr 60 þúsund krónum í 180 þúsund krón- ur. í öðru lagi er nauðsynlegt að fjórfalda skattfrjálsan arð þannig að hann geti orðið allt að 300 þúsund krónur á ári í stað 75 þúsund króna. í þriðja lagi er nauðsynlegt að hlutabréf í öllum hlutafélögum yrðu frádráttarbær frá tekjuskatti en ekki aðeins í þeim félögum sem hafa 50 hluthafa eða fleiri. Þær reglur sem nú eru í gildi hafa verulega hamlað þróuninni og segja má að í reynd séu ekki starfandi nema 10-20 hlutafélög hérlendis. í fjórða lagi er nauðsynlegt að söluhagnaður hluta- bréfa verði að fullu skattfrjáls eftir stuttan eignahaldstíma, t.d. þrjú ár, í stað þess að vera að fullu skattskyldur. Ef ofangreindar breytingar yrðu gerðar á skattalögunum er ekki að efa að hérlendis myndi opnast stór og öflugur markað- ur fyrir hlutabréfasölu. Meira þyrfti í raun ekki að gera til þess að auka verulega eigið fé í íslenskum fyrirtækjum sem yrðu þar með gerð öflugri til þess að mæta harðari samkeppni og erfiðari skilyrðum á öllum sviðum. 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.