Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1996, Qupperneq 38

Frjáls verslun - 01.02.1996, Qupperneq 38
ÞJÓÐLÍF Raunar er talið fullvíst að a.m.k. einn áhugamaður um embættið hafi hafist handa töluvert fyrr við að undir- búa framboð til forseta. Þetta var Gunnar Thoroddsen, tengdasonur forsetahjónanna. Gunnar var löglærður, hafði verið lagaprófessor við Háskólann, borgar- stjóri í Reykjavík, þingmaður sjálf- stæðismanna og fjármálaráðherra í Viðreisnarstjóminni 1959-1965. Þá sagði hann af sér þingmennsku, gekk úr ríkisstjórn og gerðist sendiherra íslands í Danmörku. Ýmsir fullyrtu að nú væri Gunnar tekinn til við að búa sig undir forsetaframboð og sendi- herrastaðan átti að skapa fjarlægð frá stjómmálavafstrinu. Þá var doktors- vörn Gunnars í ársbyijun 1968 sam- stundis tengd framboði til forseta því vitaskuld myndi ekki skaða að hampa doktorsnafnbót. í upphafi baráttunnar töldu margir Gunnar Thoroddsen nánast ósigr- andi; hann var glæsilegur á velli, vel menntaður og þrautreyndur á sviði stjórnmála og í utanríkisþjónustu. Fyrstu vikur ársins voru fjölmörg nöfn nefnd en enginn fékkst til að gefa afdráttarlaust svar fyrr en kom fram í mars; þá tilkynnti Kristján Eldjárn þjóðminjavörður að hann gæfi kost á sér í embætti forseta íslands. Niður- staðan varð sú að Kristján og Gunnar Thoroddsen voru tveir í framboði. Kristján hafði lært fornleifafræði og gegnt stöðu þjóðminjavarðar frá árinu 1947. Honum var einkar lagið að gera fortíð þjóðarinnar lifandi fyrir al- menningi í ræðu og riti. Má þar t.d. nefna að doktorsrit hans, Kuml og haugfé í heiðnum sið, varð ein sölu- hæsta jólabókin 1956 og er ósennilegt að fræðimenn leiki það eftir á næstu árum. Þá varð Kristján þjóðkunnur fyrir geysivinsæla sjónvarpsþætti sína, Muni og minjar, í nýstofnuðu Ríkissjónvarpi. Hins vegar var pólitísk reynsla þjóðminjavarðarins sama og engin. Vildu sumir núa frambjóðandanum þessu „reynsluleysi“ um nasir en þeir voru miklu fleiri sem sögðu að fyrir vikið væri tryggt að þar færi „maður fólksins“ en ekki einhver aflóga póli- tíkus. Kosningabaráttan varð afar hörð. Fljótlega virtist framboðKristjáns eiga mikinn hljómgrunn; það var eins og kjósendur þyrsti orðið í nýjan og ferskan anda um forsetaembættið. Eftir því sem baráttunni vatt fram og það varð ljósara að Gunnar átti á brattann að sækja í viðureigninni við Kristján þoldu flokksvélamar loks ekki lengur við; síðla maímánaðar lýsti Morgunblaðið yfir stuðningi við Gunnar Thoroddsen. Allt kom þó fyrir ekki; sigurganga Kristjáns Eld- jám virtist ekki verða stöðvuð. Þetta kom líka best fram í kosn- ingaúrslitum. Kristján hlaut rúmlega 65% atkvæða en Gunnar rúm 34%. Enda þótt flestir byggjust orðið við sigri Kristjáns voru þeir fáir sem væntu þess að munurinn yrði jafn mikill og raun bar vitni. Enn á ný hafði hið ótrúlega gerst. Aðeins nokkrum vikum fyrr hafði það verið álitið næsta ótrúlegt að nokkur gæti lagt Gunnar Thoroddsen í forsetakosningum. Nú hafði hann verið gersigraður. Gunnar var spurður um ósigurinn í viðtalsbók sem út kom árið 1981. Þar gaf hann þær ástæður helstar að um þær mundir hefðu stjórnmálamenn lítt átt upp á pallborðið hjá almenningi. Þá hefði mörgum þótt það óheppilegt að kjósa tengdason sitjandi forseta lrkt og verið væri að koma á erfða- veldi á íslandi. Loks gat Gunnars þess að fjöl- margir kjósendur hefðu einfaldlega álitið Kristján Eldjárn hæfari til em- bættisins en hann sjálfan. Og líklega er það mergurinn málsins: í Kristjáni komu saman fiölmargir eiginleikar sem þjóðin óskaði eftir að sjá í forseta sínum. Hann rímaði einfaldlega betur við þær hugmyndir sem menn gerðu sér um embættið árið 1968. EINSTÆÐ MÓÐIR Á BESSASTÖÐUM Kristján Eldjárn sat þijú kjörtíma- bil, sjálfkjörinn 1972 og 1976. Árið 1980 tilkynnti Kristján að hann gæfi ekki kost á sér áfram. Kosningabaráttan árið 1980 hófst mun fyrr en áður og þegar um mán- aðamótin janúar/febrúar var orðið ljóst á milli hverra valið stæði. Fram- bjóðendumir voru fiórir: Albert Guð- mundsson, fótboltagarpur, alþingis- maður og heildsali, Pétur Thorsteins- son sendiherra, Guðlaugur Þorvalds- son sáttasemjari og Vigdís Finnboga- dóttir leikhússtjóri. Það var að sjálfsögðu tímanna tákn að nú skyldi kona vera meðal fram- bjóðenda því kvennabarátta og jafn- rétti kynjanna var þá mál málanna. Vigdís var, er hér var komið sögu, þjóðkunn persóna, sem leikhússtjóri í Iðnó og á öðrum sviðum. Þannig hafði hún t.d. um skeið verið umsjónar- maður menningarþáttarins Vöku í Ríkissjónvarpinu og einnig stjómað frönskukennslu sjónvarpsins sem margir fylgdust með. Guðlaugur Þor- valdsson var einnig vel þekktur og virtur fyrir störf sín sem sáttasemjari og háskólarektor. Það mátti segja um Albert Guðmundsson að hann var þjóðkunnur. Albert var þó vissulega umdeildur stjómmálamaður og svo virtist sem þjóðin kærði sig ekki um pólitíkus á Bessastaði að svo stöddu. Um Pétur Thorsteinsson sögðu þeir, er til þekktu, að þar færi óumdeildur hæfileikamaður með reynslu þá er til þurfti. Hann galt þess hins vegar að vera minna þekktur heldur en hinir frambjóðendurnir þrír. Þegar verulegur skriður komst á kosningabaráttuna kom þetta enn betur í ljós og slagurinn virtist tví- mælalaust standa á milli Vigdísar Finnbogadóttur og Guðlaugs Þor- valdssonar. Þau voru bæði virt og vinsæl og bæði virtust hafa burði til að verða glæsilegir þjóðhöfðingjar. Kosningabaráttan varð mjög hörð og oft óvægin. Frambjóðendurnir höfðu sig nú meira í frammi heldur en nokkru sinni fyrr í forsetakosningum hér á landi. Til dæmis sóttu þeir allir heim fiölmarga vinnustaði sem var nýmæli. Erfiðleikar þjóðarinnar við að gera upp á milli Guðlaugs og Vigdísar komu glögglega í ljós þegar talið var upp úr kjörkössunum, Vigdís hlaut 33,8% atkvæða, Guðlaugur 32,3%, Albert fékk 19,8% en Pétur Thor- steinsson rak lestina með 14,1% at- kvæða. Þar með urðu íslendingar fýrstir þjóða til að kjósa konu í em- bætti þjóðhöfðingja í almennum kosn- ingum. Vigdís var sjálfkjörin árið 1984 en líklega var það skýrasta dæmið um breytta tíma að árið 1988 var í fyrsta sinn boðið fram gegn sitjandi forseta. 38
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.