Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1989, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.08.1989, Blaðsíða 50
FISKELDI FRAMTÍÐ LAXELDIS Á ÍSLANDI - SÉÐ FRÁ SJÓNARHÓLIÚTLENDINGS Ég tók þátt í fyrstu tilraununum með lax- eldi Atlantshafslax í Skotlandi 1968, en hafði þar áður stundað rannsóknir á sjúkdóm- um í eldisflatfiski, sil- ungi og bleikju. Frá ár- inu 1973 hef ég fengist við þróun nýrrar tækni í laxeldi og þróun nýrra fiskeldisfyrir- tækja samhliða fjár- festingarráðgjöf og ráðgjöf fyrir fjárfest- endur, fjármálastofn- anir og tryggingafélög. Ég hef unnið í yfir tutt- ugu löndum og í tæp- lega 40 fiskeldisfyrir- tækjum sem óhjá- kvæmilega hafa mörg verið tengd laxeldi. Ég hafði því ákveðnar skoðanir á laxeldi og vandamálum þess þegar ég kom í fyrsta sinn til íslands 1985. A þessu ári einu hef ég dvalið meira en 7 vikur á íslandi. Mér þykir vænt um bæði land og þjóð og kann að meta hefðir ykkar og lífs- máta. Ég er nógu dramblátur til að telja suma Islendinga meðal vina minna. Ég held ég eigi mér fáa óvild- armenn hér, þrátt fyrir að ég sé með- vitaður um vissa tortryggni sumra í minn garð vegna hins óíslenska ávana míns að láta skoðanir mínar í ljós á ákveðinn og opinskáan hátt. Birting þessarar greinar kann að ala enn á þessari tortryggni en ég vonast til að greinin muni koma þeim sem núna fást við laxeldi á íslandi að nokkru gagni hvort sem um er að ræða rekstraraðila, ráðgjafa, fjármögnuna- raðila eða tryggingafyrirtæki. Laxeldi er áhættusöm atvinnu- grein. Hún felur í sér alla þá áhættu þess að áhætta og ávöxtun eru sinn hvor endinn á vegasalti og ættu ekki að skoðast í einangrun. Það er á áhættumati, eða a.m.k. skynjun, sem fjár- festingarákvarðanir eru byggðar og fjármagnsupp- bygging ákveðin — eða þannig ætti það að vera! Kannski ákvarðanir séu teknar öðruvísi á íslandi? Allt velheppnað laxeldi byggir á flotkvíaeldi gönguseiða upp í markaðs- hæfa stærð. Flotkvíarnar eru misjafnlega flóknar. Arðbærustu fyrirtækin, sérstaklega í Noregi, byggja á einföldum kvíum og litlum fjárfestingar- kostnaði. Opnari svæði krefjast flóknari og dýrari kvía. Engu laxeldi sem byggir á notkun flóknustu gerða kvíanna hefur hing- að til tekist að ná arði út úr þeirri miklu þárfestingu sem til þarf. Almennt séð þá er laxeldi í flotkvíum á íslandi óframkvæm- anlegt sökum vetrarveðra og ofur- kælingar sjávarins. Fiskur er alinn í flotkvíum á íslandi en sú starfsemi er ótraust, óútreiknanleg, óhóflega erfið og óarðbær. Líta má á þessa aðferð fremur sem fjárhættuspil heldur en fjárfestingu og á íslandi þá eru líkurn- ar alltaf veðurguðunum í vil. íslensk tryggingafyrirtæki eru enn að læra þessa dýrkeyptu lexíu, og á endanum munu öll íslensk laxeldisfyrirtæki gera það líka. Þær fjárfestingar í laxeldi sem hægt er að taka alvarlega á íslandi byggjast á eldi í landi og notkun dælu- vatns. Engir raunhæfir valkostir eru til en við þurfum að gera okkur grein fyrir því að þetta er afbrigðilegt form laxeldis, þekkking á tækninni og að- Áhættan er sennilega minnst í Suður-Noregi. Laxeldi er áhættusamara í Norður-Noregi og í Skotlandi og enn áhættusamara á írlandi og í Færeyjum og nálgast fífldirfsku í Kanada, Chile og á íslandi. sem fólgin er í ræktun hvaða bústofns sem er og auk þess þá sérstöku áhættu sem fólgin er í sjónun eða vatninu sem fiskurinn lifir í. Áhættan er sennilega minnst í Suður-Noregi þar sem skjólgóðir firðir skapa, með lágmarkstilkostnaði, nánast fullkomið umhverfi fyrir fiskeldi. Laxeldi er áhættusamara í Norður-Noregi og í Skotlandi og enn áhættusamara á ír- landi og í Færeyjum og nálgast fífl- dirfsku í Kanada, Chile og á íslandi. Þetta áhættumat er mikilvægt vegna 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.