Frjáls verslun - 01.11.1996, Blaðsíða 14
Frá vinstri: Kristján Óskarsson, frkstj. Glitnis, Ólafur Njáll Sigurðsson, frkstj.
Alþjóða líftryggingafélagsins, Kristján Oddsson, fyrrv. framkvæmdastjóri hjá
íslandsbanka, Vilborg Lofts, aðstoðarframkvæmdastjóri VÍB og Gunnar
Baldvinsson, forstöðumaður hjá VÍB.
Sigurður B. Stefánsson, framkvæmda-
stjóri VÍB, og Baldur Guðlaugsson, for-
maður stjómar Hlutabréfasjóðsins.
Haraldur Sumarliðason, formaður Sam-
taka iðnaðarins og Bragi Hannesson, fram-
kvæmdastjóri Iðnlánasjóðs.
TÍU ÁRUM FAGNAÐ
lutabréfasjóðurinn átti 10
ára afmæli í lok október sl. I
tilefni tímamótanna var
haldinn afmælisfagnaður á Hótel
Holti hinn 2. desember. Baldur
Guðlaugsson, formaður stjórnar
sjóðsins, ávarpaði gesti.
Heita má að Hlutabréfasjóðurinn
sé jafn gamall hlutabréfamarkaðn-
um á Islandi. Fyrir rúmu ári voru
Hlutabréfasjóðurinn hf. og Hluta-
bréfasjóður VÍB sameinaðir undir
nafni þess fyrrnefnda. VÍB annast
rekstur sjóðsins sem er nú annað
fjölmennasta hlutafélag landsins
með um 5.500 hluthafa. Aðeins
Eimskip er með fleiri hluthafa.
Um 1.600 nýir hluthafar, með um
450 milljóna króna hlutafé, hafa
bæst við eftir sameiningu sjóð-
anna tveggja. Heildareign sjóðsins
er um 3,3 milljarðar, þar af er um
2.1 milljarður í hlutabréfum og um
1.2 milljarðar í skuldabréfum.
VIRGIN
MEGASTORE
æðastj ómunarfé-
lag íslands heldur
ráðstefnu á Hótel
Loftleiðum hinn 6. febr-
úar næstkomandi undir
yfirskriftinni: „Láttu
verkin tala!“ Um er að
ræða sambærilega ráð-
stefnu og haldin var fyrir
um tveimur ámm undir
heitinu: „Gæði í þágu
þjóðar!“
Að þessu sinni er aðal-
fyrirlesari ráðstefnunnar
Eric Harvey sem starfar
hjá ráðgjafar- og útgáfu-
fyrirtækinu Performance
Systems Co. í Bandaríkj-
unum. Harvey er reyndur
og eftirsóttur fyrirlesari
og framúrskarandi ræðu-
maður. Hann mun m.a.
fjalla um það hvernig
stjórnendur þurfi að láta
verkin tala til að fá starfs-
tærsta verslun
landsins á sviði
geisladiska, sölu-
myndbanda og tölvu-
leikja opnaði á dögunum í
Kringlunni. Verslunin er
með umboð frá stærstu
plötusölukeðju í heimi og
ber raunar sama nafn;
Virgin Megastore. Það er
breski auðkýfingurinn
Richard Branson sem er
aðaleigandi keðjunnar
erlendis.
Hérlendis er það hins
vegar hlutafélagið Jóm-
frúin sem á og rekur
verslunina. Hún er að
mestu í eigu þeirra Helga
Hermannssonar og Arna
Samúelssonar bíókóngs.
Helgi er framkvæmda-
stjórinn.
Söngkonan Emiliana Torrini
var viðstödd opnunina og
vakti athygli að venju.
Árni Samúelsson bíókóngur,
til hægri, er annar aðaleig-
andi verslunarinnar.
fólk til að stefna einhuga
að sama marki.
Þessi maður kemur til lands-
ins í febrúar. Eric Harvey
heitir hann.
ÞESSIMAÐUR KEMUR
■■■
14