Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1989, Side 64

Frjáls verslun - 01.08.1989, Side 64
ERLENT FLUGVELIHVALSLIKIYFIR BANDARÍKJUNUM - „MENN EIGfl EKKIALLTAF AÐ KLÆÐAST EINS OG ÞEIR SÉU AÐ FARA í JARÐAFÖR," SEGIR HUGMYNDASMIÐURINN Sérkennileg flugvél flaug fyrstu viku júnímánaðar um Bandaríkin þver og endilöng og næsta árið á hún oft eftir að sjást á flugi yfir Texas eða á flug- völlum þar. Þetta er ný Boeing far- þegaþota af gerðinni 737-300, en er nýstárleg að því leyti, að hún er eins og risastór höfrungur að sjá. Vélin er í eigu Southwest Airlines í Texas og fyrir tilstilli snjalls auglýs- ingamanns var um það samið að þessi vél, sem einkum flýgur milli Dallas og San Antonio, skuli vera í þessu „hvalslíki“ næsta árið. Tilgangurinn er að vekja í senn athygli á flugfélag- inu og einnig á nýjum sædýragarði í San Antonio. Aðdráttarafl þessa nýja skemmtigarðs er höfrungur, sem ber naftiið Shamu og var vélin máluð sem „fljúgandi" eftirlíking hans. Ýmislegt fleira en litir flugvéla- skrokksins minna á Shamu og nýja sædýragarðinn í San Antonio. Eftir- líking af honum er á öllum glasapinn- um sem farþegar fá og mynd af hon- um er á munnþurrkum sem farþeg- arnir fá. Það kostaði 125 þúsund dollara (um 7.5 milljónir króna) að mála vélina í hvalslitunum. Það er semsé dýrara Kelleher: Léttlyndur og hugmynd- aríkur forstjóri. en hvalurinn sjálfur. Að sögn tals- manna flugfélagsins kostar venjuleg flugvélarmálning um 30 þúsund doll- ara. Samkvæmt samningi milli South- west og sædýragarðsins ber flugvélin þessa liti um eins árs skeið. Southwest flugfélagið á nú 84 flug- vélar og hefur dafnað vel á undanföm- um árum. Maðurinn á bak við vel- gengnifélagsins, — og ýmsar auglýs- ingabrellur, sem vakið hafa mikla athygli hjá félaginu, er Herb Kel- leher, stjómarformaður þess. Það er opinbert leyndarmál, að hann átti hugmyndina að „hvalnum fljúgandi", þótt framkvæmdin hafi verið í hönd- um auglýsingastofu, sem annast alla auglýsingastarfsemi fyrir Southwest flugfélagið og nýja sædýragarðinn í San Antonio. Flugvélar og höfrungar á flugi eru ótrúlega lík, sagði hann er hann setti fram hugmyndina um að örva ferðir til nýja sjávardýragarðsins með því að fljúga þangað í flugvél í hvalslíki. MINI-PILS 0G ÓKEYPIS LÉTTVÍN Herb Kelleher átti einnig hug- myndina að því að láta flugfreyjur Southwest klæðast mini-pilsum við störf sín á fyrstu árum áttunda ára- tugarins. Þá stóð féalgið á brauðfót- um og átti aðeins þrjár flugvélar, en fargjaldastríð var þá í algleymingi. Flugfreyjurnar í mini-pilsunum vöktu athygli um allan heim og urðu félaginu drjúg tekjulind, enda voru þær vel kynntar í sjónvarpi og blöðum. Ekki sakaði, að þessar léttklæddu freyjur færðu farþegum Southwest flösku af léttu víni án endurgjalds. „Mér fmnst gaman að glíma við nýj- ar hugdettur, sem falla fólki vel í geð“, sagði Kelleher nýlega í blaða- viðtali. „Sumar hugmyndir mínar hafa að vísu verið heimskulegar, en við tökum samkeppnina alvarlega en ekki sjálfa okkur." Hugdettur eins og hér hefur verið „Hvalurinn fljúgandi“, sem fór í loftið 1. júní og á að flytja þúsundir ferða- manna til Texas og vekja atjygli á vaxandi flugféalgi og nýjum sædýragarði. 64

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.