Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1991, Side 47

Frjáls verslun - 01.07.1991, Side 47
kvörtun Flugleiðamanna og sagði Flugmálastjórn aldrei hafa verið sýnd eins mikil vanvirða af flugrekstrarað- ila á þeim átta árum sem hann hefði verið við stjómvölinn. Pétur J. Eiríksson var ekki sáttur við svar Flugmálastjórnar og sagði að Flugleiðir myndu leita réttar síns hjá Samgönguráðuneytinu ef með þyrfti og taldi hann ekki óeðlilegt að Flug- eftirlitsnefnd yrði falið að fjalla um málið. Guðni Þórðarson hjá Flugferðum- Sólarflugi sagði í blaðaviðtali að fyrir- tækið væri ekki að brjóta neinar reglugerðir. Flugið væri eins ódýrt og raun bæri vitni sökum hagstæðra samninga og góðrar nýtingar. GRIPIÐ í TAUMANA Einnig kvörtuðu Fiugleiðir yfir aug- lýsingum í þeim dúr sem áður getur. Niðurstaða þess varð sú að verðlags- stjóri greip í taumana og samkomulag varð um að ferðaskrifstofur miðuðu verð á flugferðum í auglýsingum sín- um við gildandi gengi þá stundina sem auglýsingin birtist. Verðlagsráð, Fé- lag ferðaskrifstofa og Neytenda- samtökin munu síðan hafa samvinnu um gerð reglna hvað þetta varðar sem fara skal eftir í framtíðinni. f viðtali við DV hafði Pétur J. Ei- ríksson m.a. þetta að segja um aug- lýsingar ferðaskrifstofanna: „Síðan gerist það að þegar aðrar ferðaskrif- stofur sjá að Flugferðir-Sólarflug komast upp með að auglýsa berstríp- uð fargjöld þá fara þær að gera það sama. Fyrir tveim vikum auglýstu í sama dagblaðinu þrjár ferðaskrifstof- ur. Þá töldum við ástæðu til að hnippa í flugmálastjóra og benda honum á að þarna væri greinilega verið að gefa til kynna með auglýsingu að verið væri að brjóta reglugerð um leiguflug. Við getum ekki sætt okkur við það að þurfa að fylgja alls konar reglum með- an aðrir sleppa við þær. Menn eiga að vera jafnir fyrir lögunum." En þessi mál virðast vera marg- slungin og menn eru fráleitt á einu máli um það hvort allir séu jafnir fyrir lögunum - og einkum það hverjir séu rétthærri en aðrir. Um það heyrum við m.a. í viðtali við Guðna Þórðarson hjá Flugferð- um-Sólarflugi hér á eftir. STÖRF ERLENDIS Viltu breyta til? Nú er fáanleg bók með ítarlegum upplýsingum um atvinnuleyfi, launakjör, aðstöðu og húsnæðismál, vegabréfsáritun, ferðakostnað o.fl. erlendis. I bókinni eru einnig nöfn og póstfang fyrirtækja í Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Vestur-lndíum, Ástralíu og Aust- uriöndum fjær, sem leita eftir evrópskum starfsmönnum, fyrirtæki sem starfa á sviðum oliu- og málmvinnslu, skrúðgarðyrkju, hótel- og veitingareksturs, skemmtiferða á sjó, ferðamála auk þjónustu (t.d. einkabílstjórar, „au pair" o.fl.). Hafir þú áhuga skaltu óska eftir ókeypis kynningarbæklingi okkar um bókina. Sendu okkur umslag með þinni utanáskrift (með alþjóð- legri greiðslu burðargjalds, en slík umslög fást hjá Póstinum) og við munum senda þér þessar ókeypis upplýsingar um hæl. Skrifið tii: LOUVI AB Box 48 Skogástorget 2 S-142 01 Trángsund Sverige Ath. Við útvegum upplýsingar en stundum ekki atvinnumiðlun. Fastéigna- & rirmasalan§ Nýbýlavegi 20 éSé Fyrirtækjaeigendur takið eftir! Fasteigna- og firmasalan hefur það á stefnu- skrá slnni að láta hlutina ganga hratt fyrir sig og vinna vel fyrir umbjóðendur sína. Okkur þætti vænt um ef þú myndir hafa sam- band við okkur ef þú hefur í hyggju að selja, breyta eða stækka fyrirtæki þitt. Við munum leggja okkur í líma að uppfylla þínar óskir. Vinsamlega hafið samband. Kristinn Kjartansson, Friðrik Gunnarsson, Guðmundur Þórðarson.hdl. 47

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.