Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1991, Side 10

Frjáls verslun - 01.07.1991, Side 10
FRETTIR EINKAVÆÐING BÚNAÐARBANKANS: KAUPA SPARISJÓÐIRNIR HLUT? Sparisjóðirnir í landinu eru nefndir sem hugsan- legur stór kaupandi hlutabréfa í Búnaðar- bankanum þegar ríkis- sjóður býður bankann til sölu á hlutabréfamark- aði, eins og flest bendir til að geti gerst fyrr en síðar. Flest bendir til að ákveðinn vilji sé fyrir því innan ríkisstjórnarinnar að hefja markvissa áætl- un um sölu ríkisfyrir- tækja með því að breyta Búnaðarbankanum í hlutafélag og bjóða hluta- bréfin síðan til sölu á markaðnum. Ætla má að ströng skilyrði verði sett fyrir sölu bréfanna, m.a. til að koma í veg fyrir að öflugir aðilar geti hrifsað völdin í bankanum til sín. Eins hefur verið rætt um að hagsmuna starfs- manna bankans verði gætt með því að gefa þeim kost á að kaupa hlutabréf á hagstæðara verði en öðrum. Sennilegt er talið að sparisjóðirnir hafi áhuga á að kaupa hlutafé í Bún- aðarbankanum til að styrkja stöðu sína á fjár- magnsmarkaðnum. Bent er á að þegar sé verulegt samstarf milli spari- sjóðanna og Búnaðar- bankans, en þessir aðilar eiga Kaupþing hf. sam- eiginlega. Eins og kunn- ugt er keypti Búnaðar- bankinn helming hluta- bréfa í Kaupþingi þegar Pétur Blöndal seldi meirihluta sinn á síðasta ári. Lánasjóður spari- sjóðanna keypti 1% hlutabréfa og með því má segja að allir sparisjóðir í landinu séu hluthafar í Kaupþingi. Samstarf þessara aðila mun hafa gengið mjög vel og því þykir áhrifamönn- um í sparisjóðunum það geðfelld hugmynd að stefna að því að kaupa hlutafé í Búnaðarbankan- um og efla samstarf bank- ans og sparisjóðanna enn frekar. MARKÚS ÖRN ANTONSSON: EKKIFYRSTIBORGARSTJÓRISJÁLFSTÆÐIS- MANNA SEM Á EKKISÆTI í BORGARSTJÓRN Valið á Markúsi Erni Antonssyni í embætti borgarstjóra hefur al- mennt mælst vel fyrir. Nokkurt veður hefur þó verið gert út af því að hann eigi ekki sæti í borg- arstjórn Reykjavíkur og hafa ýmsir haldið því fram að með því væru sjálfstæðismenn að brjóta hefð. Sagnfræðing- urinn og borgarfulltrúinn Ólína Þorvarðardóttir hefur m.a. haldið þessu fram og reynt að setja upp vandlætingarsvip. En lítum á sögulegar staðreyndir. Þegar Knud Zimsen lét af störfum borgarstjóra af heilsu- farsástæðum á miðju kjörtímabili árið 1932 tók Jón Þorláksson við af honum. Þá voru liðin 10 ár frá því hann átti sæti í borgarstjórn Reykjavík- Hinn nýji borgarstjóri Reykvíkinga er ekki sá fyrsti sem er ekki borgarfulltrúi. Markús Örn er því ekki fyrsti borgarstjóri á valdatíma Sjálfstæðis- flokksins sem kemur til starfa án þess að vera borgarfulltrúi. Fordæmið er til þó langur tími sé lið- inn frá því Jón Þorláks- son tók við borgarstjóra- starfinu. 10

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.