Frjáls verslun - 01.11.1996, Blaðsíða 41
FÓLK VILDIEKKIDAVÍÐ í FORSETAFRAMBOÐ
Þar sem umræðan um forsetakosningamar snerist ein-
göngu um það í mars hvort Davíð færi fram eða ekki, en
hann dró mjög lengi að slá umræðuna af um þær vanga-
veltur, ákvað Frjáls verslun að spyija beint út hvort fólk
vildi að hann gæfi kost á sér í framboð. Mikill meuihluti
vildi ekki að hann færi fram. Ekki var spurt um ástæðuna
en engu að síður höfðu margir á orði að þeir vildu hafa hann
áfram sem forsætisráðherra og hann ætti að einbeita sér
að því starfi.
FORSETAFORMÚLA FRJÁLSRAR VERSLUNAR
Fijáls verslun bað Bjama Guðmarsson sagnfræðing um að
skrifa grein um fyrri forsetakosningar á íslandi. Þetta var
sérlega athyglisverð grein sem fékk mikla umfjöllun íþjóð-
félaginu. Bjami rakti hvaða
þættir hefðu í fyrri kosninga-
baráttum hjálpað forseta-
frambjóðenum til að sigra og
hvað hefði unnið á móti
þeim. í ljósi reynslunnar var
reynt að kortleggja komandi
forseta. Búin var til eins
konar „forsetaformúla"
Fijálsrar verslunar. Margt
gekk upp varðandi Ólaf Ragnar í formúlunni en það vó
samt mjög á móti honum hversu óvæginn og óvinsæll
stjómmálamaður hann hafði verið. Það var talið koma í veg
fyrir kjör hans.
RUBINSTEIN
Undir lok marsmánaðar hélt Fijáls verslun námskeið með
þekktum erlendum fyrirlesara, Dr. Moshe Rubinstein,
prófessor við Kalifomíuháskóla, UCLA. Yfirskrift nám-
skeiðsins var: „Skapandi stjómun og lausn vandamála".
Þetta var í fyrsta sinn sem erlendur fyrirlesari hafði komið
til landsins á vegum Frjálsrar verslunar. Á því verður
örugglega framhald, svo góðar vom undirtektimar.
APRIL
GÝSUPPÚRHJÁKÓK
í byijun apríl gaus upp umræða í jölmiðlum um tíðan flótta
stjómenda frá Vífilfelli, framleiðanda Coca-Cola á íslandi, í
kjölfar þess að átta yfirmenn hættu þar á fyrstu mánuðum
ársins. Frá árinu 1991 hafa ótrúlega margir stjómendur
hætt hjá fyrirtækinu.
Frjáls verslun kafaði ofan í
málið og fjallaði um það í
ítarlegri fréttaskýringu.
Mannleg samskipti hafa
ráðið mestu um að fólk
hætti hjá fyrirtækinu. Það
athyglisverða við stjóm-
endaflótta síðustu ára er að á sama tíma hefur fyrirtækinu
sjaldan gengið eins vel í framleiðslu og sölu. Raunar sýnir
það hve Coca-Cola er fimasterkt vörumerki. Engin fyrir-
tæki rekast þó af sjálfu sér!
BÍLASPÁ FRJÁLSRAR VERSLUNAR
í apríl birti Frjáls verslun skoðanakönnun sem sýndi að
11,2% svarendaætluðuaðkaupanýjanbíláárinu. Ágrunni
þessara upplýsinga spáði blaðið því að 10.900 nýir fólksbíl-
ar yrðu fluttir inn á árinu. Þegar þetta er skrifað um miðjan
desember stefnir í að tæplega 10 þúsund nýir og notaðir
fólksbflar verði fluttir inn til landsins og að heildarinnflutn-
ingur bfla, þar með taldir sendi- og vömbflar, verði tæp-
lega 11 þúsund bflar.
DRAUMABÍLLINN
Jafnframt birti Fijáls verslun könnun sína á draumabfl
landsmanna. Spurt var: „Hvemig bfl myndir þú kaupa ef
peningar væm ekkert vandamál?" Toyota Land Cmiser
fékk flest atkvæði. Þessi vinsæli forstjórajeppi reyndist
vera draumabfll landsmanna árið 1996. Benz var í öðm
sæti.
MAI
FYLGIÓLAFS RAGNARS DALAR
Þegar nær dró forsetakosningunum ákvað Fijáls verslun
að birta skoðanakannanir sínar um kosningamar daginn
eftir að þær væru gerðar og birta þær í fjölmiðlum - og
gera þeim síðar ítarlegri skil í blaðinu. Þannig varð Fijáls
TRÚNAÐARBRESTURINN
í byijun mars varð ennfremur mikil umræða í viðskiptalíf-
inu um afsögn þeirra Gunnars Jóhannssonar og Jóns
Pálmasonar í Hofi úr stjóm Samskipa. Gunnar var þar
formaður. í stórri frétt á baksíðu Morgunblaðsins sagði
hann ástæðuna vera trúnaðarbrest. Hann gaf ekki frekari
skýringu á því. í ítarlegri fréttaskýringu Frjálsrar verslun-
ar var ástæðan rakin. Hún var sú að Gunnar var stjómar-
formaður að nafninu til en í reynd var hann valdalaus. Það
voru fyrst og fremst forstjóri félagsins, Ólafur Ólafsson,
og Landsbankinn sem öllu réðu, enda með meirihluta
hlutafjárins á bak við sig. Gunnar og Jón töldu sig hafa
verið blekkta þegar sóst var eftir fyrirtækjum þeirra inn í
Samskip. Ekki síst í ljósi þess að því var útvarpað rækilega
að komnir væm inn nýir eigendur og að eignaraðild væri
dreifð í félaginu.
ÁSTÓRU
41