Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1996, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.02.1996, Blaðsíða 44
NÆRMYND ÓHRÆDDUR VIÐ NÝJUNGAR Kolbeinn er greindur og forvitinn og óhræddur við að leita uppi nýjungar og prófa þær. Hann hefur góða kímnigáfu en flaggar henni ekki við hvern sem er en gálgahúmor og kaldhæðni eru einkenni hennar. eins og búseta og lög gerðu ráð fyrir en þaðan fór hann í Vogaskóla og það- an norður að Laugum í Þingeyjarsýslu þar sem hann var einn vetur. Ástæðan fyrir Laugadvölinni var sú að Kolbeinn átti marga vini á þessum slóðum en hann var nokkur sumur í sveit í Árteigi í Köldukinn hjá Jóni Jónssyni og Hildi Eiðsdóttur en þang- að fór hann vegna þess að vinskapur var milli móður hans og Hildar frá fomu fari auk þess sem Kolbeinn er Þingeyingur í föðurætt og á fjölda skyldfólks norðan heiða. Herbergis- félagi hans á Laugum var blúsarinn Pétur Tyrfingsson. Þaðan lá leiðin í Austurbæjarskólann þaðan sem Kol- beinn lauk gagnfræðaprófi. Síðan tók hann inntökupróf í Verslunarskólann þaðan sem hann lauk stúdentsprófi og síðar sat í viðskiptafræðideild Háskól- ans þar sem hann fékkst við nám einn vetur. Kolbeinn sýndi skólanámi aldrei neinn sérstakan eða brennandi áhuga en gerði sér ljóst að standast þurfti öll próf og gerði það jafnan. Kolbeinn er kvæntur Margréti Guðbjörgu Waage, dóttur Sigurðar Waage og Guðrúnar Hjálmarsdóttur. Þau búa við Eskiholt í Garðabæ og eiga saman þijár dætur, Guðrún Kristín er fædd 1976, Magndís Anna 1978 og Kristín Kolbrún 1987. BARÁTTUMAÐUR í KÖRFUBOLTANUM Kolbeinn er ákaflega starfsamur og vinnur langan vinnudag en auk vinn- unnar hefur hann tekið þátt í félagslífi viðskiptalífsins með setu í fram- kvæmdastjórn Vinnuveitendasam- bandsins og í stjóm Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Kolbeinn gefur sér þó dák'tinn tíma til þess að fylgjast með aðaláhugamáli sínu sem er körfu- bolti en Kolbeinn var einkar liðtækur leikmaður á sínum yngri árum og lék með ÍR og síðar árum saman með íslenska landsliðinu. Kolbeinn fylgist því vel með íþróttinni hér heima og einnig í Ameríku og hefur þrisvar sinnum farið til Ameríku á All-Star Weekend og verið gestur á fjölda leikja þess utan. Hann er að einhverju leyti ábyrgur fyrir því körfuboltaæði sem undanfarin ár hefur geisað meðal yngri kynslóðarinnar á íslandi en hann beitti sér mjög fyrir sýningum á NBA körfuboltanum í sjónvarpi og Myllan hefur alltaf verið bakhjarl og auglýs- andi þeirra útsendinga. Kolbeinn tekur ekki þátt í starfi hefðbundinna líknarfélaga eða karla- klúbba lengur en fyrir nokkrum árum var hann í Rótarýklúbbi. Hvað varðar hans persónulegu iðkun þá hlaut hann margvísleg íþróttameiðsli eins og títt er um kappsama íþróttamenn en spil- aði samt körfubolta þar til fyrir tveim- ur árum að krossbönd í hné gáfu sig og þá lagði hann boltann á hilluna. í staðinn hefur hann stundað tennis og golf og þykir nokkuð harður í horn að taka en Kolbeinn er mikill keppnis- maður og vill helst bera sigurorð af andstæðingi sínum. Hann er allajafna dagfarsprúður og kurteis og oftast grunnt á brosinu en inni á íþróttavelli skiptir hann um ham og eirir engu. „Menn skyldu ekki láta það villa sér sýn þótt Kolbeinn sýnist strákslegur og saklaus en ókunnugir telja hann iðulega vera tíu árum yngri en raun ber vitni. Hann er metnaðargjarn og harður í horn að taka, getur verið ýmist ljúfur eða grimmur eftir því sem við á. Ég er sannfærður um að hann mun kappkosta að ná árangri í starfi fyrir Verslunarráðið," sagði Sverrir Bernhöft í samtali við blaðið en þeir félagar hafa unnið saman í Verslunar- ráðinu og átt skemmtilegar stundir saman erlendis á ferðalögum og fund- um. FRÆGUR POPPARI í MODS Kolbeinn er töluvert músíkalskur og lagði stund á nám í tónlist á ungl- ingsárum. Hann lærði að blása í fagott sem er fremur fágætt hljóðfæri og ekki sérlega popparalegt. Kolbeinn á til tónlistarfólks að telja í móðurætt og Jón Pétur, afi hans, var tónlistar- maður og kórstjóri, stjómaði m.a. Strandakórnum og Ari Jónsson söngvari og Jón Pétur Jónsson, sem skipuðu framlínuna í Roof Tops hér á árum áður, eru systkinabörn við Kol- bein. Hið virðulega fagott hindraði Kolbein ekki í því að verða poppari en hann naut nokkurrar frægðar sem gít- arleikari og söngvari unglingahljóm- sveitarinnar Mods á árunum 1967-’69 þótt fáum sögum fari af fagottsólóum en hann mun geta gripið í píanó líka. Mods var mikið Bítlaband og með Kolbeini voru t.d. Sigurjón Sighvats- son bassaleikari, sem síðan hefur gert garðinn frægan á öðrum víg- stöðvum, Sveinn Larsson trommari, sem varð þekktur í poppinu, og fleiri. Ekki hefur Kolbeinn alveg lagt hljóð- færaleik á hilluna því nýlega lék hann ásamt félögum sínum fyrir dansi í að minnsta kosti tveimur fertugsafmæl- um. Með honum í þeim hljómsveitum voru m.a. Óttar Felix Hauksson erki- poppari og Þorsteinn Guðnason, rekstrarhagfræðingur og skipasali í UNS hf., en Kolbeinn og Þorsteinn eru miklir vinir og hafa þekkst í 30 ár. Þessi tvö fertugsafmæli, þar sem þeir SÖNGVARI í MODS Hið virðulega fagott hindraði Kolbein ekki í því að verða poppari en hann naut nokkurrar frægðar sem söngvari hljómsveitarinnar Mods. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.