Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1989, Side 50

Frjáls verslun - 01.08.1989, Side 50
FISKELDI FRAMTÍÐ LAXELDIS Á ÍSLANDI - SÉÐ FRÁ SJÓNARHÓLIÚTLENDINGS Ég tók þátt í fyrstu tilraununum með lax- eldi Atlantshafslax í Skotlandi 1968, en hafði þar áður stundað rannsóknir á sjúkdóm- um í eldisflatfiski, sil- ungi og bleikju. Frá ár- inu 1973 hef ég fengist við þróun nýrrar tækni í laxeldi og þróun nýrra fiskeldisfyrir- tækja samhliða fjár- festingarráðgjöf og ráðgjöf fyrir fjárfest- endur, fjármálastofn- anir og tryggingafélög. Ég hef unnið í yfir tutt- ugu löndum og í tæp- lega 40 fiskeldisfyrir- tækjum sem óhjá- kvæmilega hafa mörg verið tengd laxeldi. Ég hafði því ákveðnar skoðanir á laxeldi og vandamálum þess þegar ég kom í fyrsta sinn til íslands 1985. A þessu ári einu hef ég dvalið meira en 7 vikur á íslandi. Mér þykir vænt um bæði land og þjóð og kann að meta hefðir ykkar og lífs- máta. Ég er nógu dramblátur til að telja suma Islendinga meðal vina minna. Ég held ég eigi mér fáa óvild- armenn hér, þrátt fyrir að ég sé með- vitaður um vissa tortryggni sumra í minn garð vegna hins óíslenska ávana míns að láta skoðanir mínar í ljós á ákveðinn og opinskáan hátt. Birting þessarar greinar kann að ala enn á þessari tortryggni en ég vonast til að greinin muni koma þeim sem núna fást við laxeldi á íslandi að nokkru gagni hvort sem um er að ræða rekstraraðila, ráðgjafa, fjármögnuna- raðila eða tryggingafyrirtæki. Laxeldi er áhættusöm atvinnu- grein. Hún felur í sér alla þá áhættu þess að áhætta og ávöxtun eru sinn hvor endinn á vegasalti og ættu ekki að skoðast í einangrun. Það er á áhættumati, eða a.m.k. skynjun, sem fjár- festingarákvarðanir eru byggðar og fjármagnsupp- bygging ákveðin — eða þannig ætti það að vera! Kannski ákvarðanir séu teknar öðruvísi á íslandi? Allt velheppnað laxeldi byggir á flotkvíaeldi gönguseiða upp í markaðs- hæfa stærð. Flotkvíarnar eru misjafnlega flóknar. Arðbærustu fyrirtækin, sérstaklega í Noregi, byggja á einföldum kvíum og litlum fjárfestingar- kostnaði. Opnari svæði krefjast flóknari og dýrari kvía. Engu laxeldi sem byggir á notkun flóknustu gerða kvíanna hefur hing- að til tekist að ná arði út úr þeirri miklu þárfestingu sem til þarf. Almennt séð þá er laxeldi í flotkvíum á íslandi óframkvæm- anlegt sökum vetrarveðra og ofur- kælingar sjávarins. Fiskur er alinn í flotkvíum á íslandi en sú starfsemi er ótraust, óútreiknanleg, óhóflega erfið og óarðbær. Líta má á þessa aðferð fremur sem fjárhættuspil heldur en fjárfestingu og á íslandi þá eru líkurn- ar alltaf veðurguðunum í vil. íslensk tryggingafyrirtæki eru enn að læra þessa dýrkeyptu lexíu, og á endanum munu öll íslensk laxeldisfyrirtæki gera það líka. Þær fjárfestingar í laxeldi sem hægt er að taka alvarlega á íslandi byggjast á eldi í landi og notkun dælu- vatns. Engir raunhæfir valkostir eru til en við þurfum að gera okkur grein fyrir því að þetta er afbrigðilegt form laxeldis, þekkking á tækninni og að- Áhættan er sennilega minnst í Suður-Noregi. Laxeldi er áhættusamara í Norður-Noregi og í Skotlandi og enn áhættusamara á írlandi og í Færeyjum og nálgast fífldirfsku í Kanada, Chile og á íslandi. sem fólgin er í ræktun hvaða bústofns sem er og auk þess þá sérstöku áhættu sem fólgin er í sjónun eða vatninu sem fiskurinn lifir í. Áhættan er sennilega minnst í Suður-Noregi þar sem skjólgóðir firðir skapa, með lágmarkstilkostnaði, nánast fullkomið umhverfi fyrir fiskeldi. Laxeldi er áhættusamara í Norður-Noregi og í Skotlandi og enn áhættusamara á ír- landi og í Færeyjum og nálgast fífl- dirfsku í Kanada, Chile og á íslandi. Þetta áhættumat er mikilvægt vegna 50

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.