Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1996, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.11.1996, Blaðsíða 22
Það styttist í gullbrúðkaupið hjá þeim Aðal- steini Jónssyni og Guðlaugu Stefánsdóttur. Þau giftu sig árið 1948. „Þessi kona er mitt mesta lán,“ segir Alli. „Hún er besta kona í heimi. Ég var óskaplega heppinn að eignast hana.“ Skólaganga AOa var fremur af skomum skammti en hún mun hafa byrjað kringum 10 ára ald- urinn og staðið til fermingar. „Ég beið eftir því að skólan- um lyki,“ segir hann og glottir. „Ég missti allan áhuga á skól- anámi eftir tvo eða þrjá vetur. Mín skólaganga var með þeim hætti að fyrstu tvo vetuma var ég í öðm sæti að ofan en síðustu vetuma í öðm sæti að neðan. Ég gat aldrei setið kyrr, hef aldrei getað það. Lengra nám en þetta hefði aldrei hvarflað að mér. En ég held að ég hafi verið nokkuð stilltur nemandi." Heimilið var í öðmm endan- um á þorpinu en skólinn í miðju þorpinu sem er byggt meðfram sjónum. Þegar Alli var að hlaupa í skólann í vondum veðrum þá hljóp hann í skjól við annað hvert húshom því hann átti eina peysu skjólfata. Peysan var ágæt en það næddi í gegnum hana. Það er óhætt að segja að Alli hafi ekki gert mikið af því að sitja kyrr síðan. Hraðfrystihús Eskifjarðar velti 2.522 milljónum árið 1995. Það gerir út þrjú loðnuskip, Guðrúnu Þorkels- dóttur, Jón Kjartansson (skírð í höf- uðið á foreldmm Alla) og Hólmaborg. Auk þess skuttogarana Hólmatind og Hólmanes. Hjá fyrirtækinu vinna á bilinu frá 270-290 manns. í landi snýst starfsemin um hraðfrystihús, salt- fisksvinnslu, síldarsöltun, rækju- vinnslu og síðast en ekki síst eina fullkomnustu og stærstu fiskimjöls- verksmiðju landsins. Verksmiðjan sú getur afkastað rúmlega 1.000 tonnum á sólarhring og framleitt hágæðamjöl. Loðnuskip í eigu fyrirtækisins eiga samanlagt kvóta sem nægir verk- smiðjunni svo ef því er að skipta er hún ekki öðrum háð um hráefni. Hólmaborgin er nýkomin úr stækkun í Póllandi og ber eftir breytingu um 2.600 tonn fulllestuð og er fyrir vikið stærst íslenskra loðnuskipa. ATHAFNAÞRÁIN ÓLÆKNANDI „Þetta er eins og sjúkdómur. Það er eitthvað inni í manni sem maður ræður ekkert við og aldrei hættir, þessi löngun til þess að stækka, breyta og gera betur. Það er ekkert gaman þegar hlutimir standa kyrrir. Þetta er athafnaþrá sem hættir ef- laust ekki að láta á sér kræla fyrr en maður drepst,“ segir Alli og kveikir í Viceroy en þær reykir hann óspart. Aðspurður segist hann vera við ágæta heilsu, vera nýkominn úr skoð- un í Hjartavemd. „Mér líður ágætlega. Ég fékk þann dóm að það væri allt í lagi með mig ef sjónin er frátalin." Það er stillt og gott veður á Eski- firði og Hólmatindurinn hefur dregið á sig gráhvítan kufl af ís og snjó. Svört klettabelti mynda þétt munstur þegar ofar dregur. Tindurinn blasir við úr stofuglugga Aðalsteins Jónssonar útgerðar- manns. Þama upp fór Alli þegar hann var yngri. Valur heitinn Arnþórsson, æskuvinur hans, var með honum og þeir blésu ekki úr nös þótt bratt væri gengið. Þorpið blasir við úr glugganum. Alli bendir á bræðsluna sem hann hefur byggt upp í áratugi og er sú besta á landinu. Þama glittir í frystihúsið og möstrin á Hólmaborginni skaga yfir. En átti Alli ekki búðina líka? „Ég keypti hana til þess að það væri að minnsta kosti einn staður á Austfjörðum þar sem ekki væri kaup- félag. En ég græddi ekkert á því að reka búðina svo ég seldi hana fyrir hálfan togara. Það er ekk- ert vit í að eiga verslun sem maður tapar á.“ VILDIEIGNAST HLUT í BÁT Alli byrjaði af safna peningum þegar hann var til sjós í Sand- gerði sem ungur maður. Þá sparaði hann og nurlaði saman laununum sínum því hann var búinn að ákveða að eignast hlut í bát. Það tók hann fimm ár að safna sér saman 10 þúsund krónum. En lífið á þessum árum var ekki bara strit því Alli var annál- að dansfífl og lét ekkert tæki- færi ónotað til að fá sér snúning. Lífsgleðin hefur nefnilega alltaf verið hans fylgifiskur. Alltaf finnst Alla skemmtilegra að gera að gamni sínu en að vera alvar- legur. Grínaktug orðaskipti falla honum betur en hátíðaræður. Á Sandgerðisárunum varð hann frægur fyrir dansfimi og fótamennt. Þá var nú völlur á mínum manni þegar hann mætti á böllin og sveiflaði dömunum svo þær sundlaði. Sjálfsagt hafa böllin verið eini mun- aðurinn sem Alli leyfði sér meðan hann var að safna sér fyrir hlut í bát. Báturinn varð að veruleika og hét Björg og var smíðaður í Svíþjóð. Þetta voru stundum kallaðir blöðru- bátar og voru smíðaðir í löngum röð- um og reyndust mjög vel. Alli átti hann með þremur öðrum Eskfirðing- um, bróður sínum þar á meðal, og útgerðin gekk ágætlega. „Þegar ég man fyrst eftir mér er kreppa og atvinnuleysi á Eskifirði. En það voru gerðir þaðan út nokkrir litlir bátar og þeir, sem áttu hlut í þeim, voru alltaf öruggir með vinnu. Ég hugsaði með mér að þetta skyldi ég gera því þá þyrfti ég aldrei að óttast að hafa ekki vinnu þegar ég yrði eldri.“ MEÐ KASTARHOLU Á HANABJÁLKA Alli kom heim með fleira úr verinu en 10 þúsund krónur í sjóði því hann dvaldi um hríð í Hafnarfirði við að kynna sér starfsemi frystihúsa. Þar kynntist hann ungri stúlku norðan af 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.