Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1996, Side 59

Frjáls verslun - 01.08.1996, Side 59
SEX MÁNAÐA MILLIUPPGJÖR ÞESSA ARS agnaður 26 þekktra fyrirtækja á hlutabréfamarkaði var um 3,1 milljarður króna fyrstu sex mánuði þessa árs borið saman við um 1,9 milljarða á síðasta ári. Þetta er baett afkoma upp á um 1,2 millj- arða króna. Lítill munur var hins vegar á afkomu þessara fyrirtækja í sex mánaða milli- uppgjörum árin 1994 og 1995. Hagur flestra fyrirtækja hefur því vænkast á þessu ári og kemur það glöggt fram í verði hlutabréfa sem hefur rokið upp í flestum fyrirtækjum. Flugleiðir eru ekki á meðal þessara fyrirtækja þar sem sex mánaða uppgjör þeirra er vill- andi fyrir árið í heild. Afkoma félagsins var þó mun verri fyrstu sex mánuði þessa árs en eftir sama tímabil í fyrra. Tap fyrstu sex mánuðina í ár var um 844 milljónir en 642 milljónir í fyrra. Þetta er yfir 200 milljónum króna verri afkoma. Sfldarvinnslan í Neskaupstað hagn- aðist mest allra fyrirtækja á hluta- bréfamarkaði fyrstu sex mánuði árs- ins, eðaum375millj- ónir króna eftir skatta. Það er fimm- falt meiri hagnaður en var hjá félaginu á sama tíma í fyrra þegar það hagnaðist um 76 milljónir. Forstjóri Síldar- vinnslunnar er Finn- bogi Jónsson. Hann hefur stýrt fyrirtæk- inu í um tíu ár og gengið afskaplega vel með það. Verð hlutabréfa í Sfldar- vinnslunni nærri þrefaldaðist fyrstu m'u mánuðina - hækkaði um 187%. Hraðfrystihús Eskiþarðar, sem Að- alsteinn Jónsson, Allir ríki, stjómar, hagnaðist um 315 milljónir fyrstu sex mánuðina og var það annar mesti hagnaður félags á hlutabréfamarkaðnum. Verð hluta- bréfa í fyrirtækinu nærri fjórfaldaðist fyrstu níu mánuðina, hækkunin nam Hraðfrystihús Eskifjarðar Þróun á gengi hlutabréfa frá jan.1996 til okt.1996 Jan. Feb. Mar. Apr. Maí Jún. Júl. Sep. Okt. Svona hefur gengi hlutabréfa í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hækkað á árinu. Hreint lygileg hækkun. 284%. Það er langmesta hækkun á verði hlutabréfa í einu fyrirtæki á markaðnum. í raun er þetta lygileg hækkun. Segja má að Alli, sem á um 27% í fyrirtækinu, beri viðurnefni sitt með rentu þessa dagana. Þess skal getið að hlutur fjölskyldu Alla í fyrir- Hlutabréfavísitalan 1996 Mánaðarlegt gildi 31. des 1992 = 1000 1300 1200 Feb. Mars Apr. Mai Júni Júlí Ágúst Sept Hlutabréfavísitalan hefur hækkað hressilega á árinu. Sala á hluta- bréfum á Verðbréfaþinginu nam yfir 4,1 milljarði fyrstu níu mánuðina miðað við um 1,6 milljarða sölu í fyrra. Mest viðskipti hafa verið með hlutabréf í Islandsbanka og Flugleiðum, rétt um hálfur milljarður í hvoru félagi. tækinu er meiri, eða um helmingur. Eimskip var með þriðja mesta hagnaðinn fyrstu sex mánuðina, eða um 291 milljón króna. Það er um 46 milljónum króna meiri hagnaður en eftir sama tímabil í fyrra. Hluta- bréf í Eimskip hækkuðu um 48% fyrstu níu mánuði þessa árs. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, getur vel við unað. Félagið hefur hagnast stórlega undir stjóm hans í á annan áratug og hefur hann gert félagið að stórveldi. Eðlilega kemur batnandi af- koma fyrirtækjanna fram í hærra hlutabréfaverði. En fyrr má nú fyrr vera. Sú spurning hlýtur að vakna hvort svo mikl- ar hækkanir á verði hlutabréfa fái staðist til lengdar, hvort raunveruleg „innistæða“ sé fyrir þeim í fyrirtækjunum, hvort svo gíf- urlegur hagnaður sé í pípunum á næstu árum, eins og verð bréfanna gefur vísbendingu um. Draga verður það í efa. Kaup á hlutabréfum er langtíma- fjárfesting. Að kaúpa hlutabréf á háu verði krefst mikils hagnað- ar viðkomandi fyrir- tækis í framtíðinni, annars skila kaupin sér ekki í nægilegri arðsemi hluthafans. Þess vegna verður að ætla að miklar verðhækkanir á hlutabréfamarkað- num megi meðal annars rekja til þess að eftirspurn eftir hlutabréfum sé meiri en framboð. Margt bendir því til þess að nú sé lag að opna lokuð einka- fyrirtæki og gera þau að almenningshluta- félögum - og enn- fremur að einka- væða ríkisfyrirtæki. 59
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.