Frjáls verslun - 01.11.1996, Blaðsíða 44
ÁGÚST
TEKJUBLAÐ FRJÁLSRAR VERSLUNAR
í byrjun ágúst fengu áskrifendur tólf síðna tekjublað
Fijálsrar verslunar. Þetta var óvænt aukablað og áskrif-
endum að kostnaðarlausu. Samkvæmt úrskurði tölvu-
nefndar er fjölnnðlum aðeins leyfilegt að birta upplýsingar
úr álagningarskrám á meðan þær liggja frammi hjá skatt-
stjórum - sem er í hálfan mánuð í kringum mánaðamótin
júk' og ágúst. Eftir það má ekkert birta fyrr en sjálf skatt-
skráin er lögð fram sem yfirleitt er í febrúar árið eftir.
Þetta aukablað Frjálsrar verslunar var vegna tímaskorts
lítið en það mæltist sérlega vel fyrir.
SEPTEMBER
MEÐALTEKJUR FORSTJÓRA UM 675 ÞÚSUND Á MÁNUÐI
í september birti Frjáls verslun meðaltekjur 50 lands-
kunnra forstjóra sem
unnar voru upp úr
tekjukönnun blaðsins.
Þær reyndust vera
um 675 þúsund krón-
ur á mánuði árið 1995.
Nær helmingur allra
forstjóranna var með
tekjur á bilinu frá 500
til 800 þúsund krónur
á mánuði. Tekjudreif-
ingin var mikil, sá hæsti var með rúmar 1,3 milljónir en sá
lægsti með um 238 þúsund á mánuði. Niðurstaðan var í
stuttu máli þessi: 75% allra forstjóranna voru ekki með
undir hálfri milljón á mánuði í tekjur.
FLEIRIBAKDYR Á ÍSLANDIEN ANNARS STAÐAR
í stórmerkri grein Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í Frjálsri
verslun í september útskýrði hann hve varfæmislega ís-
lendingar hefðu gengið til verks í tengslum við Úrúgvæ-
samning WTO, Alþjóðaviðskiptastofnunina, arftaka
GATT. Grein Gunnlaugs vakti verðskuldaða athygli. Hún
varpaði ljósi á að samkvæmt samkomulaginu er tollfrelsi
minna hér á landi en hjá öðrum löndum innan OECD sem
tengjast samningnum. Sömuleiðis eru bakdyr okkar ís-
lendinga fleiri. Við getum hækkað tolla á um 35% af inn-
flutningi okkar - samkvæmt Úrúgvæ-samkomulaginu - án
þess að spyrja kóng eða prest. Flestar aðrar þjóðir ríg-
binda tolla sína í þessu samkomulagi og geta því ekki
hækkað tolla eftir því hvernig vindar blása hverju sinni.
Það getum við hins vegar á um þriðjungi innflutningsins.
Enda nefndist grein Gunnlaugs einfaldlega: íslendingar
taki sig á!
FJÖLMIÐLA HASARINN
ÓLÍKINDASAGA STÖÐVAR 3
Frjáls verslun fjallaði um fjölmiðlahasarinn á árinu 1996
sem einkenndist af mikilli baráttu á milli íjölmiðlanna -
dagblaða sem ljósvakamiðla. Þegar eigendur DV settu
Dag-Tímann á laggimar með haustinu skerptist sam-
keppni dagblaðanna. í september dró svo til tíðinda á Stöð
3 þegar félagið var komið í þrot og gat ekki haldið áfram
nema inn kæmi nýtt hlutafé - sem síðan kom inn eftir mikla
óvissu seint á haustmánuðum. Það verður að segjast eins
og er að saga Stöðvar 3 er með ólíkindum - ekki síst
myndlyklamálin. Stöðin gat ekki selt áskrift í rúmlega eitt
ár. Engan veginn er víst að hún nái sér á strik gegn Stöð 2
og Sýn sem sýnast hafa unnið a.m.k. fýrstu orrusturnar.
Helsti veikleiki Stöðvar 2 er hversu skuldugt félagið er -
sem og hluthafamir eftir að þeir keyptu minnihlutann út að
óþörfu fyrir rúmu ári á fimaháu verði. Krafan um arðsemi
af Stöð 2 er gífurleg og allt að því þrúgandi fyrir eigend-
uma.
0KTÓBER
BÓKIN100 STÆRSTU K0M ÚT
í október kom djásn Frjálsrar verslunar út, hin glæsilega
152 síðna bók um stærstu fyrirtæki landsins; bókin 100
STÆRSTU. Ávallt ríkir mikil eftirvænting í kringum út-
komu bókarinnar. Að þessu sinni voru í henni á sjötta
hundrað fyrirtæki. Hvergi er á einum stað að finna jafn
viðamiklar upplýsingar um fyrirtæki landsins, veltu þeirra,
starfsmannafjölda og greidd laun. Allar upplýsingar um
fyrirtækin eru komnar frá þeim sjálfum.
44