Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1996, Qupperneq 32

Frjáls verslun - 01.02.1996, Qupperneq 32
STJORNUN SKYNDILEGA VILDISVERRIR EKKI SEUA Á sama stjórnarfundi var kynnt bréf frá Landsbankanum þar sem sagt var að bankinn væri á móti því að selja öðrum hluthöfum hlut sinn í Samskipum. Menn urðu undrandi á því. Hvers vegna hafði Sverri Hermannssyni bankastjóra snúist hugur um sölu bréfanna? Hvers vegna leit bankinn skyndilega svo á að það væri hlutverk sitt að eiga í fyrirtækinu þrátt fyrir yfirlýsingar um annað nokkrum mánuðumáður? að ræða. Málið gengi út að finna einhverja utanaðkomandi aðila til að kaupa. FRESTUR TIL10. FEBRÚAR Eftir þennan fund munu þeir hafa verið búnir að fá sig fullsadda. Þeim skilaboðum var komið áleiðis að frestur væri veittur til 10. febrúar til að ganga frá sölunni ella væri viðræðum hætt endanlega og þeir Jón og Gunnar myndu segja sig úr stjórninni. Fresturinn rann út án þess að tilboð kæmi. Jón skrifaði þá Gunnari stjómarformanni bréf og sagði sig úr stjórninni. Gunnar dró það sjálfur í nokkra daga. Nokkmm dögum eftir að fresturinn rann út kom Sigur- mar K. Albertsson lögfræðingur með skriflegt tilboð til þeirra um kaup á bréfunum á genginu 1,3. Sagt var að það væri frá ákveðnum aðilum sem ekki væri hægt að greina frá hverjir væru að svo stöddu. Litið var á þetta tilboð sem grín, sömuleiðis hvaðan það kæmi, og hefur því ekki verið svarað. Eins og Frjáls verslun metur stöðuna núna eru hræring- arnar í Samskipum yfirstaðnar. G. Jóhannsson hf. og Skip hf. munu bara eiga sín hlutabréf áfram og bíða eftir góðu landslagi til að selja þau. Eitt virðist þó á hreinu að svo mikil gjá er á milli manna, eftir það sem á undan er gengið, að bréfin verða varla seld núverandi hluthöfum þótt um forkaupsrétt þeirra sé að ræða. Hægt er að fara í kringum slíka hluti. Það er gert með því að selja fyrirtækin í heild sinni. Aðrir hluthafar eiga ekki forkaupsrétt á fyrirtækjun- um þótt þeir eigi forkaupsrétt á bréfunum. Þegar skipað var í fyrstu stjórn Samskipa eftir endur- reisn félagsins um mitt ár 1994 fengu G. Jóhannsson hf., Samherji hf. og Skip hf. þrjá menn af fimm í stjóm með hjásetu Landsbankans og samkomulagi annarra. Bruno Biscoff gekk ekki eftir því að eiga aðalmann heldur sætti sig við að eiga varamann. Guðjón Ármann Jónsson, fulltrúi Eignarhaldsfélags Alþýðubankans, situr í varastjóm en hefur í reynd setið flestalla stjómarfundi. í upphafi var rætt um að „rótera“ mönnum í stjórn. Þannig að annar maður frá öðrum hópi kæmi inn og var rætt um í því sambandi að Þorsteinn Már Baldvinsson og Guðjón Ármann Jónsson skiptust á að sitja í stjórn. Það varð hins vegar aldrei neitt úr því á aðalfundinum árið 1995. HLUTHAFAR í SAMSKIPUM Förum yfir hluthafana í Samskipum. Stærsti eigandinn er Nordatlantic Transport GmbH með hlutafé upp á 262 milljónir króna (29%). Það fyrirtæki er til helminga í eigu Kjalar hf. (fyrirtækis Ólafs) og Bruno Biscoff. Reginn (Landsbankinn) er annar stærsti eigandinn með 165 milljóna króna hlut (18%). Mastur hf. (Olíufélagið, Samvinnulífeyrissjóðurinn og íslenskar sjávarafurðir) er með 110 milljóna hlut (12%). G. Jóhannsson hf. 100 milljónir (11%). Samherji 60 millj- ónir (7%). Eignarhaldsfélag Alþýðubankans á 50 milljónir (6%). Flutningar hf. (YÍS) á 50 milljónir (6%). Skip hf. (Hof sf.) á 40 milljónir (4%) og Mundull hf. (nokkrir starfs- menn Samskipa) er með um 25 miUjóna hlut (3%). HÖRÐ SAMKEPPNIH0FS 0G OLÍUFÉLAGSINS Þótt hér sé búið að fara í löngu og ítarlegu máli yfir leiksviðið í Samskipum og þær hræringar, sem þar hafa gengið í kringum forstjórann og á meðal hluthafa, er ljóst að hluthafar koma af ólíku sauðahúsi. Þeir eru nú í mun harðari samkeppni á öðrum vígstöðvum en sumarið 1994 þegar eignarhaldsbreytingamar í Samskipum vom gerð- ar. Olíufélagið stofnaði á síðasta ári matvælainnakaupafyr- irtækið Búr með nokkrum kaupfélögum og Nóatúni. Búr er tekið til starfa. Og viti menn, Samskip annast birgða- hald og vömdreifingu fyrir þetta fyrirtæki sem er í beinni samkeppni við Baug sem Hagkaup og Bónus eiga. Stjórn- arformaður Búr er Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Kaupfélags Árnesinga á Selfossi. Birgðahald og vörudreifing Samskipa fyrir Búr er í stóru húsnæði í Holtagörðum, húsnæði sem Hof (Hagkaup) og Bónus höfðu áður reynt að fá leigt undir Baug. En því höfnuðu Samskip algerlega og sögðust þurfa á húsnæðinu að halda. Búr fór síðan inn í þetta húsnæði að stærstum hluta. Hof og Bónus stofnuðu á síðasta ári olíufélagið Orkuna ásamt Skeljungi. Orkan er í harðri samkeppni við Olíufé- lagið, Olís, og raunar Skeljung líka. Af þessu má ráða að Hof og Olíufélagið eiga litla samleið. Þá má geta þess að Hof stóð fyrir endurreisn Hafiiar- Þríhyrnings á Selfossi og fékk til liðs við sig harðasta keppinaut Samskipa, Eimskip, í þeirri endurreisn. Þess má geta að Fóðurblandan átti fyrir í fyrirtækinu. Höfn- Þríhyrningur er helsti andstæðingur Kaupfélags Ámes- inga í verslun. Af þessu sést að landslagið hefur breyst mikið á síðast- liðnum tveimur árum og hluti stjórnarmanna í Samskipum tekst nú víðar á í viðskiptum en þegar hluthafahópurinn í Samskipum var myndaður sumarið 1994. 32
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.