Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1996, Page 22

Frjáls verslun - 01.02.1996, Page 22
FORSÍÐUGREIN VIÐHORF TIL FORSETAFRAMBOÐS Jákv. % Neikv. % Hlutlaus % Davíð Oddsson 14,6 66,1 18,6 Ellert B. Schram 14,1 57,0 27,9 Guðrún Agnarsdóttir 37,1 36,5 25,3 Guðrún Pétursdóttir 51,5 20,6 27,0 Ólafur Ragnar Grímsson 39,1 41,9 18,2 Pálmi Matthíasson 28,7 47,3 23,2 Guðmundur Rafn Geirdal 3,6 71,9 23,5 Steingrímur Hermannsson 8,4 75,1 15,5 myndir þú helst vilja sjá sem forseta? — var að Guðrún Pét- ursdóttir náði fylgi rúmlega eins af hverj- um fimm (21%) á meðan Ólafur Ragnar Grímsson hefur fylgi eins af hverjum sjö (13%) og Guðrún Agnarsdóttir (13%) fær svipaðan stuðn- ing. Séra Pálmi Matt- híasson hefur stuðn- ing eins af hveijum tíu (10%) en þeir Davíð Oddsson og Ellert B. Schram fá mun minna, eða 4 til 5%. Hinirtveir, semnefndirvoru, Guð- mundur Rafn Geirdal nuddari og Steingrímur Hermannsson seðla- bankastjóri, fengu aðeins Ktinn stuðn- ing. Ólafur Egilsson sendiherra var nefndur af tveimur en aðrir fengu aðeins eitt atkvæði hver. 68 prósent spurðra tóku afstöðu. Um 9% neituðu að svara og 20% voru ekki viss. Aðeins 3% sögðust engan þessara vilja. Óvissa er 3-4%. Samkvæmt þessu hefur Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur mark- tækt mest fylgi af þessum hugsanlegu forsetaefnum. En það ber að hafa í huga að þegar könnunin var gerð höfðu aðeins hún og Guðmundur Rafn Geirdal lýst yfir þeirri ætlan sinni að bjóða sig fram. Það er jafnframt rétt að benda á það hve mikið at- kvæði dreifast. Það kemur hugsanlega mörgum á óvart hve mikið fylgi Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður fær en hann lendir í öðru sæti, sjónarmun á undan Guðrúnu Agnarsdóttur lækni. Bæði höfðu um 13% fylgi. Pálmi Matthíasson, prest- ur í Bústaðasókn, fær um 10%. Pálmi hafði verið hæstur í fyrstu könnunum um forsetakosning- arnar en lendir nú í fjórða sæti. 22 FYLGIEFTIR KYNFERÐI Það er fróðlegt að bera saman fylg- ið eftir kynferði svarenda. Guðrún- amar tvær hafa mjög álíka fylgi meðal beggja kynja og það kemur kannski á óvart. Ólafur Ragnar hefur heldur meira fylgi kvenna og séra Pálmi fær um fjórum prósentum meira fylgi hjá konum en körlum. Davíð og Ellert hafa hins vegar meira fylgi karla en kvenna. Samkvæmt þessu virðast kjósendur ekki láta kynferði hugsan- legra frambjóðenda ráða miklu um af- stöðu sína. Þegar fylgið er skoðað eftir búsetu þá sést að Davíð nær mestu fylgi í Reykjavík en þó aðeins 6%. Guðrún Agnarsdóttir hefur mest fylgi í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi og á norðausturhominu. Nafna hennar Pétursdóttir hefur mjög jafndreift fylgi, minnst 17%. Ólafur Ragnar hef- ur einna minnst fylgi í sínu eigin kjördæmi, Reykjaneskjördæmi, en þar fær hann aðeins liðlega 8% en annars er fylgi hans dreift um landið. Séra Pálmi hefur fremur lítið fylgi í Reykjavík og er þar jafn Davíð Oddssyni með 6% en annars staðar er fylgi hans að meðaltali um 14%. ÓLAFUR RAGNAR MEÐ MEIRA FORSETAFYLGIEN DAVÍÐ HJÁ SJÁLFSTÆÐISMÖNNUM Guðrún Pétursdóttir naut mests fylgis fólks í öllum flokkum, minnst rúmlega 17% frá stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokks en mest um 34% frá stuðningsmönnum Kvennalista. Ólaf- ur Ragnar hafði minnst fylgi Alþýðu- flokksfólks eða 6% en náði rúmlega 15% stuðningi sjálfstæðismanna þar sem hann var í öðru sæti með um tvöfalt meira fýlgi en forsætisráð- herrann. Athygli vekur að meðal Alþýðu- bandalagsfólks lendir Ólafur í þriðja sæti á eftir Guðrúnunum tveimur en örlítið á undan séra Pálma. Séra Pálmi fær mest fylgi hjá framsóknarmönn- um, eða rúmlega 14%, og um 9% frá Alþýðubandalagsfólki. Stuðnings- menn Davíðs koma einkum úr Sjálf- stæðisflokki en þó segjast aðeins 8% flokksmanna styðja hann. FYLGIEFTIR ALDRI SVARENDA Ef loks er litið á fylgi eftir aldri að- spurðra kemur í ljós að Davíð fær mest fylgi hjá fólki undir þrítugu eða um 10%, en aðeins um 3% í öðrum aldurs- hópum. Guðrún Agnarsdóttir hefur minnst fylgi meðal HVERN EFT1RTALINNA VILTU SJÁ SEM FORSETA? % af þeim Nafn % alls sem tóku afstöðu Davíð Oddsson 5% 7% Ellert Schram 4% 5% Guðrún Agnarsdóttir 13% 19% Guðrún Pétursdóttir 21% 31% Ólafur Ragnar Grímsson 13% 20% Pálmi Matthíasson 10% 15% Guðmundur Rafn Geirdal 1% 1% Steingrímur Hermannsson 1% 2% Afstöðu tóku 68% Neita að svara 9% Óviss 20% Engan 2% Aðra 1%

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.