Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1991, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.07.1991, Blaðsíða 30
UPPELDI „Það er mjög slæmt fyrir börn að vera hjá tveimur til þremur mismunandi dagmæðrum á ári.“ vistarstofnanir. Það verður einhver að vilja vinna þar og faglært fólk fæst ekki til þess fyrir þau lúsarlaun sem í boði eru.“ ÁVINNINGUR ÞJÓÐFÉLAGSINS 1,200 MILUÓNIR Hagfræðistofnun Háskóla íslands gerði nýlega athugun á þjóðhagslegri hagkvæmni eflingar leikskóla og lengri skóladags í grunnskóla. Þar kemur fram að þjóðhagslegur ávinn- ingur af eflingu leikskóla fyrir böm á aldrinum 2-6 ára yrði tæplega 1,200 milljónir króna árlega. Einnig kemur fram að ávinningur foreldra af eflingu leikskóla og lengingu skóladags er mikill og myndi m.a. skila sér í hærri launum foreldra: „Yfirleitt eru mark- aðslaun forsjármanna barna og for- eldra, sem óska eftir hlutastarfi eða snúa til baka á vinnumarkaðinn, ekki mjög há. Þannig er heill samfelldur vinnudagur yfirleitt verðmætari en sá sem er styttri og e.t.v. sundurslitinn vegna barnagæslu. Fólk, sem knúið er til slíkrar vinnu, fær því oft lægri laun og missir frernur af stöðuhækk- unum.“ „Það er mjög mikið álag að vera útivinnandi og bera einnig ábyrgð á heimilishaldi,“ segir Lára V. Júlíus- dóttir, lögfræðingur ASÍ og þriggja barna móðir. „Ég held að fólk verði að hafa upplifað það sjálft til að geta gert sér grein fyrir hvað álagið er mikið. Það er sennilega algengast að mæð- urnar sjái um snúninga vegna barn- anna og annist þau í veikindum og ofan á það bætist svo tilfinningalegt álag og oft sektarkennd vegna að- skilnaðar frá börnunum. Það er ekk- ert vafamál að þetta hefur áhrif á hvernig þeim gengur í starfi. Þó að menn vilji ekki viðurkenna það eru konur oft látnar sitja hjá á vinnustað, þeim er ekki boðin staðan eða tæki- færin af eins konar „tillitssemi" af hálfu atvinnurekenda. Stundum er þetta konunum sjálfum að kenna. Þær treysta sér ekki til að taka á sig ábyrgðina.“ REKUM FYRIRTÆKI, EKKI HJÁLPARSTOFNUN Bandarísk fyrirtæki hafa boðið starfsfólki upp á ýmsa aðra kosti en fullan vinnudag svo það geti varið meiri tíma með börnum sínum og enn fleiri fyrirtæki sjá starfsmönnum sín- um fyrir barnagæslu. Framkvæmda- stjóri eins fyrirtækisins sagði í samtali við Fortune tímaritið: „Áður fyrr var viðhorfið þannig að fólk átti að skilja sín persónulegu vandamál eftir heima. En við höfum ekki lengur efni á að taka þann pól í hæðina. Andleg velferð starfsfólks sem og bama þess er mikilvægur þáttur í rekstrinum og þau fyrirtæki, sem ekki rækja þann þátt, hætta jafnt framtíð starfsmanna sinna sem og sinni eigin.“ Þjónusta alla leið TOLLVÖRU - GEYMSLAN HF Við önnumst flutninga • SAFNSENDINCAR • FLUTNINCSMIÐI.UN Við sækjum vörur • FRAKTFI.UG •SKIPAAFCREIDSI.A • PÓSTAFCREIDSI.A Við sjáum um skýrslugerð • TOI.LSKÝRSI.A • ALMENN TOLLSKÝRSl.A • TRANSIT • ENDURSENDINGAR • VERDBREYTINC.AR • ÚTFLUTNINCUR Við meðhöndlum vörur • CÁMAI.OSUN • VORUMERKINCAR • VÖRUFLOKKUN •POKKUN 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.