Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1996, Blaðsíða 62

Frjáls verslun - 01.02.1996, Blaðsíða 62
MISRETTIIFRELSI Um 20 þúsund manns geta valiö sér lífeyrissjóöi. Hvers vegna ekki aö leyfa öllum aö njóta frelsis í lífeyrissparnaöi? aífeyrisspamaður er í flestum til- fellum bundinn við ákveðinn líf- eyrissjóð. Ekki eru þó allir jafn- settir því áð stór hópur fólks, eða um 20.000 manns, getur valið sér lífeyris- sjóð. Einnig er um mismunandi skatt- lagningu að ræða eftir því hvort lagt er í lífeyrissjóð, sem er viðurkenndur af fjármálaráðuneytinu, eða hvort keypt er svokölluð lífeyristrygging en lífeyristr- yggingar eru skattlagðar eins og hver annar sparnaður og verður því um tals- vert hærri skattlagningu að ræða en ef greitt er í lífeyris- sjóð. Samkvæmt ís- lenskum lögum er öllum skylt að greiða 10% af skattskyldum tekjum sínum í líf- eyrissjóð. Þá er launþegum, sem eiga aðild að stéttarfélagi, gert skylt að greiða þessa fjárhæð í þann lífeyrissjóð sem tengdur er þeirra stéttarfélagi. Einstaklingi, sem hefur 100.000 kr. á mánuði í 40 ár, getur því verið gert skylt að greiða sem svarar fimm milljónum króna af tekjum sínum í sjóð sem hann hefur engin áhrif á. Þeir 20.000 einstaklingar, sem ekki tilheyra ákveðnum lífeyrissjóðum, hafa greiðsluskyldu. Þeim er gert að greiða í einhvem lífeyrissjóð að eigin vali. Þeir geta valið um lífeyrissjóði, sem eru samtryggingarsjóðir, t.d. Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda, eða séreignasjóði, t.d. Frjálsa lífeyrissjóðinn. En þeir geta ekki valið um að greiða í líftryggingafélög eða lífeyrissparnaðartryggingu. Flestir, sem hafa tjáð sig um lífeyris- mál, eru sammála um að rétt sé að skylda alla til að leggja fyrir til elliáranna. Mikill ágreiningur ríkir hins vegar um það hversu mikið ákvörðunarvald ein- staklingurinn eigi að hafa yfir sínum eig- in fjármunum. Þeir, sem vilja ganga lengst í átt til valfrelsis, vilja að hægt sé að velja um mismunandi tegundir líf- eyrisspamaðar. Þeir aðilar, sem vilja ganga styst, vilja hafa kerflð óbreytt. Meðan lögin eru óbreytt er talsvert misrétti á milli þeirra, sem geta sjálfir ákveðið hvað þeim sé fyrir bestu og varið sínum fimm milljónum eins og þeir telja best, og á milli þeirra sem skuld- MYNDIR: BRAGI P. JÓSEFSS0N bundnir em til að greiða í ákveðna sjóði sem henta þeim alls ekki. Þá er einnig mikið misræmi á milli launþega eftir því í hvaða sjóð þeim er gert að greiða þar sem lífeyrissjóðirnir eru misjafnlega vel staddir. Skattalögum hefur nú verið breytt þannig að ekki er lengur um að ræða að lífeyrissparnaður sé tvískattaður hjá launþegum. Hjá einstaklingum með eig- in rekstur er enn um tvísköttun að ræða samkvæmt lögum en nýlega féll dómur í þá veru að einstaklingi væri leyfilegt að færa til gjalda í rekstri sínum iðgjald atvinnurekanda í lífeyrissjóð. Lífeyris- þegar, sem nú taka lífeyri, eru að hluta til tvískattaðir. Lífeyrisiðgjöldin voru skattlögð að hluta og nú er lífeyririnn skattlagður að fullu. Þannig að lífeyris- þegar í dag eru að greiða skatt af eigin peningum í annað sinn. Lífeyristryggingar, sem hafa verið að ryðja sér til rúms á íslandi á undanförn- um ámm, eigá erfitt uppdráttar þar sem það er skattalega óhagstætt fyrir laun- þegann að greiða lífeyristryggingu. Þá SKILAB0Ð TIL STJÓRNVALDA Brynhildur Sverrisdóttir Brynhildur Sverrisdóttir er fram- kvæmdastjóri hjá Fjárfestingarfé- laginu Skandia. er lífeyristrygging eignarskattskyld en eignarskattur er nú 1,2-1,45% á ári. Með nýjum tillögum um vaxtaskatt verða vext- ir, arður og gengishagnaður af lffeyristr- yggingu skattskyldir um 10%. Dæmi um áhrif mismunandi skatt- lagningar eftir tegundum lífeyrissþarn- aðar. Launþegi, sem leggur í löggiltan séreignasjóð 10.000 kr. á mánuði í 30 ár, á 8,2 milljón- ir. Afþeimþening- um þarf að greiða tekjuskatt þannig að nettófjárhæðin verður 4,8 mill- jónir. Launþegi, sem leggur sömu fjárhæð í lífeyristr- yggingu, sem ber sömu 5% raunávöxtunina og séreigna- sjóðurinn, á einungis 3,5 milljónir króna eftir 30 ár. Munurinn vegna skattalegrar mismununar er 1,3 mill- jónir króna. Skattalega og kostnaðarlega er séreignasjóður hagstæðari launþeg- um. íslensku séreignasjóðirnir bjóða upp á úrval trygginga og eru með mjög lágan rekstrarkostnað. Erfitt er að bera saman ávöxtun þar sem upp- lýsingar eru takmarkaðar hjá líf- eyristryggingum. Allianz gefur upp meðalávöxtun 7,44% á ári í þýskum mörkum. Ef tekið er tímabilið 1986- 1994 er meðalraunávöxtun í íslensk- um krónum 8,1% en á sama tímabili var raunávöxtun Frjálsa lífeyrissjóðs- ins 10%. Til þess að um raunhæfan saman- burð á kostum og göllum hinna mis- munandi tegunda lífeyrissparnaðar geti verið að ræða verður að gera þá kröfu til lífeyristrygginga að upplýs- ingaflæðið verði betra. Að kostnaður verði upplýstur. Að eignasamsetning sjóðsins verði upplýst. Að kaupandi lífeyristrygginga fái upplýsingar um ávöxtun innistæðu sinnar að minnsta kosti mánaðarlega. Stjórnvöld þurfa að sjá til þess að allir sitji við sama borð hvað varðar valfrelsi, skattlagningu og upplýs- ingagjöf. 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.