Frjáls verslun - 01.11.1996, Blaðsíða 62
Helgi Þór Axelsson, framkvæmdastjóri Virku. Hann er fimmtugur. Virka er stærsta
bútasaumsverslunin í Evrópu og flytur mikið af efni út.
FV-mynd: Kristín Bogadóttir.
grafík í sjónvarpsauglýsing-
um og er að sögn Helga
mjög spennandi fyrirtæki í
örum vexti.
„Það vita sjálfsagt ekki
allir að Virka er stærsta
bútasaumsverslunin í
Evrópu og að auki með
bestu verðin. Þetta spyrst
þó hratt út bæði hér og ekki
síður erlendis. Það hefur
m.a. skilað sér í því að
margir útlendingar, sér-
staklega Norðmenn, panta
nú bútasaumsefni í póst-
kröfu frá Virku,“ segir
Helgi. „Gaman er að nefna
að í sumar komu 15 konur
frá Noregi með saumavél-
arnar sínar í farteskinu á
námskeið í Virku.“ Konum-
ar notuðu líka tækifærið til
að skoða ísland svo það má
HELGIÞÓR AXELSSON, VIRKU
erslun með vefnað-
arvöru er mjög
vandasöm. Innkaup
eru vandmeðfarin því efnin
eru fljót að úreldast, sér-
staklega fataefni. Sveiflur í
bútasaumsefnum eru einnig
meiri nú en áður. Við leggj-
um mikla áherslu á að þjóna
viðskiptavininum sem best
og sinna sérþörfum hvers
og eins - segir Helgi Þór
Axelsson, framkvæmda-
stjóri Virku.
Helgi Þór er fimmtugur
að aldri. Hann stundaði nám
við Gagnfræðaskóla verk-
náms í Brautarholti en ung-
ur að árum hélt hann til Al-
aska og vann um skeið í
fiski. Hann settist svo aftur
á skólabekk í Bandaríkjun-
um og tók nokkrar verslun-
argreinar á árunum 1965-
66. Eftir að Helgi flutti heim
vann hann um tíma hjá And-
TEXTI: BRYNDÍS JÓNSDÓTTIR
62
rési Guðnasyni heildversl-
un, flutti sig þaðan yfir í Stál-
iðjuna og var síðan skrif-
stofustjóri á Reykjalundi í
nokkur ár.
Um þetta leyti voru Helgi
og Guðfinna Björk Helga-
dóttir, eiginkona hans, sest
að íÁrbænum. Þau urðu vör
við að ýmsa þjónustu vant-
aði í hverfið og ákváðu að
setja á stofn verslun með
leikföng og gjafavörur.
Þetta var verslunin Virka
sem á 20 ára starfsafmæli í
ár. Sífellt leitandi að nýjung-
um bættu þau síðar við tága-
húsgögnum og krosssaumi
sem var mikið áhugamál
Guðfinnu. Fljótlega fór
Helgi að spá í veltutölur og
sá, að eigin sögn, að kross-
saumurinn var vonlaus. Þau
ákváðu því að finna eitthvað
í staðinn og komust að þeirri
niðurstöðu að mestir mögu-
leikar lægju í bútasaumi.
Síðan hefur reksturinn vax-
ið og dafnað og í dag er
verslunin rekin í 1000 fm
húsnæði í Mörkinni 3.
Guðfinna sá að mestu um
reksturinn til að byrja með
með dyggri aðstoð Helga. í
dag er þetta hins vegar öfl-
ugt fjölskyldufyrirtæki með
um 19 starfsmenn. Auk
þeirra hjóna starfa tvö af
þremur börnum þeirra við
verslunina. Dagbjört Lára
vinnur á skrifstofunni og
Axel er með deild á eigin
vegum innan fyrirtækisins
sem selur m.a. glugga-
skyggni. Sigurður Þór
stofnaði hins vegar, ásamt
fleirum, margmiðlunarfyrir-
tækið Rauða dregilinn en
þar er Helgi einmitt stjórn-
arformaður. Rauði dregill-
inn hefur m.a. séð um
tæknibrellur og þrívíddar-
kannski segja að ferðaþjón-
usta sé nýjasta viðbótin við
starfsemi verslunarinnar!
Áhugamál Helga eru af
ýmsum toga. Hann keppti
talsvert á skíðum hér áður
fyrr og náði sér í skíða-
kennararéttindi í Bandaríkj-
unum. Hann skrifaði einnig
„Skíðabókina" sem er
skíðaleiðbeiningabók. Það
kemur því ekki á óvart að
þau hjónin stunda skíða-
íþróttina af kappi. Önnur
áhugamál Helga eru t.d.
stjórnun og forritun og hef-
ur hann sótt námskeið í
hvoru tveggja. Þá tók hann
nýlega þátt í verkefni með
gildrutilraunir á fiski. Það
var að hans sögn mjög
spennandi og skemmtileg
tilbreyting. En jólavertíðin
er framundan og nóg að
gera hjá Helga og hans fólki í
Virku á næstunni.