Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1991, Page 17

Frjáls verslun - 01.07.1991, Page 17
verulega saman á næstu árum, en bandaríska þingið á eftir að fjalla um fjárlögin. Þar eru hins vegar sterkar raddir sem vilja draga úr eyðslu innan og utan Bandaríkjanna. Menn eru al- mennt sammála um að staða Islend- inga sé góð miðað við ýmsa aðra þar sem verksvið hersins hér þoli vart fækkun í herafla. Vegna hugsanlegs samdráttar og jafnvel þess að herstöðin kynni hrein- lega að verða lögð niður er eðlilegt að spurt sé hversu þýðingarmikil þjón- ustan við varnarliðið hefur verið fyrir íslenskan þjóðarbúskap og hvaða af- leiðingar það hefði, dragist starfsem- in á vellinum verulega saman eða leggist með öllu af. VARNARLIÐIÐ GRÍÐARLEGA STÓRT í ÍSLENSKU HAGKERFI - TÍU AF HUNDRAÐIALLS Þáttur varnarliðsins í efnahagskerfi Islendinga er gríðarlega stór og hag- tölur sýna hvergi nærri hver hlutur bandaríska varnarliðsins hefur verið í tímans rás. Á árunum 1952-1959, þegar verkefni fyrir herinn voru sem mest, má ætla að allt að 40% af hrein- um gjaldeyristekjum hafi komið af viðskiptum við herinn, en á síðustu árum hefur hlutfallið verið um 10%. Starfsemi í kringum varnarliðið reiknast sem útflutningur í hagskýrsl- um en áhrifa á efnahagslíf gætir langt út fyrir þann ramrna. Ætla má að ríf- lega tíundi hluti hreinna gjaldeyris- tekna þjóðarinnar hafi átt beinan upp- runa sinn í gjöldum frá varnarliðinu á áratugunum fjórum. Tafla 1 sýnir gjaldeyristekjur af varnarliðinu síðastliðin þrjú ár í sam- anburði við brúttótekjur annarra út- flutningsgreina. TAFLA1: HREINAR ÚTFLUTNINGSTEKJ U R [í milljónum króna og %) Sjávarafurðir Vörur Þjónusta Varnarliðið Samtals (- varnarl.) 1988 29.212 5.949 6.161 4.599 45.921 (63,6%) (13,0%) (13,4%) (10,0%) (100%) 1989 37.875 7.533 7.819 6.577 59.804 (63,3%) (12,6%) (13,1%) (11,0%) (100%) 1990 46.598 7.468 9.054 7.427 70.547 (66,1%) (10,6%) (12,8%) (10,5%) (100%) 17

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.