Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1989, Blaðsíða 64

Frjáls verslun - 01.08.1989, Blaðsíða 64
ERLENT FLUGVELIHVALSLIKIYFIR BANDARÍKJUNUM - „MENN EIGfl EKKIALLTAF AÐ KLÆÐAST EINS OG ÞEIR SÉU AÐ FARA í JARÐAFÖR," SEGIR HUGMYNDASMIÐURINN Sérkennileg flugvél flaug fyrstu viku júnímánaðar um Bandaríkin þver og endilöng og næsta árið á hún oft eftir að sjást á flugi yfir Texas eða á flug- völlum þar. Þetta er ný Boeing far- þegaþota af gerðinni 737-300, en er nýstárleg að því leyti, að hún er eins og risastór höfrungur að sjá. Vélin er í eigu Southwest Airlines í Texas og fyrir tilstilli snjalls auglýs- ingamanns var um það samið að þessi vél, sem einkum flýgur milli Dallas og San Antonio, skuli vera í þessu „hvalslíki“ næsta árið. Tilgangurinn er að vekja í senn athygli á flugfélag- inu og einnig á nýjum sædýragarði í San Antonio. Aðdráttarafl þessa nýja skemmtigarðs er höfrungur, sem ber naftiið Shamu og var vélin máluð sem „fljúgandi" eftirlíking hans. Ýmislegt fleira en litir flugvéla- skrokksins minna á Shamu og nýja sædýragarðinn í San Antonio. Eftir- líking af honum er á öllum glasapinn- um sem farþegar fá og mynd af hon- um er á munnþurrkum sem farþeg- arnir fá. Það kostaði 125 þúsund dollara (um 7.5 milljónir króna) að mála vélina í hvalslitunum. Það er semsé dýrara Kelleher: Léttlyndur og hugmynd- aríkur forstjóri. en hvalurinn sjálfur. Að sögn tals- manna flugfélagsins kostar venjuleg flugvélarmálning um 30 þúsund doll- ara. Samkvæmt samningi milli South- west og sædýragarðsins ber flugvélin þessa liti um eins árs skeið. Southwest flugfélagið á nú 84 flug- vélar og hefur dafnað vel á undanföm- um árum. Maðurinn á bak við vel- gengnifélagsins, — og ýmsar auglýs- ingabrellur, sem vakið hafa mikla athygli hjá félaginu, er Herb Kel- leher, stjómarformaður þess. Það er opinbert leyndarmál, að hann átti hugmyndina að „hvalnum fljúgandi", þótt framkvæmdin hafi verið í hönd- um auglýsingastofu, sem annast alla auglýsingastarfsemi fyrir Southwest flugfélagið og nýja sædýragarðinn í San Antonio. Flugvélar og höfrungar á flugi eru ótrúlega lík, sagði hann er hann setti fram hugmyndina um að örva ferðir til nýja sjávardýragarðsins með því að fljúga þangað í flugvél í hvalslíki. MINI-PILS 0G ÓKEYPIS LÉTTVÍN Herb Kelleher átti einnig hug- myndina að því að láta flugfreyjur Southwest klæðast mini-pilsum við störf sín á fyrstu árum áttunda ára- tugarins. Þá stóð féalgið á brauðfót- um og átti aðeins þrjár flugvélar, en fargjaldastríð var þá í algleymingi. Flugfreyjurnar í mini-pilsunum vöktu athygli um allan heim og urðu félaginu drjúg tekjulind, enda voru þær vel kynntar í sjónvarpi og blöðum. Ekki sakaði, að þessar léttklæddu freyjur færðu farþegum Southwest flösku af léttu víni án endurgjalds. „Mér fmnst gaman að glíma við nýj- ar hugdettur, sem falla fólki vel í geð“, sagði Kelleher nýlega í blaða- viðtali. „Sumar hugmyndir mínar hafa að vísu verið heimskulegar, en við tökum samkeppnina alvarlega en ekki sjálfa okkur." Hugdettur eins og hér hefur verið „Hvalurinn fljúgandi“, sem fór í loftið 1. júní og á að flytja þúsundir ferða- manna til Texas og vekja atjygli á vaxandi flugféalgi og nýjum sædýragarði. 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.