Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1996, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.02.1996, Blaðsíða 65
á mínútu ef sent er í annað samnetstæki. Líkt og með símana má einnig nota þessi tæki til samskipta við hefðbundin faxtæki og þá á venjulegum hraða. Ennþá eru samnetsfaxtækin mjög dýr en búist er við að verð þeirra fari lækkandi með örari íjöldaframleiðslu og almennri eftirspurn. Sérstök símtæki eru nauðsynleg til þess að nýta sér alla kosti Samnetsins. Gömlu símtækin er þó enn nothæf, ekki er nauðsynlegt að skipta þeim út ef notað er samnetsferj- ald (terminal adaptor). Nýju símtækin bjóða upp á marga möguleika og þau eru nauðsynleg ef nota á ýmsa sérþjónustu, svo sem að sjá númer þess sem hringir á sérstökum glugga og fleira. Símtækin eru enn í dýrari kantinum en þó kernur á óvart að verðið er ekki mikið hærra en á fullkomnum símtækjum fyrir eldra kerfi. Stofnverð og notkunargjald Stofnverð er 26. 000 krónur (ef núverandi símanúmer er sett upp í er stofngjaldið 16.000 krónur), fast árs- fjórðungsgjald er 6.900 krónur (tíu símanúmer möguleg í gegnum sérþjónustuna, þar af tvö virk í einu) og sérþjón- ustugjald 190 krónur á ársfjórðungi. (Sjá upplýsingar á næstu síðu.) Að auki bætist fast gjald, 1.66 krónur við þegar hringt er á milli samnetstækja, hvort sem svarað er eður ei. Það verður ekki til þess að þeir, sem nota hefðbundna síma, þurfi að greiða þessa upphæð þótt þeir hringi í fýrirtæki sem er samnetstengt. Notkunarkostnað- ur á talsambandinu er sá sami og nú er. Heildarkostnaður við notkun er sagður vera lægri vegna þess mikla hraða sem er á samnetssambandi. Þetta gildir sérstaklega við flutning á tölvugögnum en síður í talsambandi vegna þess að við tölum auðvitað ekki hraðar með nýrri tækni! Sanmetið er forsenda þess að hægt sé að lialda mvndsímafundi, annaðhvort í gegnum einmenningstölvu eða sjónvarp eða sérstalían mvndsíma. flytja mynd og hljóð með samnetssambandinu. Það er gagnvirkt sem þýðir að á báðum endum línunnar geta notendur tekið á móti og sent. Sjónvarp er til dæmis ekki gagnvirkt eins og allir vita. Samnetsbúnaðinn er hægt að fá í tölvu eða búnað sem tengdur er við sjónvarp. Þannig er hægt að sjá þann sem talað er við á skjánum. Aðilar á mismunandi stöðum geta tekið þátt í myndsímafundi. Einnig geta tveir aðilar unnið í sama skjali. Fáir hafa tekið þessi myndsímatækni í þjónustu sína hérlendis en seljendur búnaðar búast við aukinni eftirspurn. ISDN-TÆKNIN Fyrir hverja er Samnetið? Samnetið er ætlað fýrirtækjum og einstaklingum jafnt og líklega munu fleiri og fleiri sjá kosti því samfara þegar fram líða stundir. Kostir Samnetsins eru sérstaklega notadrjúgir hjá fyrirtækjum sem eru dreifð um borg og bí en þurfa á stöðugu sambandi að halda. Á næstu blaðsíðum koma fram ýmsir notkunarmöguleikar fýrir síma, tölvur og myndsíma. Samnetið hentar til dæmis vel til að flytja myndir á tölvutæku formi. í heilbrigðisgeiranum nýtist það til að flytja röntgenmynd og jafnvel að vinna gagnvirt að greiningu á myndinni. Raundæmi úr heilbrigðisgeir- anum er sending á röntgenmynd, 7,9 Mb, sem send var óþjöppuð með 128 kb/s grunntengingu. Senditími var um 9,5 mínútur. Kostnaður við sendinguna, ef sent er til Akureyrar frá Reykjavík á dagtaxta, er 124 krónur. Sending á myndum og gögnum innan prentiðnaðarins er annað dæmi og fleira mætti telja. I litlum íýrirtækjum eða á heimilum gefur grunntenging möguleika á sam- setningu tækja við samnetslínu. Notandinn getur verið með allt að átta tæki tengd við línuna en aðeins tvö tæki geta nýtt hana í einu. Myndsímafundir Til er sérstakur búnaður til að Þráðlaust samband Með sömu tækni er opið fyrir þráðlaust samband innan einkasímstöðva. Þráðlausa sambandið kallast DECT eða Digital European Cordless Telephone. Það þýðir að innan stórra stofnana og fýrirtækja geta ákveðnir aðilar verið tengdir við Samnetið með símann í vasanum. Þetta á þó ekkert skylt við farsíma eða GSM. Innan íyrirtækisins er komið upp sendistöðvum fýrir þráðlausa símann og sendistöðvarnar eru tengdar símstöð fýrirtækisins. Innan- húss er drægni þráðlausu símanna í 50 metra radíus frá sendistöð. Utanhúss er drægnin allt að 150 metrar í radíus frá sendistöð. Þráðlausa sambandið hentar í stofnunum og fyrirtækjum þar sem athafnasvæðin eru dreifð í mörgum húsum á stórri lóð. Ileilbrigðiskerfið getur notað samnetið til að greina sjúkdóma og ekki er nauðsynlegt að sjúklingur og læknir séu á sama stað. 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.